Mál Grindvíkinga mun flóknara en mál Eyjamanna 1973.

Hlutfallslega voru íbúar Vestmannaeyja fjórfalt fleiri 1973, miðað við stærð þjóðarinnar, íbúar Grindvíkinga eru nú. 

En það þarf þó ekki endilega að þýða að fjórfalt meira mál hafi verið að leysa úr vanda Eyjamanna en Grindvíkinga.

1. Eðli gossins í Eyjum, var miklu einfaldari en jarðeldarnar, sem nú eru að hefjast á Reykjanesskaga, og brjótast út á miklu fjölbreytilegri hátt og enginn veit hve víða þeir eiga eftir að geysa og heldur ekki hvort þeir eru upphafið á margra alda jarðeldaskeiðs.  

2. Gosið í Heimaey varð fljótlega bæði einfalt og bauð upp á einfaldari mótaðgerðir en jarðeldarinir á Suðurnesjum gera nú. 

3. Jarðeldarnir á Reykjanesi kunna að valda víðfeðmu tjóni á svæði, þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar býr. 

Raunar kallar þessi nýja náttúruvá stórfellda breytingu, jafnvel byltingu,  á því hvernig byggð og efnahagslíf verða til frambúðaar. 

 


mbl.is Íbúafundur Grindvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ekki hafa aðrar þjóðir gefið hús eða peninga til húsakaupa eins og 1973. 

Vagn (IP-tala skráð) 27.2.2024 kl. 10:31

2 Smámynd: Landfari

Það er allt sem bendir til þess að þetta sé upphafið að allt að tveggja alda jarðumbrota og eldgosahrinu sem færir sig smá saman frá Reykjanesinu og allt upp að Hengli.

Það er ekkert sem bendir til annars en fleiri mannvirki en í Grindavík og nágrenni verði undan að láta fyrir náttúruöflunum.

Landfari, 27.2.2024 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband