21.2.2024 | 22:17
Ný og ný ofríkismál Bílastæðasjóðs.
Nýjum dæmum um ofríki á vegum Bílastæðasjóðs virðist fjölga með vaxandi hraða.
Í fyrra tóku gildi ný umferðarlðg sem kættu mjög starfsmenn sjóðsins vegna þess að með því opnuðust auknir möguleikar til að breyta reglugerðum í þessu efni til að auðvelda sókn sjóðsins á hendur bílaeigendum.
Sú hefur líka orðið raunin, og var eitt þeirra rakið hér á síðunni í hitteðfyrra. Í því máli hafði sjóðurinn að engu þinglýstan eignarétt eigenda blokkarinnar sem í hlut átti.
Í samtölum við talsmenn sjóðsins hældust þeir um, að með nýju reglugerðinni gætu þeir látið lögreglu fjarlægja bíl og gera hann upptækan.
Væri best fyrir bíleigandann að hafa sig hægan, því að ef Bílastæðasjóður vildi, gæti hann látið fjarlægja fyrirvararlaust alla bíla sem stæðu fyrir framan bílskúradyr borgarinnar.
Borgin rýfur 80 ára hefð og bannar akstur íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stefnan, sem tekin hefur verið í uppbyggingu húsa í stórum stíl þétt upp að Reykjavíkurflugvelli, minnir á orðtakið "skjóta fyrst og spyrja svo."
Greinilega á að taka áhættuna af því hefja uppbygginguna áður en fyrir ligga niðurstöður rannsókna á loftflæði og ókyrrð í lofti.
Nú þegar er risið næsta hátimbruð byggð á svonefndum Valsreit sem hefur áhrif á loftflæði fyrir flugvélar í lendingum og flugtökum á norður-suðurbrautinni.
Síðuhafi hefur stundum nýtt sér heimildir til snertilendinga á þessari braut og hefur því fengið nasasjón af þessum lendingum og flugtökum í stífum hliðarvindi, þegar hann steypist yfir þetta nýja hverfi og frumniðurstöðurnar eru ekki uppörvandi.
Með tilkomu þessa fimm hæða hverfis er mun meiri ókyrrð þarna en var, áður en "neyðarbrautinni" svonefndu var fórnað fyrir hið nýja hverfi.
Íbúðablokkirnar þarna liggja eins og háir veggir þvert á vindstefnuna og valda mikilli ókyrrð.
Af þessu ætla menn greinilega ekkert að læra, heldur halda áfram að sækja að vellinum með þeirri aðferð að skjóta fyrst og spyrja svo.
Byggt við flugvöllinn enn á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
18.2.2024 | 07:24
Vinnur tíminn með Rússum núna eins og svo oft áður?
Löng reynsla úr hernaði í Rússlandi hefur oftast sýnt, að tíminn vinni með þeim. Þetta máttu Napóleon og Hitler reyna og á fyrstu árunum eftir stofnun Sovétríkjanna endaði hernaðurinn, ssem þá var stundaður næsta losaralega með því að Sovétrín efldust sem stórveldi.
Þessa dagana, á tveggja ára afmæli stríðs Pútíns gegn Úkraínu, virðist flest falla hægt og bítandi með rússnesku tímavélinni, sem malar rólega í þá átt að þreyta andstæðinginn á ýmsa vegu.
Stalín lét drepa milljónir í sínum hernaði gegn Úkraínumönnum, en Pútín velur sér sín fórnalömb í rólegheitunum með því að koma þeim fyrir kattarnef einum og einum.
Og ef aðstæður eru þannig að forystusveit viðsjárverðra afla eins og Wagnersveitanna er svo barnaleg að halda að hún geti bara valsað um óáreitt, bíður Pútín sallarólegur og stráfellir forystu vígasveitina alla á einu augnabliki.
Eftir á hælist hann um með því "giska á" aðeins til þess hefði ekki þurft nema eina handsprengju.
