13.11.2010 | 13:25
Úrelt grein og til vandræða.
Íslenska kirkjan á mjög sterk ítök í þjóðinni þrátt fyrir þverrandi traust til hennar sem stofnunar.
Kristin trú er samofin sögu og menningu þjóðarinnar og kirkjan og önnur trúfélög vinna mikið og þarft þjónustu- og menningarstarf. Þess vegna ríkir meira traust almennings til sókarkirkjunnar og prestsins í nærsamfélaginu.
Ég er fríkirkjumaður en hef ekki síður sterkar taugar til þjóðkirkjunnar, tek jafnvel meiri þátt í menningarstarfi hennar víða um land heldur en fríkirkjunar, enda er þjóðkirkjan miklu stærri og yfirngnæfandi meirihluti þjóðarinnar er í henni.
Ef þjóðkirkjan er hvort eð er ekki ríkiskirkja eins og biskup staðhæfir, er 62. grein stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og stuðning ríkisvaldsins við hana sérstaklega, ekki bara úrelt, hún er óþörf.
Meðan þessi grein er við líði verður aldrei sátt um hana úr þessu. Hún er eitrað peð, hefur klofið stjórnmálaflokka, félög og þjóðina sjálfa í herðar niður.
Af gefnu tilefni ítreka ég nú ofangreinda afstöðu mína sem hefur raunar legið fyrir alla tíð.
Kostirnir eru tveir; að halda 62. greininni eða fella hana niður. Ég tel að úr þessu sé óhjákvæmilegt að fella hana niður og að það muni verða kristinni kirkju á Íslandi fyrir bestu.
Það er vegna þess að ófriðurinn um þessa grein truflar og eitrar.
Auk þess benda þeir, sem hafa horn í síðu kristinnar kirkju, sífellt á, að þessi grein sýni, að kirkjan þurfi á mismunun á milli trúfélaga að halda í stjórnarskrá til þess að hún geti þrifist.
En kirkjan á ekki að þurfa þess heldur treysta á styrk sinn og boðskaps síns.
Kirkjan verður nú, hvort sem henni líkar betur eða verr, að horfast í augu við það að hún verður að þétta raðirnar og öðlast trú og virðingu og eyða því vantrausti sem gripið hefur um sig.
Kristin trú er friðarboðskapur og 62. greinin hefur aðeins skapað ófrið og deilur.
Það getur orðið liður í endurreisn á trausti almennings á kirkjunni að taka þann flein úr holdi hennar sem 62. greinin hefur í raun verið. Hafi þessi grein einhvern tíma hjálpað kirkjunni er það liðin tíð.
Sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings með númerið 9365 tel ég að í tillögu að nýrri stjórnarskrá eigi þingið að taka tilmælum Þjóðfundar um aðskilnað ríkis og kirkju og fella 62. grein núverandi stjórnarskrár niður.
![]() |
Þverrandi traust áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
13.11.2010 | 01:44
Hættuleg flóð.
Krapaflóð í ám geta verið afar varasöm og hættuleg þeim, sem eru úti í ánum þegar flóðið kemur niður eða átta sig ekki á því að flóð er í ánni.
Í bókinni "Ljósið yfir landinu" lýsi ég þremur slíkum atvikum, í Rjúpnabrekkukvísl 1987, Bergvatnskvísl 1989 og í Reykjafjarðará 1993.
Mig minnir að þrír hafi farist í Rjúpnabrekkukvísl og fjögur fórust í Bergvatnskvísl en sjálfur slapp ég naumlega úr óhappinu í Reykjafjarðará 1993 fyrir einskæra hundaheppni.
Enginn slysstaður á ferlinum tók eins mikið á mig að koma á og við Bergvatnskvísl og hef ég þó vegna starfs míns verið á vettvangi á öllum hamfara- og slysstöðum frá snjóflóðinu í Neskaupstað 1974.
Sú saga verður ekki rakin hér en svona krapaflóð eru einhver lúmskasta slysagildra sem náttúra Íslands býr yfir.
Morgunflóð í Rjúpnabrekkukvís vegna sólbráðar á jöklinum eftir kalda nótt eru tíð á sumrin.
Fimm árum eftir flóðið, sem banaði Japönum þar, komu ættingjar þeirra til þess að halda trúarlega kveðjuathöfn á slysstaðnum.
Ég tók að mér að fljúga þeim og aka á staðinn og varð úr því mikið og magnað ævintýri, sem ég gerði skil í þætti á Stöð tvö auk frásagnarinnar í Ljósinu yfir landinu, en síðar varð þetta tilefni fyrir Friðrik Þór Friðriksson til að gera kvikmyndina "Á köldum klaka".
![]() |
Krapaflóð í Eystri-Rangá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2010 | 17:31
Vonandi góð kjörsókn. 9365.
Kosningarnar til Stjórnlagaþings eiga sér ekki fordæmi í íslenskri sögu og raunar heldur ekki þingið eða Þjóðfundurinn, sem nýlokið er.
Ég tel mjög mikilsvert að þetta tækifæri til virkari og breiðari þáttöku almennings í stjórnmálum verði nýtt, enda rímar það vel við málflutning minn um þessi efni allt frá því ég ákvað að taka opinberlega þátt í stjórnmálum haustið 2006.
Fyrirsögn viðtals við mig í Morgunblaðinu fyrir þær kosningar var: "Allt, sem þjóðina varðar."
Þar var ég að útlista hugmyndir um beint lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum, og um að tryggja sjálfstæði og jafnræði framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds.
Ég ætlaði ekki að fara fram vegna Stjórnlagaþingsins, - en viku fyrir lok framboðsfrests áttaði ég mig á því að ekki væri verjandi að sitja hjá, þótt ekki væri nema aðeins vegna þess, að mitt hjartans mál er að tryggja rétt komandi kynslóða í stjórnarskrá eins og gert er í stjórnarskrám margra annarra ríkja, svo sem Finna.
Þar eru ákvæði um vandaða málsmeðferð og auknar kröfur varðandi aðgerðir og framkvæmdir sem geta haft óafturkræf áhrif, og þau oft neikvæð á rétt og hag milljónanna, sem eiga eftir að byggja landið í framtíðinni.
Síðan 2006 hef ég haldið fram nauðsyn jöfnunar vægis atkvæða en þó þannig að hafa í huga hagsmuni og rétt einstakra landshluta. Það er hægt að útfæra á ýmsan hátt og kemur til kasta stjórnlagaþingsins að velja leið.
Ég hef líka talið rétt að íhuga, hvort ekki eigi að sameina embætti forseta og forsætisráðherra í eitt embætti þjóðhöfðingja sem jafnframt gegnir oddvitaembætti í ríkisstjórn sem valdamesti maður landsins.
Þó verði þingræðinu ekki kastað fyrir róða og skoðaðar mismunandi útfærslur á því hvernig að því verði staðið, svo sem með því að huga að reynslu Finna og Frakka.
Afstaða mín til eignarhalds yfir auðlindum landsins er og hefur verið skýr: Það á á að vera í höndum þjóðarinnar.
62. grein stjórnarskrárinnar hefur þverklofið þjóðina og stjórnmálaflokkana fram að þessu og þess vegna eru það tíðindi að Þjóðfundurinn leggur fyrir Stjórnlagaþingið að aðskilja ríki og kirkju.
Ég hef verið Fríkirkjumaður alla tíð og tel 62. greinina leifar úreltrar skipunar sem beri að afnema, enda sé þróunin öll á einn veg og því best að koma þessu deilumáli út úr heiminum.
Eftir sem áður er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tilheyrandi hinni evangelisku lútersku kirkju, sem gegnir mikilvægu þjónustu- og menningarhlutverki og á sér djúpar rætur í sögu og þjóðmenningu.
Ég tel raunar að það verði hollt fyrir kirkjuna að þetta skref sé stigið og muni geta eflt hana ef rétt er á málum haldið.
Það er til lítils að fara í framboð ef enginn veit af því. Þess vegna fylgir þetta með:
Númerið það er, simmsalabimm,
níutíu og þrír sextíu og fimm.
Og ég hvet fólk til að fara inn á vefinn kosning.is og kynna sér frambjóðendur og helstu stefnumál þeirra.
![]() |
Rúmur helmingur ætlar að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.11.2010 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2010 | 13:48
Allt saman löglegt?
Ég geymi í minnisbók minni bút úr viðtali við Hannes Smárason í Krónikunni í ársbyrjun 2007.
Þar lýsir hann því hvernig honum tókst á á undraskömmum tíma að búa til 44 milljarða króna árlegan gróða í kringum í fyrirtæki, sem hann vann upp úr Icelandair, en það flugfélag hafði tapað árlega svo lengi sem elstu menn muna.
