7.12.2010 | 16:31
Mannauðurinn og einstæð náttúra.
Tvær mestu auðlindir Íslands eru mannauðurinn og einstæð íslensk náttúra. Í órofa sambandi við mannauðinn er íslensk tunga sem grundvöllur íslenskrar menningar.
Dagur íslenskrar tungu er dagur íslenskrar menningar og mannauðs sem mynda grundvöll velferðar og virðingar okkar sem þjóðar. Ef við kunnum vel með þetta að fara mun okkur vegna vel.
Þess vegna skiptir það máli hve vel íslensk skólabörn standa sig í lesskilningi, stærðfræði og fleiri greinum.
Einstæð náttúra og meðferð hennar er annar hornsteinn heiðurs og virðingar okkar sem sem þjóðar og vörslumanna þess mikla auðs fyrir hönd mannkyns alls.
Ef við skoðum til hlítar meðferð okkar á þessu mikla verðmæti er ekki víst að við stefnum í það að vera fyrir ofan meðallag meðal þjóðanna.
Við höfum lengi gert okkur grein fyrir gildi íslenskrar tungu og menningar og reynt að standa okkur í því efni. Meðal annars þess vegna höfum við haft dag íslenskrar tungu.
Það segir sína sögu um það hve andvaralaus við höfum verið gagnvart hinum hornsteini virðingar okkar og orðstirs að fyrst nú skuli hafa verið ákveðið að hafa í fyrsta sinn á næsta ári dag íslenskrar náttúru.
Land, tunga og þjóð mynda þá undirstöðu "gróandi þjóðlífs sem þroskast á Guðsríkis braut" eins og skáldið sagði.
P.S. Nú heyri ég í sjónvarpsfréttum að íslensku skólabörnin séu neðarlega hvað snertir þekkingu og skilning á náttúrunni og umhverfismálum. Það rímar við það sem ég segi hér að ofan varðandi meðferð okkar á þessum mestu verðmætum Íslands.
![]() |
Ísland í 10.-11. sæti í PISA-rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2010 | 22:52
En Davíð varaði samt alvarlega við ?
Enn er í minnum það sem Davíð Oddsson sagði um það að hann hefði einslega strax á útmánuðum 2008 varað Landsbankamenn og fleiri við því að hrun gæti dunið yfir.
Árni Mathiesen segir hins vegar að aðrir hefðu á þessum tíma ekki haft svona miklar áhyggjur heldur aðallega af lausafjárvanda Landsbankans og því ekki verið efni til mikilla aðgerða.
Í lokin er síðan klykkt út með það að hvort eð er hefði engu breytt þótt stjórnvöld hefðu gripið hraustlega í taumana, það hefði jafnvel orðið verra ef þau hefðu gert það.
Og Árni segist enga ábyrgð hafa borið á bönkunum, þeir heyrðu undir viðskiptaráðherrann sem reynt var að halda sem mest frá upplýsingum og umræðum í innsta hring stjórnarinnar.
Þar með skilur maður betur það sem Árni sagði á Alþingi þegar einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn voru að agnúast út í stjórnarstefnuna vorið 2008: "Sjáið þið ekki veisluna, drengir?"
Í ágúst 2008 tók Geir H. Haarde svo til orða þegar hann var spurður út í orðalagið "að aðgerðarleysið hefði borið árangur" að það væri kannski ekki svo fjarri lagi, því að gengisfall krónunnar hefði stórminnkað viðskiptahallann.
Setningarnar "hvort eð er", "maybe I should have" og fleiri slíkar lifa í minningunni.
![]() |
Flutningur Icesave ekki bætt stöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.12.2010 | 09:42
Hlýindi á Labrador og Suður-Grænlandi.
Ef einhverjir eru farnir að efast um hlýnun loftslags vegna kaldra daga að undanförnu, bæði hér á landi og á meginlandi Evrópu, ætti hann að kynna sér hvernig veðrið hefur verið á Nýfundnalandi, Labrador og Suður-Grænlandi undanfarnar vikur.
