26.11.2022 | 12:59
Fljótaleiðin hefði leyst þetta vandamál á sínum tíma.
Þegar skoaðaðir voru kostir mismunandi leiða við gerð jarðganga yst á Tröllaskaga, komu tvær tveggja jarðganga leiðir til greina, Héðinsfjarðarleið og Fljótaleið.
Héðinfjarðargöng gáfu meiri styttinngu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, en Fljútaleiðin meiri styttingu milli Skagafjarðar og Siglufjarðar og sú leið hefði gert leiðina um Almenninga óþarfa og leyst dæmið til frambúðar í stað þess klúðurs sem nú er staðið frammi fyrir.
![]() |
Siglufjarðarvegur er í mikilli hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2022 | 23:51
Hjálmlaus á fullri ferð á skútu á rauðu ljósi yfir fjögurra akreina götu.
Í stuttum skrepp um sexleytið í kvðld mátti sjá hjálmlausan mann á skútu þjóta á fullri ferð eftir gangbraut yfir fjögurra akreina götu beint á móti rauðu gangbrautarjósi.
Það úir og grúir af svona atvikum í þeirri "villta vesturs" umferð sem verið hefur á svörtum föstudegi þar sem staðið hefur yfir stanslaus flaumur auglýsinga undir kjörorðinu "ekki missa af" öllum fjandanum.
Fáránlega margir virðast vera tilbúnir að fórna lífi og limum sínum og annarra fyrir fáfengilegan tilgang.
Og niðurstaðan er tvöfalt fleiri slys og óhöpp en venjulega.
![]() |
Umferðin eins og villta vestrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2022 | 17:26
Þarf aðrar kröfur til pedalanna í rafbílum?
Í framhaldi af pistli hér á bloggsíðunni næst á undan þessari vaknar spurningin um aðrar kröfur til fjarlægðarinnar á milli pedalanna í rafbílum en í eldsneytisknúnum bilum.
Rétt er að benda á myndir af afstöðunni á pedölum eins af ráfbílum landsins, sem birtast hér á síðunni, og hafa líka verið settar nú um síðir inn á síðuna í gær, Hún sýnir afstöðuna á milli pedalanna á Tazzari Zero EM1.
Nánari skýringar er að finna í pistlinum í gær.
![]() |
Skattaafsláttur rafbíla drífur stutt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2022 | 23:13
Hvað með pedalana í sumum rafbílum? "Botngjafargildra"?
Við það að frétta af innköllunum á 321 þúsund Tesla bílum í Bandaríkjunum komu pedalarnir á þeim bílum og fleiri rafbílum upp í hugann, og einnig fyrri fréttir af rafbílum, sem hefðu rykkt sjálfum sér á fulla inngjöf og ætt með því í harða árekstra.
En samkvæmt fréttinni núna er innköllunin vegna vandamála með afturljós.
Eftir stendur vandamál, sem verður til við það að of lítið bil er á milli aflgjafar og hemilspedala.
Þetta er lúmskt fyrirbrigði á þeim tveimur örbílum af gerðinni Tazzari Zero, sem hafa verið fluttir hingað til lands.
Bilið á milli pedalanna er aðeins 4 sentimetrar, en það skapar hættu á því að þegar færa þarf fótinn snöggt af aflgjöf yfir á hemilinn er hætta á að fóturinn þrýsti á báða pedalana í einu.
Við það rykkir bíllinn sér áfram, og ósjálfrátt viðbragð við því er að stiga fastar á hemilinn, en við það er einnig stigið fastar á aflgjöfina, svo að bíll æðir enn ákveðnara áfram!
Þetta fyrirbrigði er miklu hættulegra á rafbíl en eldsneytisbíl, því að rafhreyfillinn skilar fullu átaki strax á lægsta snúningi, en eldsneytishreyfill ekki fyrr en komið er yfir þúsund snúninga og upp í sex þúsund snúninga.
Á efri myndinni innan úr Tazzari rafbílnum sést afstöðumynd af hægri fæti, hemlapedala og aflgjög.
Á myndinni neðan við hana sést hve naumt þetta stendur ef stigið er á hemlapedalann.
Aðeins þrír menn utan eiganda Tazzari Zero bílsins hafa ekið honum, og þrátt fyrir fyrirfram aðvaranir féllu þeir allir í þá gryfju að stíga óvart á báða pedalana í einu.