Hannes lýsir í viðtalinu hvernig hann og félagar hans kaupa hæfilega mikið skuldsett fyrirtæki, taka lán að þörfum til þess að gera félögin skuldlaus og selja þau síðan með gríðarlegum hagnaði.
Síðar hefur komið fram, nú síðast í frétt í Sjónvarpinu, hvernig Hannes og félagar hans hafa selt og keypt í raun sama félagið aftur og aftur í dásamlegri viðskiptafléttu og í hvert sinn sem skipt hefur verið um kennitölu, hefur svonefnd viðskiptavild aukist um tugi milljarða í hvert sinn, án þess að séð verði að slík hafi verið raunin.
Nefnt var í fréttinni að þannig hefði fyrirtæki, sem virt var á 35 milljarða var orðið 250 milljarða virði eftir örfá misseri.
Hannes segist í viðtalinu í Króníku aldrei munu þurfa að borga neinn skatt af þessu ef hann skiptir nógu oft um kenniltölu.
Nú spyr ég. Var allt ofangreint löglegt á sínum tíma og er svona lagað áfram löglegt?
Ég hygg að flestir myndu segja, ef svarið væri jákvætt, það sama og Vilmunur Gylfason sagði á sínum tíma: Löglegt en siðlaust.
Ef þetta er áfram löglegt, ætti ekki að breyta lögum sem slíkt leyfa.
Síðasta setningin í viðtalinu við Hannes þar sem hann lýsti því sem aðalhöfundar Græðgisbólunnar stunduð, var svona "Það hefði engum dottið í hug að gera það sem við erum að gera, nema fólki, sem veit engan veginn hvað það er að fara út í. "
Þessi lýsing gildir 100% um núverandi orku- og virkjanastefnu okkar Íslendinga.
Allt í lagi með það?
![]() |
Segja skjölin ekkert sanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2010 | 19:04
Blönduð leið?
Líklega eru aðgerðir á skuldavanda heimilanna eitthvert erfiðasta en jafnframt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálamanna um þessar mundir. Það er ekki aðeins vegna þess að mismunandi mikil útgjöld fylgi hverju afbrigði þeirra lausna, sem hafa verið settar fram, heldur bætist við að finna þarf út hvaða áhrif hver þeirra hefur, þegar allt er talið saman, þar með talið hve mikið það myndi hvort eð er kosta ef ekkert er að gert, eða hvernig sú upphæð breytist eftir því hvað gert er.
Það er að sjálfsögðu vandasamt að finna þetta allt saman út og ekki síður að komast að niðurstöðu um það sem gert verði.
Hugsanlega verður um að ræða blöndu að ræða af tveimur eða jafnvel fleiri útfærsluatriðum, sem nú eru uppi á borðinu.
Nú er mest um vert að unnið verði á breiðum grundvelli og af heilindum af allra hálfu að því að þoka þessu máli til lausnar.
![]() |
Mikill vilji til að finna varanlega lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2010 | 22:48
Áfram, Ömmi frændi!
Ég hygg, að meðan samgöngur eru stundaðar í lofti, verði Reykjavíkurflugvöllur nauðsynlegur á þeim forsendum að samgöngur snúast um það hafa leiðir á landi, sjó og í lofti sem greiðastar og stystar.
Það getur ekki talist framför í samgöngum að lengja ferðaleiðina fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar um 160 kílómetra.
Vísa að öðru leyti í blogg mitt, næst á undan þessu, þar sem fjallað er nánar um þetta mál.
P.S. Hvatningarorðin "áfram, Ömmi frændi" þýða það ekki að hann sé frændi minn, heldur hef ég kallað hann þetta síðan hann starfaði með mér á fréttastofu Sjónvarpsins hér í den og var formaður Starfsmannafélagsins.
Innanhúss fékk hann þetta gælunafn sem tákn um það hve umhugað honum var um hag okkar allra.
![]() |
Hefði ekki blásið miðstöð af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
10.11.2010 | 22:12
Eitt af þessu gamla, sem hefur breyst.
Fyrir hálfri öld var hér malarvegakerfi, 97% útflutningsins fiskur og ekki nóg rafmagn fyrir okkur sjálf. Þá var eðlilegt að hér risi stjóriðja og að næstu áratugi yrði virkjað hæfilega í vatnsafli þar sem vitað var fyrirfram hvað hver virkjun afkastaði. Ég var fylgismaður þessa.
