18.2.2023 | 13:49
"Höll íss og eims." Askja er engu lík.
Flestir sem koma í Öskju í fyrsta sinn, ekki síst útlendingar, gapa af undurn yfir því sem þeir sjá.
Heitið askja er íslensk þýðing á fræðiorðinu caldera, og þarna blasir við hringlaga fjallarimi utan um heild sem er eins og askja í laginu.
Á botni öskjunnar er síðan vatn sem myndaðist í stórgofinu 1875, 180 metra djúpt og dýpsta vatn landsins og með volgan sprengigíg í einu horninu.
Sú staðreynd að svona óvenjuleg risamíð sé ekki eldri en þetta vekur mikla undrun og aðdáun ferðafólks, rétt eins og að verið sé að virða fyrir sér upprunalegu sköpun jarðarinnar.
Ekki minnkar dulúðíð þegar staðið er við minnisvarða um þýsku vísindamennina Knevel og Rudloff, sem hurfu þarna sporlaust 1907 og einnig sú staðreynd að Sigurður Þórarinsson skyldi leiða bandarísku tunglfarana þangað 1967 í æfingaferð fyrir fyrstu tunglferðina 1969. Við þetta bætist síðan sú staðreynd, að allar gðtur síðan 1907 hafi þótt reimt á þessu svæði.
Þessu lýsa Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir við undirleik Þóris Úlfarssonar í laginu "Kóróna landsins" svona:
"Beygðir í duftið dauðlegir menn
dómsorði skaparans hlíta;
framliðnar sálir við Öskjuvatn enn
sig ekki frá gröf sinni slíta.
Tunglfarar upplifa ósköpin tvenn:
Eldstöð og skaflana hvíta.
Alvaldsins sköpun og eyðingu´í senn
í Öskju þeir gerst mega líta.
Höll íss og eims,
upphaf vors heims,
djúp dularmögn;
dauði og þðgn..."
![]() |
Engin skýr merki um virkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2023 | 23:11
Ali og Villis: Töframenn ofurhraðans.
Fróðlegt er að kynna sér tvo bardagaíþróttamenn, sem kalla mætti töframenn ofurhraðans.
Þetta eru þeir Bruce Willis og Muhammad Ali.
Í ákveðnum atriðum var Willis með svo hraðar hreyfingar að það olli kvikmyndagerðarmönnum vandræðum.
Ástæðan var sú, einn myndrammi í filmu er einn fertugasti hluti úr sekúndu.
Ali gaf því höggi tvö nöfn, Phanton punch og Ancor punch og benti á það að höggið hefði verið svo hratt, að það hefði verið styttra en einn kvikmyndarammi.
Í stríðni útskýrði hann þetta þannig, að á einum fertugasta úr sekdúndu depluðu menn augunum, og að ástæða þess að enginn sá höggið hefði verið sú, að allir í salnum depluðu auga á sama tíma!
Tíminn átti eftir að leiða í ljós að Vofuhöggið var raunverulegt, því að höfuð Listons færist örsnöggt til á milli myndramma.
Í bardaga við Ron LyLe áratug síðar ló Ali langan hægri kross svo hratt að Lyle rotaðist án þess að myndin sýndi það nákvæmlega.
Ali var einhver hraðmælskasti orðhákur sinnar tíðar, en fyrstu einkenni Parkinson heilasjúkdómsins, sem þjáði hann frá 1979, komu fram í röddinni, sem varð óskýr og hæg.
Talið er að Parkinson sjúkdómurinn tengist oft höfuðhöggum, ýmist frá ungum aldri eða í mkilu magni eins og hjá Ali.
![]() |
Bruce Willis hefur greinst með heilabilun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.2.2023 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2023 | 17:21
Þrír Kambavegir, þrjár brýr (sex alls) á tveimur Gilsám og margt fleira.
Þegar ekið er um Noreg er á fjölmörgum stöðum boðið upp á fyrirbæri, sem virðst að mestu fyrir borð borið hér á landi; varðveisla gamalla samgöngumannvirkja, sem eru í raun áhrifamiklar minjar um samgöngusöguna.
Meðal ótal minja af þessu tagi er gamli fjallvegurinn um Strynefjeld, en af nógu er að taka, þar sem fara saman varðveisla mannvirkjanna í upprunalegri mynd og vönduð skilti með kortum og myndum.
Í bókinni Stiklur um undur Íslands er fjallað um leiðina frá Kolviðarhóli austur um Kamba, en á þessari leið eru dæmi um vanrækt dæmi á borð við sögustaðinn Kolviðarhól og þrjár kynslóðir af Kambaveginum.
Einnig um merkileg mannvirki á leiðinni Hvítárbrú-Biskupsbeygja.
Vel hefði mátt bæta við tveimur Gilsám, báðum á Austurlandi, þar sem hafa verið smíðaðar þrjár kynslóðum af brúm yfir þessar ár.
En nútímafólk virðist haldið algerri blindu varðandi þau menningarsögulegu verðmæti, sem þessar brýr búa yfir.
![]() |
Synd og skömm að rífa brúna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2023 | 00:08
Dacia Spring líka til Íslands, "rafbíll litla mannsins."
Kínverjar og Tævanbúar standa mjög framarlega í framleiðslu rafknúinna farartækja af öllu tagi og því er innflutningur á BYD mál, sem vert er að gefa auga.
En í auglýsijngu í dag má sjá, að annar bíll, "rafbíll litla mannsins" Dacia Spring sé líka kominn til landsins líkt og hann er í Danmörku.
Verð bílsins, 3,4 milljónir, sýnir það sem sýna þarf, og hér á síðunni hefur verið auglýst eftir því að reynt sé að uppfylla þörfina á svona bíl.
Með því að skoða gögn um bílinn á netinu má lesa úr tölum, hver galdurinn er í aðalatriðum.
Með því að ná fram með hönnunarbrögðum léttingu bílsins, er uppgefin tómaþyngd aðeins 1045 kíló, sem er alveg ótrúleg tala, aðeins 100 kílóum þyngri en þyngd á tveggja sæta rafbílnum Invicta með 27 kwst rafhlöðu.
Fyrir bragðið er WLPT drægni Dacia Spring uppgefin 230 km, sem auðvitað er lægri en á flestum öðrum bílum, en getur alveg gagnast fyrir nægjusama.
Stærð rafhlöðunnar í Dacia Spring er rúmlega 27 kwst, en til samanburðar var rafhlaðan i fyrstu kynslóð Nissan Leaf 24 kwst.
En Leaf var hálfu tonni þyngri en Spring er, þannig að drægni Spring er furðu góð.
Spring er auðvitað málamiðlun, og til þess að fá fram þetta lága verð er aukabúnaður kannski eitthvað minni en ella. Bíllinn er mjór og stuttur og rými mætti vera betra í aftursætunum, en staðsetning rafhlaðnanna undir þeim, er hluti af hugvitssamlegri útfærslulausn.
Bíllinn hallast talsvert í beygjum miðað við aðra, stjörnurnar í NCAP mættu vera fleiri.
En aðalatriðið er að eins og áður í framleiðslu bíla, hefur Dacia verksmiðjunum tekist að brjóta kostnaðarmúr með framleiðslu þessa bíls, sem skilar af sér þolanlegri drægni, 125 km/klst hámarkshraða, sætum fyrir fjóra og 290 lítra farangursrými, en vera samt minni um sig en Toyota Aygo X.
Neðst á síðunni er mynd af tveimur ódýrustu rafbílunum, sem hafa verið fluttir inn til landsins, báðir tveggja sæta; sá fremri er Invicta 2ds en hinn aftari Tazzari Zero EM1.
Verð þess fremri er um 2,5 millur, en 2016 þegar sá aftari var fluttur inn, var verðið 2 millur. Mæld drægni var 115 km á Invicta og hámarkshraði 90 km/klst plús, en 90 km drægni og hámarkshraði 100 km/plús á Tazzari.
![]() |
BYD til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.2.2023 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2023 | 09:40
Tjörupækillinn verstur?
Athyglisvert fyrirbæri: Þegar jöklajeppamenn fara út af malbikaða vegakerfinu, stansa þeir, taka upp brúsa og þvo dekkin áður en lagt er í óbyggðirnar. Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að dekkin ððlist sitt eðlilega grip í stað þess að vera sleip af tjörunni, sem veðst yfir dekkin og öll farartæki á gðtum borgarinnar.
Minnst hundrað brauta daga á hverjum vetri úðast tjörupækillinn, sem negldu dekkinn rífa upp úr malbikinu yfir farartækin, gera dekkin og göturnar sleipari og setja slikju á glugga og þurrkur.
Engar rannsóknir liggja að vísu fyrir um það, hvort örfáir dagar með raunveruleg not af nagladekkjum á hverjum vetri ná að vinna upp alla þá tugi eða hundrað daga, þar sem sömu nagladekkin minnka grip og hemlunargetu.
![]() |
45 tonn af sandi á stíga borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2023 | 23:30
Tengt jarðskjálftahrinu 2007 - 2009?
Það sést á viðtengdri frétt á mbl.is að ansi margra skýringa má leita að bráðnun ísþekjunnar á Öskjuvatni að undanfðrnu.
Bæta má einni skýringu við, en það voru þau timamót sem urðu sumarið 2007 þegar langvinn jarðskjáltahrina hófst við fjallið Upptyppinga síðsumars.
Næstu misseri færðist hún til norðurs og endaði nyrst í Krepputungu og í gamalli dyngju, sem nefnist Álftadalsdyngja.
Um hana liggur merktur vegarslóði í suður og suðausturs til Brúaröræfa, og kom það meira að segja til tals að ef þarna gysi gæti það orðið langvarandi dyngjugos með einkennum "túristagoss".
Það sem gerir allar vangaveltur núna svo erfiðar er, að mælingatæknin á svæðinu er tiltölulega nýtilkomin, og þess vegna engan sananburð að finna fyrri gos í Öskju og allt norður í Sveinagjá.
![]() |
Tengist mögulega aukinni virkni í eldfjallinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.2.2023 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2023 | 18:41
Mannlegir snillingar, sem eldast.
Miklar væntingar voru til þekktustu knattspyrnusnillinga heims fyrir HM, Meðal þeirra voru Messi, Ronaldo og Neymar. Enginn þeirra hampaði gullinu í lokin og þrátt fyrir góða spretti hjá Messi mátti sjá merki þess að hann væri að nálgast endakafla síns glæsilega ferils.
En Ronaldo varð að hlíta því að eíga svanasöng á áberandi hátt og hefja brottför sína til Sádi-Arabíu.
Ekkert óeðlilegt er við það að nú séu að verða kaflaskipti sem eru eðlilegur gangur lífsins, hinir eldri eru á útleið en nýjar og yngri stjörnur að birtast.
Gömlu stjörnurnar börðust fyrir sínu á HM, en frammistaða þeirra Messi og Neymars í gær er hugsanlega merki um spennufall og staðfestingu á nýjum tíma í alþjóðlegri knattspyrnu.
l
![]() |
Neymar og Messi hræðilegir í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2023 | 19:55
Áhrif koma í ljós á æ fleiri "innviði". Flugbeitt útfærsla á verkfalli.
Eftir því sem nær dregur verkföllum morgundagsins koma fleiri og fleiri atriði á sviði svonefndra innviða í ljós þar sem verkfall tiltölulega fárra manna hefur mögnuð áhrif.
Þegar þetta er borið saman við verkföll fyrri tíðar sýnir þetta vel, hvað nútíma þjóðfélagsgerð er miklu flóknari en áður var.
Eina hliðstæðan hér áður fyrr, sem kemur í hugann, eru sú sterka staða, sem mjólkufræðingar hjá Mjólkurbúi Flóamanna höfðu.
Þeir voru fáir, en verkfall þeirra þeim mun meira áhrifameira.
Þegar núverandi ástand kemur í ljós er því líklegt að þau orð, sem eru yfirskrift viðtengdrar fréttar á mbl.is, séu sannmæli: "Miklu alvarlegra mál en fólk heldur."
![]() |
Miklu alvarlegra mál en fólk heldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2023 | 06:52
Goslíkur vaxandi víða.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nú svipað og sagt var hér á síðunni fyrir nokkrum dögum, að nú þurfi að hafa meira varann á en áður þegar skjálftahrinur og kvikuhreyfingar séu á ferð á Reykjanestá.
En fleiri eldstöðvar láta á sér kræla. Hekla og Grímsvötn komin á tíma og Askja komin líka í biðrððina með kvikuhreyfingu og upphitun Öskjuvatns sem ný fyrirbæri.
![]() |
Grunur uppi um kvikuhreyfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2023 | 14:54
Spor nýlenduhugsunar og stigmögnunar frá 19. öld, 1914 og 1941 hræða.
Tvö hættuleg fyrirbrigði, nýlenduveldahugsun og stigmögnun, virðast lífseig svo árum og öldum skiptir.
Einkum sú fyrrnefnda virðist óæskileg en samt óviðráðanleg tilhneiging í svokölluðum ðryggismálum.
Stríðsrekstur Rússlands er í anda hins foreskjulega nýlenduveldafyrirbrigðis sem var grundvöllur Varsjárbandalags austantjalds kommúnistaríkjanna meðan það var og hét.
Í Kalda stríðiAnu stóðu Bandaríkjamenn fyrir stofnun hernaðarbandalaganna NATO og SEATO umhverfis Norður-Atlantshaf og í Suðaustur-Asíu, sem Sovétmenn litu á sem þess tíma holdgervingu nýlenduveldahugsunarháttar.
Sá hugsunarháttur var ekki fjarri þegar Monroe-kenning BNA var boðuð frá miðri 19. öld.
Í aðdraganda Fyrri heimsstyrjaldarinnar mynduðu stórveldi Evrópu með sér tvær hernaðarblokkir, sem áttu að tryggja eins konar fælingarmátt í gegnum bindandi skuldbindingar aðilanna.
En það sem átti að tryggja fælingarmáttinn breyttist í andhverfu sína í gegnum viðráðanlega stigmögnun, og leiddi Evrópu inn í stórstyrjöld, sem varð í einhver tilgangslausasta styrjöld sögunnar með ómældu tjóni fyrir stríðsþjóðirnar og þar að auki efnivið í framhaldsstyrjöld 1939-1945.
Í október 1940 gerðu öxulvaldin Þýskaland og Ítalía Þríveldasamning við Japan.
Í framhaldi af honum seildust Sovétríkin og Þýskaland til áhrifa í Austur-Evrópu og innlimuðu Rússar Eystrasaltslöndin inn í Sovétríkin og tók fjömennar byggðir af Finnum í harðvítugri styrjöld 1939-1941.
Þjóðverjar gerðu samninga við Austur-Evrópuríki sem höfðu á sér yfirbragð nýlenduveldahugsunar.
Þegar Júgóslavar gerðu friðsamlega hallarbyltingu, sendi Hitler her sinn til að leggja undir sig allan Balkanskagann og Krít að auki.
Nýlenduveldishugsun í sinni verstu mynd með hryðjuverki upp á 17 þúsund manns í hinni óvörðu borg Belgrad.
Þessu var fylgt eftir með innrásinni í Sovétríkin 22. júní 1941 og rétt er að hafa það i huga að meira en þriggja milljóna manna innrásarher var fjölþjóðaher.
Þegar Rússar hafa nú lagt til innrása í Georgíu og Úkraínu horfa þeir á fjölþjóðaher með nýfengnum þýskum skriðdrekum koma úr vestri í kjölfar útþenslu NATO til austurs, sem þeir höfðu áður litið á með gömlum hætti nýlenduhugsunar.
Pólverjar misstu sex milljónir drepna í því stríði, sem Rússar kölluðu "Föðurlandsstríðið mikla".
Þeir eru skiljanlega hugsi þegar þeir sjá líkindin með núverandi stríði og stóra stríðinu mikla, hættuna á stigmögnun og nýlenduhugsun á báða bóga.
![]() |
Forseti Póllands hikandi yfir beiðni Selenskís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)