Yfirlýsing Trumps og tregða Repúblikana á Bandaríkjaþingi styrkja stöðu Pútíns, og á vígvellinum malar hernaðarkvörn hans hægt og bítandi.
Rússar ná Avdívku á sitt vald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2024 | 14:36
Glæsilegur listamaður.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir er afar hæfileikarík eins og kom til dæmis vel fram í söngleikjunum, sem hún sðng í. Það er því fagnaðarefni að hún birtist aftur á fjölunum og hrífi áhorfendur í ný með glæsileik sínum.
Reið ung kona á ferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2024 | 16:16
Brákarey núna - Örfirisey næst?
Deilur um þjóðlendur hafa tekið og taka áfram á sig afar fjölbreytta mynd.
Þessi mál öll virðast vera efni í eilífðardeilur.
Gengið mun lengra en nokkur bjóst við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2024 | 06:17
Smalað til slátrunar á Gaza ?
Þegar horft er yfir vettvang stríðsins milli Ísaelsmanna og Palestínu sést vel að Netanjahu er staðráðinn í að klára það fyrirfram yfirlýsta ætlunarverk sitt að króa Hamasfólkið af eins og dýr, sem leidd eru til slátrunar.
Fyrstu orð Netanjahu þegar Hamas gerðu hryðjuverkaárás í haust voru þau, að árásarmönnunum yrði útrýmt eins og hverjum meindýrum og nú þegar hafa Ísraelsmenn hrakið Hamasfólkið út í horn á landiskika þar sem flóttafólkið er innikróað og kemst ekki úr þessari prísund, enda því líkt við skriðkvikindi og glæpahyski.
Í upphafi stríðsins var það ágiskun síðuhafa að manndrápin í þessu nýjasta stríði yrðu í svipuðum hlutfðllum og verið hafa í fyrri átökum; að fyrir hvern Ísraelsmann, sem drepinn yrði, myndu verða drepnir tíu sinnum fleiri Palestínumenn.
Spáin hefur þegar reynst röng, því að hlutfðllin eru orðin allt að 1:20, og aðalætlunarverkið samt eftir.
Færeyingar mótmæla við íslenska sendiráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2024 | 17:21
Hvað, ef margra áratuga gostímabil er í vændum?
Ef margra áratuga eldgosa- og óróatímabil er sú framtíð, sem gæti beðið Grindvíkinga, er erfitt að sjá hvernig mögulegt er að viðhalda bænum með húsum sínum, innviðum og fyrirtækjum við, því að enginn mun fyrirfram geta tryggt það að nokkurt mannvirki verði utan hættu á stórfelldu tjóni eða eyðileggingu.
Sér enga framtíð í bænum sem hann byggði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.2.2024 kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2024 | 19:37
Sú tilhögun, að náttúran sé lögaðili, er til í Suður-Ameríku.
Færð hafa verið rök fyrir því, að sérstök helgiathöfn hafi farið fram í Reykjavík þegar Ingólfur Arnarson fleytti öndvegissúlum sínum, sem voru eins konar heimilisgoð, upp í fjöruna til að friðmælast við landvættina. Útilokað er að súlurnar hafi getað borist þangað eftir að þeim hafi verið varpað í sjó út af Suðurlandi, því að þaðan liggja hafstraumar til norðvesturs.
Lík drengjanna, sem fórust með Goðafossi 1944, rak á land á Snæfellsnesi.
Indíánarnir í Ameríku undruðust það, að þegar hvítu Evrópubúarnir komu á hestum sínum að vatnsföllum og riðu viðstððulaust yfir þau, skyldu þeir ekki óska eftir leyfi frá þeim.
Ingólfur Arnarson kenndi trúleysi Hjörleifs fóstbróður síns sem kom fram í því að friðmælast ekki við landvættina, um það að galt fyrir það með lífi sínu.