Þegar eigandi bílsins ók honum í gær eftir nokkurra vikna hlé, datt hann sjálfur í þessa gryfju, og hafði getað farið illa ef bíllinn hefði verið stilltur á aflmesta stigið af fjórum, sem er merkt með rauðum lit í mælaborðinu og stöfunum "racing".
Sem sagt: það má aldrei slaka á klónni við að forðast þessa gildru.
Sami maður hefur ekið nokkrum rafbílum af öðrum gerðum þar sem lengra er á milli pedalanna og þessi hætta ekki fyrir hendi.
Meðal þeirra er örbíllinn Invict, en í þeim bíl er vandinn með rými fyrir báða pedalana leyst með því að láta gólfið liggja það hátt, að aflgjöfin getur verið nær miðju bílsins og fjær hemilspedalanum.
Þessi lausn er óhugsandi á Tazzari bílnum, því að þar tekur miðjustokkur rými, sem ekki er hægt að nýta til að auka pedalarýmið, eins og neðri myndin sýnir vel.
Hins vegar vakti það athygli varðandi skoðun á Tesla 3, hve stutt er þar á milli pedalanna.
Bæði þeir bílar og Tesla S hafa verið orðaðir við "botngjafargildruna" sem kalla mætti ofangreint fyrirbrigði því nafni; illskiljanleg atvik.
Útskýringin varðandi pedalana er einföld og skiljanleg, en að sama skapi skiljanlegt ef tregða er varðandi það að viðurkenna það, því að það gæti verið erfitt fyrir framleiðandanna að færa pedalana.
![]() |
Tesla innkallar 321 þúsund bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.11.2022 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2022 | 08:42
Eðlileg viðbrögð útlendinga: Reykjavík hættuleg borg.
Ýmsar erlendar kannanir hafa sýnt að Ísland sé friðsælasta land heims.
Nú virðist þetta vera glýja ein eins og sést á viðbrögðum ábyrgra erlendra aðila við þeirri óöld, sem engu er líkara en lögregluyfirvöld lýsi sem raunveruleg staðreynd.
Á listum yfir mest lesnu fréttirnar á mbl.is eru margar í gangi í senn sem hnykkja á þessu og einnig því að það sé að því er virðist sjálfsagt og óviðráðanlegt mál að ekki sé líft fyrir hávaða og ólátum í gamla miðbænum um nætur.
Þetta er stóralvarlegt ástand, sem getur í raun kostað milljarða tap vegna áhrifanna á ferðaþjónustuna.
![]() |
Breska sendiráðið varar við skemmtanalífinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2022 | 15:21
Yfirburðir stórveldis, 81-19, breyttust í ósigur: "Rallið ekki búið fyrr en það er búið"
Fáheyrðir yfirburðir knattspyrnustórveldisins Þýskalands í fyrri hálfleik gegn litla Japan, voru 81 prósent fyrri hálfleiks með boltann, en Japan aðeins 19%, hrundu í síðari hálfleik og tveir varamenn Japana snarsneru leiknum með því að skora tvö mörk og slátra snillingaliðinu.
Enn sannast orð bróður síðuhafa: "Rallið er ekki búið fyrr en það er búið."
![]() |
Japanir unnu magnaðan sigur á Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2022 | 22:37
Rússland á meirihluta strandlengju Íshafsins.
Ekki þarf annað en að líta á hnattlíkan til að sjá að Rússland á meirihluta þeirrar standlengju sem liggur í kringum Íshafið.
Átökin um Úkraínu hafa skerpt á geópólítískri hernaðarstefnu Rússlands, sem fær óhjákvæmilega útrás í hvers kyns umsvifum á Íshafinu og í löndunum, sem að því liggja.
Sjálfir réttlæta Rússar og fylgismenn þeirra þessa gamaldags nútímaútgáfu af nýlendustefnu með því, að það hafi verið NATO og ESB sem veturinn 2013-2014 hafi byrjað Úkraínuátökin með valdaráni í Úkraínu þegar stjórn landsins hafði sett kúrsinn á að ganga bæði í NATO og ESB.
Monroekenning Bandaríkjamanna frá 1823 hafi verið amerísk útgáfa til brúks í Ameríku.
Rússar herðast sífellt í sinni útgáfu og afleiðingar þess koma því fram í hvers kyns aðgerðum við að efla hernaðarlegt vald sitt við Íshafið.
