Tengt jarðskjálftahrinu 2007 - 2009?

Það sést á viðtengdri frétt á mbl.is að ansi margra skýringa má leita að bráðnun ísþekjunnar á Öskjuvatni að undanfðrnu. 

Bæta má einni skýringu við, en það voru þau timamót sem urðu sumarið 2007 þegar langvinn jarðskjáltahrina hófst við fjallið Upptyppinga síðsumars. 

Næstu misseri færðist hún til norðurs og endaði nyrst í Krepputungu og í gamalli dyngju, sem nefnist Álftadalsdyngja. 

Um hana liggur merktur vegarslóði í suður og suðausturs til Brúaröræfa, og kom það meira að segja til tals að ef þarna gysi gæti það orðið langvarandi dyngjugos með einkennum "túristagoss".

Það sem gerir allar vangaveltur núna svo erfiðar er, að mælingatæknin á svæðinu er tiltölulega nýtilkomin, og þess vegna engan sananburð að finna fyrri gos í Öskju og allt norður í Sveinagjá. 


mbl.is Tengist mögulega aukinni virkni í eldfjallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband