20.5.2023 | 14:35
Skógræktarstjóri: Einn kostur skógræktar er, að hægt er að fella tré.
Í umræðunum og deilunum um íslenska skógrækt hér á þessari bloggsíðu hefur það verið nefnt, að ein af kröfunum þremur um umhverfisvernd, vistkerfi-landslagsheildir-afturkræfni, eigi síðasta atriðið oftast við skógrækt.
Ef mistök verða í framkvæmd skógræktar er oftast sú úrlausn í boði að fella tré, og er meira að segja stór hluti skógræktar fólginn bæði í grisjun skógar og skógarhöggi.
Sem dæmi má nefna, að nú eru fallegir klettaröðlar og klettabelti í Stafholtstungum að hverfa í nýlega gróðursettan skóg og vegfarendur á þjóðvegi eitt hafa með því verið sviptir afar fögrum og sérkennilegum náttúruverðmætum.
Af nógu er að taka hvað snertir verkefni í skógrækt á Íslandi og því gæti lausn deilumála um skógrækt víða falist í því að hagræða skógræktinni á ýmsan máta.
Hluti af skógrækt er jú, að fella tré í svonefndum nytjaskógum.
![]() |
Skógrækt dragi ekki úr komu ferðamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2023 | 22:26
Reykvíkingar senn á biðlista eftir legstað í Kópavogi?
Lausleg könnun á stöðu kirkjugarða Reykjavíkur í fyrra benti til þess að í vændum gæti verið enn einn biðlistinn í lífshlaupi borgarbúa frá leikskólum allt til hjúkrunarrýmis og kirkjugarða.
Er síðasti bíðlistinn dálítið skondinn; biðlistavandamálið getur allt eins náð út yfir gröf og dauða!
Ástæðan er sú, að Gufuneskirkjugarður mun með sama áframhaldi fyllast innan örfárra ára og svo gæti farið að nýr kirkjugarður í hlíð Úlfarfells yrði ekki tilbúinn þá.
Gæti þrautaráðið orðið það að flýja til Kópavogs með líkin, þó varla á það svæði sem nú er hugsað sem endurvinnslustöð Sorpu. Ekki er víst að tilkoma nábýlis i nýrri merkingu þess orðs sé viðeigandi til að ýta undir virðingu fyrir hinum framliðnu.
Og kerskni eða spott á heldur ekki við; þetta er jú grafalvarlegt mál.
![]() |
Vilja ekki sjá endurvinnslustöð við kirkjugarðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2023 | 00:08
Betra gat það varla verið!
Það ræður miklu um korfubolta, að reglurnar tryggja að jafntefli eru ekki með í myndinni, hvorki í einstðkum leikjum né útsláttarkeppni í lok móta.
Ýmis atriði eru oft nefnd þegar leikir eru greindir eftir á, til dæmis það, að þegar um áberandi bestu lið deildarinnar er að ræða, geti það riðið baggamuninn, hvort liðið þrái innilegar að vinna.
Ekkert skal fullyrt um það eftir hinn stórkostlega úrslitaleik Vals og Tindastóls, hvort einmitt þetta atriði hafi sett punktinn yfir i-ið í lokin, í leik sem var að mðrgu leyti tímamótaleikur þegar meistaratitillinn fer á eftirminnilegan hátt út á land langt út fyrir hið stóra þéttbýli á suðvesturlandi.
Leikurinn hefði átt skilið að vera í beinni útsendingu ekki síður en margt annað.
Til hamingju, Skagfirðingar!
![]() |
Tindastóll Íslandsmeistari í fyrsta skipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2023 | 13:39
Herfileg reynsla af stríðsskaðabótum.
Reynslan af stríðsskaðabótum eftir stórstríð hefur hingað til verið þeim mun verri sem tjónið hefur verið meira.
Fyrri heimsstyrjöldin átti að verða "stríðið til að binda enda á ðll stríð", en snerist upp í andhverfu sína og mannskæðustu styrjöld allra tíma.
Rökin fyrir þessum skaðabótum voru aðallega tvenn: Sigurvegararnir dæmdu og útmáluðu Þjóðverja og sakfelldu fyrir það að hafa einir borið ábyrgð á styrjöldinni, og ekki síður sú staðreynd, að stríðið var eingöngu háð á landi Frakka og Belga á vesturvígstððvunum og beint tjón því eingöngu þar, en ekki í Þýskalandi.