Nú eru aðstæður gerbreyttar, við framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf og allt annað gildir um jarðvarmavirkjanir en vatnsafl varðandi vitneskju um afl og endingu.
Samt hamast áltrúarmenn sem aldrei fyrr, rétt eins og ekkert hafi breyst.
Fyrir 50 árum var flugvöllurinn í miðju borgar og ýmsum virtist þá sem hægt væri að anna allri fólksfjölgun með því að byggja þar. Þá var ég á báðum áttum um það hvort færa ætti flugstarfsemina annað.
Þungamiðja byggðarinnar er ekki lengur í Þingholtunjm heldur eru stærstu krossgötur landsins við Elliðaár, þungamiðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu rétt hjá krossgötunum, iinnst í Fossvoginum, og flugvöllurinn kominn þrjá kílómetra út fyrir þá miðju verslunar og þjónustu sem var í kvosinni fyrir 50 árum en er nú komin austur í Bústaðahverfi.
Stærstu krossgötur landsins draga óhjákvæmilega að sér miðju verslunar og þjónustu eins og alls staðar í veröldinni. Flestar borgir hafa einmitt risið í kringum slíkar krossgötur.
Þótt aðstæður og forsendur hafi gerbreyst á 50 árum láta menn eins og ekkert hafi breyst.
Þeir halda því fram að hægt sé að flytja þessa þungamiðju út á nesið frá krossgötunum með því að leggja flugvöllinn niður.
Þeir halda því fram að það sé flugvellinum að kenna að byggð sé utan við Elliðaárdal og Fossvogsdal.
Utan þessarar línu búa nú hátt á annað hundrað þúsund manns og augljóst að sá fjöldi hefði aldrei getað komist fyrir í Vatnsmýrinni. Hvaðan á allt þetta fólk að koma, sem á að eiga heima í Vatnsmýrinni? Og hvað mun það kosta að byggja upp samgöngumannvirki, sem anna þeirri umferð til að frá þessari byggð sem mundi bætast við?
Ég efast um að í kommúnistaríkjunum hafi menn ætlað sér að standa fyrir þvinguðum flutningum fólks af þessu tagi.
Því er haldið fram að byggð í Vatnsmýri muni fækka slysum um 40% , af því að umferð muni minnka um 40% eftir að búið er að flytja fólkið í Vatnsmýrina. Ein forsendan er sú að allir sem þarna muni eiga heima muni vinna á svæðinu sjálfu og ganga eða hjóla í vinnuna.
Sem betur fer er enn atvinnufrelsi hér á landi og ekki hægt að setja svona fram.
Því er haldið fram að það sé gott fyrir samgöngur að innanlandsflugið sé flutt til Keflavíkur.
Gætum nú að. Ég hélt að það væri keppikefli í samgöngum að hafa leiðir sem greiðastar og stystar.
Síðan hvenær getur það orðið samgöngubót að lengja leiðina fram og til baka milli Akureyrar og Reykjavíkur um 160 kílómetra?
Þeir segja að flugvöllurinn taki svo gríðarmikið pláss á svæðinu vestan Elliðaáa.
Flugvöllurinn tekur nú 7% af þessu svæði og hægt væri að minnka það niður í 5% svo að hann taki minna rými en Reykjavíkurhöfn.
Af hverju þá ekki að flytja hafnarstarfsemina til Njarðvíkur og byggja íbúðabyggð í staðinn? Það er þó styttra að sigla frá útlöndum til Njarðvíkur en til Reykjavíkur.
Miklabrautin tekur upp 3% af svæðinu vestan Elliðaáa. Hvers vegna er ekki krafa um að leggja hana niður og byggja þar íbúðabyggð í staðinn úr því að hún tekur svæði á við hálfan flugvöll?
Núverandi samgönguráðherra er Reykvíkingur en sér samt í hendi sér að hin gamla hugmynd um að leggja flugvöllinn niður er gegn yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar og að flutningur flugstarfseminnar er hrikaleg afturför í samgöngum.
Ég segi því: Áfram, Ömmi frændi!
![]() |
Samgöngumiðstöðin rís ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.11.2010 | 18:45
Eitt af því sem Rússar reyndu.
Það er ekki nýtt að menn ætli sé að trufla flugvél í aðflugi með því að beina að henni geisla eins og gerðist við Akureyrarflugvöll í gærkvöldi.