Þingvallalögin 1928 voru stórmerk nýjung á Vesturlöndum, því að er því lýst yfir að Þingvellir séu ævarandi eign íslensku þjóðarinnar sem aldrei megi selja né veðsetja.
Íslendingar hafa dregið lappirnar varðandi lögfestingu Árósarsamningsins, svo að einsdæmi er í okkar heimshluta. En í þessum samningi er kveðið á um að samtök almennings eigi lögaðild að framkvæmdum, sem fela í sér mikil umhverfisáhrif.
Vilja stofna embætti umboðsmanns náttúrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2024 | 23:07
Axel Björnsson gerði drög að viðbragðsaðgerðum fyrir tæpum 30 árum.
Ferð með Jón Jónsson jarðfræðinginn upp í Lakagíga fyrir um þrátíu árum til gerðar þáttar um hann kemur upp í hugann, þegar nú er rifjað upp það sem hann spáði um eldgos á Reykjanesskaganum fyrir 60 árum.
Jón fór um ýmislegt eigin leiðir um ýmislegt í fræðigrein sinni til dæmis kenningu hans um eldsumbrot á Síðuafrétti, sem hefði eytt svonefndum Tólfahring, tylft bæja nyrst í Skaftártungu, nokkrum öldum áður en síðar brast á með Skaftáreldum.
Einnig setti Jón fram ágiskun um hvarf Þjóðverjannna Knebels og Rudloffs í Öskju 1907.
Fyrir um 30 árum vann Axel Björnsson jarðfræðingur úttekt á náttúruvá á Reykjanesskaga og skipti henni í tvo meginkafla, annars vegar sunnan Hafnarfjarðar og hins vegar norðursvæði.
Þegar ráðamenn sáu meginlínur þessara tveggja útttekta og varð bilt við að sjá, hve gríðarleg náttúruváin á norðursvæðinu var og hve stór verðmæti voru þar í húfi.
Var hún snarlega sett til hliðar en ákveðið að kíkja frekar eitthvað á syðri hlutann.
Endanleg niðurstaða varð, ef rétt er munað, að ekkert varð úr neinu, og má telja það alveg sérlega íslenskt að víkjast undan þeim hluta þessa verks, sem stærri var og þar að leiðandi mikilvægara.
Spámaður í eigin föðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2024 | 00:42
500 MW risagufuaflsvirkjun í Krýsuvík sem fyrst?
Fyrir nokkrum misserum gaf Grindavík út framkvændaleyfi fyrir gerð nýrrar gufuaflsvirkjunar í Eldvörpum suðvestur af Svartsengi.
Sú virkjun á að taka gufuafl úr orkuhólfi, sem er sameiginlegt fyrir bæði Svartsengi og Eldvörp.
Núverandi öflun gufuorku í Svartsengi felur í sér fyrirbærið "ágeng orkuöflun" sem fellur undir hugtakið rányrkja.
Með því að bæta virkjun í Eldvörpum við hana verður einfaldlega flýtt fyrir því að öll orka þessa svæðis verði uppurin á örfáum áratugum.
Nú hefði mátt halda að svona hugmynd myndi dofna eitthvað við eldgosin á þessu svæði.
En það er nú öðru nær.
Í þættinum Vikulokunum í morgun talaði Jón Gunnarsson ákveðið fyrir því að réttustu viðbrögðin við jarðeldunum á Reykjanesskaga séu að slá sem duglegast í virkjanaklárinn og nefndi í því sammbandi hugmyndir sem settar hafa verið fram um langstærstu gufuaflsvirkjunina á Reykjanesskaganum, sem samkvæmt opinberum gögnum þar um yrði 500 megavött, eða nær tvöfalt stærri en núverandi stærð Hellisheiðarvirkjunar!
Nú virðast margir samkvæmmt þessu vera orðnir svo sannfærðir um nauðsyn sem mestra virkjanaframkvæmda, að búið er að gera þetta að hálfgerðum trúarbrögðum.
Orkuver í Svartsengi á öruggari stað en fyrir gos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)