Ísland liggur við suðvesturjaðar Íshafssvæðisins og því má búast við að áhrif vaxandi siglinga og áhuga á auðlindum og aðstæðu á því svæði muni ná hingað til lands.
![]() |
Umsvif Rússa aukast á norðurslóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2022 | 16:15
Ísland átti sínar stóru stundir gegn Argentínumönnum og Englendingum.
Jafntefli Argentínumanna við Íslendinga á HM og ógleymanleg markvarsla Hannesar Þórs á vítaspyrnuskoti sjálfs Messis eru minnisstæð augnablik sem rifjast upp við sigur Sádanna á Messi og kó í dag.
Og þar með rifjast upp minnisverður sigur Íslendinga á sjálfum Englendingum sem lengi mun lifa.
![]() |
Óvæntustu úrslit í sögu HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2022 | 22:16
Varnarleysi gangandi og hjólandi er hættulegast.
Augljósasti aðstöðumunur gangandi og hjólandi miðað við akandi vegfarendur er sá, að hinir fyrrnefndu alveg eða að mestu óvarðir ef þeir falla eða lenda í árekstri, en í bílum er fólk varið af bílnum sjálfum eða öryggistækjum hans, svo sem beltum og belgjum.
Svipað er að segja um ölvun. Tíðni banaslysa er næstum tvöfalt meiri á vélhjólum en á bílum af þeirri einu ástæðu, að ölvun veldur helmingi banaslysa á hjólunum, en miklu færri banaslysum á bílum.
Ölvaður maður, sem sest upp í bíl og ekur beint á staur, en tvöfalt skár settur en ef hann væri á vélhjóli.
Síðuhafi verður oft að útskýra það, af hverju hann hann sé með lokaðan og sterka hlífðarhjálm, í sérstökum vélhjólaklossum og hnjáhlífum og með hnúavarða henska.
Svarið er einfalt: Ef lent er í árekstri á hjóli í umferðinni, getur það alveg eins verið árekstur við flutningabíl eins og við annað reiðhjól.
Aðeins þrjár vikur eru síðan síðuhafi skrikaði á rólegum gönguhraða á sérlega lúmskum smá hálkubletti í myrkri á léttu rafvespuhjóli og féll snöggt og harkalega til jarðar á aðra hliðina svo að öxl og þó einkum höfuð fengu þungt högg.
Betur fór en á horfðist, öflugur hlífðarhjálmur tók á sig höfuðhöggið, og hnjáhlífarnar högg á hnén, bein brotnuðu ekki, en eymsli voru í viku á öxl vinstra megin.
Hjólið skemmdist ekkert.
Líklegast hefði ég getað allt eins verið þarna gangandi á sama stað og fallið harkalega á hálkublettinum. Hafa margir brotnað illa í slíkum byltum.
Mínútunum, sem hafði verið varið í það í upphafi ferðar, að setja þessi öryggistæki á sig, hafði verið vel varið.
Á rafskútum eru engin farangurshólf og manni virðist að minnihluti þeirra, sem notar rafskútur séu með engar varnir. Á reiðhjólum eru þó framhjól, sem geta tekið á sig hnjask.
Það væri strax til bóta ef eitthvað yrði gert til að auka notkun hjálma á rafskútunum, þótt ekki væri nema létta og meðfærilegra hjálma.
![]() |
Var á sinni eigin rafskútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2022 | 07:10
"Lattelepjandi afætur í 101 Reykjavík..."?
Í einum af þáttum Egils Helgasonar um skipulag og byggingar í nokkrum kaupstöðum á Íslandi er þess getið hvernig sumir heimamana gáfu fordóma sína um rithöfunda á borð við Þorberg og Laxness til kynna í því að orða tilvist þeirra á þessum stððum sem hátt slæpingja og ónytjunga.
Orðaskipti eins og: "Skrifa þú bækur?" "Já." "En við hvað vinnurðu?" heyrast enn í dag og í spjallþáttum í útvarpi má enn heyra þeim lýst sem "lattelepjandi afætum og ónytjungar í 101 Reykjavík."
Myndin í viðtengdri frétt á mbl.is af þremur íslenskum glæpasagnahöfundum og fyrirsögnin segja mikið.
Gaman væri ef einhver góður hagfræðingur reiknaði út það framlag, sem þessi bókmenntagrein 21. aldarinar á Íslandi gæfi af sér í beinhörðum gjaldeyri.
![]() |
Hafa selt 27 milljónir bóka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)