Stíðsskaðabæturnar ollu í fyrstu hruni efnahagslífsins í Þýskalandi og síðar efni fyrir gróðrastíu öfgaflokka á borð við nasista og grundvöllur fyrir valdatöku og hefndarstríði Hitlers.
Eftir Seinni heimsstyrjöldina hernámu Sovétmenn Austur-Evrópu og margsugu þjóðir þar, meðal annars með flytja stórverðmæti á borð við heilu bílaverksmiðjurnar austur til Rússlands.
Austur-Þýskaland var svelt af hráefnum og því ætlað að verða vanþróað landbúnaðarríki.
Vesturveldin fóru þveröfugt að og höfnuðu hefndar- og stíðsskaðabótaleiðinni alfarið, en fóru í staðinn út í mestu efnahagssaðstoð allra tíma með Marshallaðstoðinni.
Evrópuráðið 1949 var eitt af mörgum dæmum þess að í stað hefndaraðgerða yrði skaplegra að koma á friðsamlegri sambúð í álfunni á lýðræðislegum mannréttindagrundvelli.
Krafa Úkraínumanna um tröllauknar stríðsskaðabætur eru skiljanlegar, rétt eins og krafa Frakka var í Versalasamningunum 1919. Í báðum tilfellum varð tjónið að mestu hjá þessum tveimur þjóðum.
En hefndarleið Frakka reyndist herfilega og í ljósi þess að nú ráða Rússar yfir gereyðingar kjarnorkuvopnum virðist ansi mikil bjartsýni fólgin í því að reyna öðru sinni stríðskaðabótaleiðina á fullu.
Þótt Finnar hafi greitt háar stríðsskaðabætur til fulls eftir 1945 var sérstaða þeirra sú, að þeir höfðu veðjað á rangan hest í stríðinu og ef þeir ætluðu að halda sjálfstæði, var ekki annað í boði en að beygja sig í þessu máli.
![]() |
Óraunhæfar tjónakröfur á Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.5.2023 | 23:29
Svipað og Ríó- og Genfarsáttmálinn, Ramsar, Maastricht og Shengen?
Alls konar nöfn staða og manna eru notuð um ýmiskonar sáttmála, samþykktir, samkomulag og yfirlýsingar.
Parísarsamkomulagið, Balfouryfirlýsingin, Genfarsáttmálinn, Monroekenningin, Ramarsamkomulagið, Brundtlandskýrslan, Ríósáttmálinn eru meðal mýmargra dæma.
Staðir, sem annars væru nær óþekktir, komust á spjöld sögunnar, svo sem Schengen og Maastricht.
Varlega skal fara í það að áætla um örlög Reykjavíkuryfirlýsingarinnar sem nú hefur ratað á spjöld sögunnar.
Það heiti gæti orðið þyngra á metunum en sjálfur fundur Evrópuráðsins.
![]() |
Samþykktu sérstaka Reykjavíkuryfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.5.2023 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2023 | 07:42
Unnu Bretar sigur í síðasta þorskastríðinu 1976? Nei.
Svarið við ofangreindri spurningu er: nei. Að vísu fengur þeir undanþágur til að veiða áfram í örfá ár, en í raun þýddi það í framkvæmd að það var aðlögun að ósigrinum.
Eitt málanna, sem hefur tengst leiðtogafundinum sem nú er haldinn hér varðar undanþágur fyrir Íslendinga varðandi kolefnisgjald á flug.
Þar er nú rætt um undanþágur fyrir okkur í tvö ár. Auðvitað er tæknilega mögulegt að þær kunni að gilda áfram, en enginn veit nú, að hve lengi eða að hve miklu leyti.
"Rallið er ekki búið fyrr en það er búið."
![]() |
Brýnt að fundurinn skili einhverju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2023 | 22:51
Flókið mál að semja frið?
"100 prósent árangur í varnarmálum" eru orð þar sem hraustlega er mælt, hvað Úkraínustríðið áhrærir. Í þeim felst að innrásarlið Rússa verði hrakið úr öllu landinu, þar með talið úr Donbas og af Krímskaga.
Stríðið á það sameiginlegt með Kóreustríðinu 1950-53 að yfir vofir hættan á stigmögnun þess upp í kjarnorkustyrjöld.