Það þarf raunar ekki að hafa mikið fyrir því að sjá þetta því að hiti á þessum slóðum sést vel á yfirlitskortunum, sem birt eru með veðurfregnum Sjónvarpsins á hverju kvöldi.
Í fyrradag sást hvernig hlýr loftmassi barst frá norðanverðum Grænlandsjökli til suðausturs yfir Íslands og verður slíkt að teljast frekar óvenjulegt.
Hnattræn hlýnun birtist í meðaltalshita á jörðinni en ekki á tímabundnum sveiflum á einstökum svæðum.
![]() |
Svipaður hiti hér og í Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2010 | 09:37
Enginn er betri en keppinauturinn leyfir.
Ofangreind orð, sem gilda í íþróttum og hvers kyns keppni, hafa oft grimmilegan blæ í augum þeirra sem horfast í augu við þau sannindi sem í þeim felast.
Stundum er það líka haft á orði að "þú breytir ekki vinningsliði."
Þegar Eiður Smári þurfti að sitja hvað lengst á bekknum hjá Barcelona var það ekki vegna þess að á þeim tíma væri hann svona lélegur, heldur vegna þess að helstu lykilmenn liðsins voru mikilvægir í sigurgöngu liðsins, þeir voru ómeiddir og í fullu fjöri og í hópi bestu knattspyrnumanna heims.
"Líttu á það hverjir sitja á bekknum til að átta þig á því hvað keppnislið er raunverulega gott" hefur stundum verið sagt og það átti við um Barcelona þá og um mörg önnur lið.
Við þekkjum þetta vel úr handboltanum, þar sem meiðsli setja oft strik í reikninginn.
Það sem hrjáir Eið Smára er fyrirbæri, sem þekkt er í íþróttum og hljóðar svona: Því miður er það svo, að eftir að þú kemst á hæsta toppinn, er aðeins ein leið framundan, niður á við.
Eiður Smári hefur verið á þeirri leið eftir að hann náði lengra en nokkur íslenskur knattspyrnumaður hefur gert í marga áratugi.
Nú er það hann sjálfur sem einn verður að bera ábyrgð á því í hve góðu formi hann er og hvernig hann spilar úr spilum sínum.
Mörgum afreksmönnum ber saman um að síðustu árin á ferlinum hafi verið miklu erfiðari en þau fyrstu meðan þeir voru ungir.
Til þess að halda sér við toppinn þurftu þeir að æfa miklu betur og samfelldara en fyrr og beita sjálfa sig meiri aga. Það þarf Eiður að gera, hvort sem honum líkar betur eða verr og eina spurningin er hversu vel honum tekst það.
![]() |
Pulis: Eiður fer hvergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2010 | 19:35
Möguleikarnir eru óendanlega margir.
Eilífðin og óendanleikinn eru grundvöllur alheimsins, sem á sér engin takmörk.
Tíminn á heldur engin takmörk, hann byrjaði aldrei og hann endar aldrei.
Möguleikarnir á að líf þróist víðar en á jörðinni eru óendanlega margir og sömuleiðis óendanlega margir möguleikar á lífi af óendanlega mörgum gerðum, bæði efnislegu lífi og vitsmunalegu lífi.
Hugtökin allt og ekkert eru aðeins til í afmörkuðu rými, - á svipaðan hátt og árið 2010 er afmarkaður tími en tíminn sjálfur hins vegar óendanlegur.
![]() |
Áður óþekkt lífgerð fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2010 | 14:52
Stolt þjóðarinnar laskað.
Það hefur löngum verið stolt íslensku þjóðarinnar að hér hefur verið mun stærri millistétt en víðast annars staðar, meiri jöfnuður í milli stétta og hlutfallslega færri verið annað hvort fátækir eða ríkir.
Í "græðgisbólunni" fór þett að breytast, því að bæði fátækum og mjög ríkum fjölgaði strax þá.