Þetta prófuðu Rússar að gera þegar loftbrúin Vesturveldanna var til Berlínar veturinn 1948 til 49 og mikið var í húfi, því að Stalín og hans menn höfðu reiknað með að Vesturveldin myndu ekki geta flutt nógu mikið af vistum og varningi loftleiðis til borgarinnar.
Þegar það gekk ekki eftir reyndu Rússar ýmis ráð til að trufla flutningana en höfðu ekki árangur sem erfiði.
En það eitt að þetta bragð hafi verið reynt til að trufla flug og gera það hættulegt sýnir að um grafalvarlegt mál er að ræða.
![]() |
Geisli truflaði flugmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2010 | 23:11
Hvað var eiginlega í gangi?
Sífellt eru að hellast inn fréttir af aldeilis fáránlegum skuldum, sem þetta þjóðfélag er að drukkna í.
Svakalegasta fréttin núna finnst mér ekki skuldir Hafnarfjarðar eða Reykjanesbæjar, heldur sú frétt, að þriðjungur íslenskra fyrirtækja hafi ekki nógu miklar tekjur til að borga skuldir sínar, sem nema alls 6000 milljörðum króna, segi og skrifa 6.000.000.000 króna!
Þetta samsvarar þjóðarframleiðslu Íslands í meira en fjögur ár! Og þessi þriðjungur íslenskra fyrirtækja stefnir beint í gjaldþrot fyrr eða síðar.
Jafnvel þótt við gæfum okkur að ekkert Hrun hefði orðið og að krónan hefði aldrei fallið neitt (sem var þó óhjákvæmileg afleiðing af Bólunni) þá væru þessar skuldir varla minni en 2000 milljarðar.
Hvað var eiginlega í gangi í mesta "gróðæri" Íslandssögunnar?
Björk orðaði þetta þannig í Návígi í kvöld, að frá 2003-2008 hefði verið "gat" í þjóðlífi og atvinnulífi, - ekkert var hugsað til framtíðar, ekkert gert til nýsköpunar, heldur var þjóðin á lánafylleríi þar sem ekkert annað komst að en að slá lán og lifa langt um efni fram á kostnað framtíðarinnar.
Til að kynda undir þessu voru landsmenn svo helteknir af virkjunum og álverum að þeir voru nánast með stóriðjustöru, sem enn hefur ekki minnkað heldur jafnvel vaxið.
Útlendingar sem koma til Íslands sjá hér fleiri lúxusbíla og risapallbíla en nokkurs staðar þekkist, háa skýjakljúfa, íbúðahverfi með stærri húsum og íbúðum en þekkist í nokkru öðru Evrópulandi og þegar þeir fara út á landsbyggðina blasa við sumarhallir hvert sem litið er.
Á sama tíma sem þetta var að gerast höfðu tugþúsundir Íslendinga það ekkert betra en endranær og hvorki vildu né gátu tekið þátt í þessum dansi í kringum gullkálfinn.
Nú lendir þetta á þeim og biðraðirnar stækka hjá hjálparstofnununum fyrir jólin.
Já, hvað var eiginlega í gangi? Hvernig gat þetta gerst?
![]() |
Stórt lán gjaldfellur 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.11.2010 | 20:03
Góður húmor hjá Erlingi Gíslasyni.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, segir máltækið, og faðir Benedikts Erlingssonar, leikara, Erlingur Gíslason leikari, var hnyttinn í tilsvari þegar hann var spurður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld hvort honum fyndist ekki óþægilegt að Bandaríkjamenn hleruðu síma hans.
Erlingur sagðist vorkenna þeim, sem hugsanlega þyrftu að hlusta á margt af því sem hann segði í símann.
En að öllu gamni sleppt hljóta að vera takmörk fyrir því hve langt megi ganga í öryggisvörslu fyrir sendiráð jafnvel þótt viðurkennt sé að slíkt sé nauðsynlegt.
Þegar ég fékk um það upplýsingar hjá kunnáttumanni 2005 að líklegt væri að sími minn og fleiri væru hleraðir kippti ég mér svosem ekki mikið upp við það persónulega, heldur fannst mér íhugunarefni hverjir aðrir virtust vera í því "símahlerunartorgi" sem virtist vera í notkun.
Þetta stóð aðeins yfir á þessum tíma í nokkrar vikur en síðan gerðist annað tveggja: Þessu var hætt - eða að aðferðin var endurbætt.
![]() |
Eftirlit við Laufásveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)