Þegar yfirhershöfðingi liðs vesturveldanna í Kóreu virtist vera tilbúinn í slíkt stríð rak Truman Bandaríkjaforsetinu hann, og stríðið endaði með þrátefli sem enn er í gildi sjötíu árum síðar.
Mao formaður sagði að Bandaríkin væru "pappírstígrisdýr."
Flest bendir til að íbúar Donbas og Krímskaga vilji sjálfir vera hluti af Rússlandi.
Sé svo, hljómar það mótsagnarkennt hjá þeim sem vildu virða sjálfsákvðrðunarrétt þjóða í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar, að vera á móti því varðandi ábúa slíkra héraða nú.
Langvarandi yfirráð Rússa yfir Krímskaga fram til 1964 og mikið hernaðargildi skagans gera það illmögulegt Úkraínumenn verðí valdsherrar þar í stríðslok núverandi stríðs.
![]() |
Vill 100% árangur í varnarmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2023 | 08:16
Arabaríkin í lykilaðstöðu í orkumálum.
Í öllu hinu gríðarlega staðreyndaflóði, sem birst hefur á ótal ráðstefnum og í fjölmiðlum, vekur sú meginmynd athygli, að svo virðist sem olíulindir Miðausturlanda séu þess eðlis, að olíuframleiðsluríkin þar komi ævinlega út úr mögulegum sviptingum með pálmann í höndunum.
Þrátt fyrir sífelldar fréttir af olíu- og gaslindum norðar á hnettinum, blasir við, að ævinlega verður hagkvæmast að nýta olíulindirnar í þeim hluta jarðar þar sem sólar hefur notið best alla tíð og því alla jafnan mestur jarðargróði, sem síðar hefur breyst í olíulindir.
Meðan olíunnar nýtur enn við í Miðausturlðndum verður dýrara að vinna olíu á norðlægari slóðum.
Sú er líkast til meginástæðan fyrir því, að ekki verði neitt úr vinnslu á Drekasvæðinu og hliðstæðum svæðum á þeim tíma sem eftir er af líftíma olíulinda Arabaþjóðanna.
Í fróðlegu útvarpsviðtali við Braga Árnason hér um árið var hann beðinn um að spá fyrir um það hvernig orkumálin myndu þróast í framtíðinni.
Á sínum tíma hafði hann spáð rétt um nýtingu vetnis sem orkubera.
"Sólarorkan", svaraði Bragi og bætti síðan við: Það þýðir, "að hin suðrænu ríki verða í lykilaðstððu varðand nýtingu hennar með lang hagstæðu aðstæðurnar, rétt eins og í þau hafa verið í nýtingu sólarorku fyrri tíma, sem skóp olíulindirnar."
,
![]() |
Fundar með forráðamönnum furstadæma um loftslagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2023 | 13:07
Ómissandi nýtt umhverfi til framtíðar.
Á örfáum árum hefur hafist bylting í notkun farartækja í þéttbýli, sem nauðsynlegt er að þróa og rækta sem best, allt frá hopp-hjólum og upp úr.
Mörg ný svið notkunar blasa við sem þróa þarf og efla eftir föngum til að minnka þá áhættu, sem skapast að mörgu leyti.
Eðlilegt er að að viðburður eins og komandi fundur Evrópuráðsins skapi vandamál, þar sem lausnamiðuð hugsun er ræktuð og lært af reynslunni.
![]() |
Einmitt á svona tímum sem Hopp-hjól eru mikilvæg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2023 | 17:19
Ísrael er ekki í Evrópu, er það?
Á landakortinu er Ísrael í Miðausturlöndum og Ástralía er hinum megin á hnettinum. Augljós mótsögn blasir við þegar þessi lönd eru fullgildir aðilar að höfuðviðburði Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva.
Í meira en hálfa öld hafa Ísraelsmenn brotið alþjóðalög með því að viðhalda yfirráðum yfir herteknum svæðum í Palestínu frá því í Sex daga stríðinu.
Mótsagnirnar eru fleiri. Ísraelsmenn taka þátt í Söngvakeppninni en taka ekki þátt í fundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Ástæða fjarverunnar í Reykjavík sést á landakortinu; landið er ekki í Evrópu.
Undir lok 19. aldarinnar íhuguðu þáverandi stórveldi heimsins í alvöru að "gefa" Gyðingum Uganda í Afríku.
![]() |
Stærsti skandall Eurovision: Hatari og fáninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)