Síðan kom Hrunið og fátækum heldfur áfram að fjölga og sumir virðast geta borist á eins og stórrikir menn.
Stór hluti millistéttarinnar, sem áður svar svo fjölmenn, er nú orðinn að hópi skuldaþræla.
Kaupmátturinn er að vísu sá sami og hann var 2002 og þá var bara ágætt að lifa á Íslandi.
En margföldun skulda heimilanna hefur sett allt á hvolt.
Mér sýnist að allstór hluti millistéttarinnar hafi það þrátt fyrir allt sæmilega gott.
Ég hef á þessu ári starfa minna vegna orðið að aka mjög oft austur fyrir fjall og flesta daga vikurnnar er bíll við bíl seinni partinn frá Selfossi til Reykjavíkur. Fullt af fólki heldur áfram að fara í sumarbústaðina sína og aldrei hefur verið meiri aðsókn á dýra jólatónleika.
Jólahlaðborðin hafa sennilega aldrei verið fleiri.
En stolt þjóðarinnar, hin fjölmenna millistétt, er stórlega laskað og biðraðirnar hjá hjálparstofnunum þjóðarskömm ofan á alla skömmina sem við höfum haft af Hruninu og aðdraganda þess.
![]() |
Telur millistéttina enda í fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.12.2010 | 12:48
Völdin spilla.
Það er ekki að ástæðulausu að Bandaríkjamenn hafa þau ákvæði í stjórnarskrá að forsetinn megi ekki sitja lengur en í tvö kjörtimabil, sama hve góður og gegn maður það er. Ástæðan er einföld og grimm: Völd spilla.
Þau hafa lúmsk og varasöm áhrif á hvern sem er og það er eingöngu undir siðferðis- og viljastyrk valdamanna komið hve vel þeim gengur að verjast þessum áhrifum.
Völdin geta spillt á ýmsa vegu, bæði þegar sömu valdamennirnir hafa setið of lengi og líka þegar þeir, sem hafa lengi verið utan kjötkatla valdanna, komast loks að.
Því miður var Hrunstjórnin skipuð þannig, að hvoru tveggja áhrifin voru sterk og erfitt að verjast þeim.
Með því að viðurkenna að völd spilli er enginn dómur lagður á það fólk, sem verður að verjast þeim fjanda. Allir eru mannlegir og enginn fullkominn.
![]() |
Fylgdu ekki eigin stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
3.12.2010 | 23:47
Af sem áður var.
Fyrir um hálfri öld var Reykjavík enn bær og það voru haldnar bæjarstjórnarkosningar.
Nöfn strætisvangastöðvanna, sem kölluðu voru upp, sögðu sína sögu, til dæmis á leiðinni til vesturs eftir Suðurlandsbraut og Laugavegi, Múli! Lækjarhvammur! Ás!
Sagt er að þýskir ferðamenn hafi þust út úr strætisvagni þegar þeir heyrðu ekki betur en að bílstjórinn kallaði: "Aus!"
Fúlilækurinn rann úr Kringlumýrinni rétt fram hjá Lækjarhvammi og til sjávar
Einstaka bæir og kot héldu velli furðu lengi víða um borgina. Búskapur var furðu lengi á Sunnhvoli við Háteigsveg og enn lengur á Klömbrum á Klambratúni.
Við Ásvallagötu hélt bærinn Melur lengi velli eftir að íbúðahúsabyggð var kominn þétt upp að honum á alla vegu og þessi litli sveitabær kominn langt inn í húsabyggðina.
Þórarinnn á Melnum vann sem hafnarverkamaður og hafði mun fleira fé en sem nam því litla sem hann gat heyjað á bæjarblettinum sínum, því að hann fékk hey annars staðar frá.
Bakarameistarafélagið hafði hænsnabú með mörg hundruð hænum langt fram eftir öldinni við braggahverfið Múlakamp og í Laugardalnum voru nokkur kot.
Á aldrinum 14-16 ára var ég með nokkrar dúfur í kofa á bakvið húsið að Stórholti 33. Nokkri fleiri strákar á mínum aldri reyndu fyrir sé með búskap af þessu tagi og við höfðum bæði gaman og gagn af.
Allt þetta gerði umhverfið, sem ég ólst upp í, að heillandi blöndu af dreifbýli og þéttbýli og ég held að það hafi haft ákaflega góð og heilnæm áhrif á unga og gamla sem lifðu í þessu lífræna umhverfi.
Nú er aðeins húsdýrahald í Laugardalnum og það er í raun gervi-húsdýrahald til sýnis í stað raunverulegs og hefðbundins húsdýrahalds þegar þar voru litlir bæir á borð við Hálogaland.
Mér finnst það umhugsunarefni að borgin skuli vera komin svo langt frá uppruna sínum að ekki megi halda skitnar fjórar landnámshænur við Hjallaveg og engin leið að finna því farveg sem allir geti við unað.
Við ættum kannski að fara skoða upp á nýtt þær reglur sem virðast miða að því að dauðhreinsa næstum borgina og svipta hana lífi og fjölbreytni.
![]() |
Fær ekki að halda hænur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2010 | 20:28
Kominn tími til að skilja hlutina.
Tengingar bóta og tekna hafa löngum verið meira en hæpnar. Þannig varð til ástand á ákveðnu tekjubili öryrkja að skattprósenta af viðbótartekjunum gat komist upp í 75%.
Kominn er tími til að lagfæra þetta og halda því verki áfram.
Stundum virðist vera talsvert skilningsleysi í gangi gagnvart kjörum og aðstæðum öryrkja og á ráðstefnu um þessi mál fyrir nokkrum árum kom það fram á broslegan hátt á ráðstefnu um kjör fatlaðra.
Talsmaður ráðuneytisins sýndi ráðstefnugestu flóknar töflur, fullar af tölum og línuritum.
Þegar hann var búinn að vera að þessu í nokkurn tíma varð hann þess var að stór hluti ráðstefnugesta náði ekki því sem hann var að segja og sýna.
Hann kallaði þá fram í salinn: "Eru einhverjir hérna sem eru ekki með á nótunum varðandi það sem ég er að sýna og tala um?"
Nokkrir menn úti í sal réttu þá upp hönd og einn þeirra svaraði: "Þetta er ráðstefna fyrir fatlaða og við erum hér nokkrir sem erum blindir eða heyrnarlausir" !
![]() |
Afnema víxlverkun bóta og tekna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2010 | 13:23
Þegar hugsað var til framtíðar.
Íslenska þjóðin lifði af hallæri, drepsóttir og eldgos öldum saman með því að ástunda hugarfar veiðimannasamfélagins, með því að nýta það sem landið gaf frá degi til dags.
Hún hafði engin tök á að hugsa til lengri framtíðar og gekk því á auðlindirnar, eyddi skógum, gróðri og dýraífi. Útrýming geirfuglsins er eitt dæmið.
Ýmsum fannst atvinnurekendur sleppa billega á sinni tíð og verkalýðurinn ekki vera nógu harður í því að sækja til þeirra beinar kauphækkanir þegar lífeyrisréttindi og bætur urðu hluti af kjarasamningum.
Í dag værum við verr stödd ef framsýnir menn hefðu ekki hugsað lengra nefi sínu fyrir tæpri hálflri öld og hafið uppbyggingu á sjóðum, sem nú koma sér vel.
Þess vegna verður líka að hafa það í huga nú að ekki sé gengið að þessum sjóðum á óábyrgan hátt, þótt gott sé að geta gripið til þeirra.
Allt of lítið er um þann hugsunarhátt enn hér á landi að líta til hagsmuna kynslóðanna, sem eiga eftir að taka við landinu.
![]() |
Markvissar leiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)