Færsluflokkur: Bloggar
Nú þegar standa launþegar frammi fyrir mikilli skerðingu kaupmáttar. Seðlabankastjóri lýsir yfir undrun yfir því ef þau dirfast að reyna að ná einhverju af þeirri miklu kjaraskerðingu, sem nú er í gangi.
Fyrir nokkrum árum náðust samningar sem fengu heitið Lífskjarasamningar.
Þeir reyndust skár en margir höfðu búist við, en spurningin er hvort aftur sé hægt að endurtaka svipaðan leik.
![]() |
Eina landið sem brást við með launahækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2023 | 21:56
Bensínstöðina við Laugaveg 180 þyrfti að færa til upprunalegs horfs.
Enn er á lífi í Reykjavík fólk, sem man eftir því sem bernskuminningu þegar bensínstöðin við Laugaveg 180 var reist.
Það sem var mest áberandi við hana var, að hún leit út eins og flugvél, sem sneri í vestur með uppsveigðum vængjum líkt og sjá má á mörgum flugvélum. (Dihedral).
Síðar var annar vængurinn rifinn af, en af af því að þessi bensínstöð er sú elsta, sem nú er lagt til að vernda, væri alveg tilvalið að breyta henni úr hinu vængbrotna ástandi í það, sem hún var í upphafi, eins og tilbúin til flugtaks.
Þótt það sjáist litt utan frá var frá upphafi rekin smurstöð í þessari byggingu, sem vel mætti athuga að gera að eins konar fornminjum.
![]() |
Leggja til friðun fjögurra bensínstöðva í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.10.2023 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2023 | 14:35
Kaldá og Kaldársel eru fágætt náttúruvætti.
Kaldá og skálinn þar eru fágætt náttúruvætti, annars vegar svæðið sjálft með stærsta ferskvatnsfall Reykjanesskagans neðanjaðrar, sem veldur því niðri við Straumsvík, að sjómenn fyrri tíma gátu ausið drykkjarhæfu vatni úr sjónum þar sem þeir voru í bátum sínum uppi við ströndina, og hins vegar Gamli skáli sjálfur, sem er svið 80 ára gamallar sögu með tengsl við tugþúsundir ungmenna og hugsjónamanna.
Mikið starf þarf að vinna til þess að rannsaka þetta fágæta vatnsfall sem hverfist um Kaldárbotna, svo að hægt verði að tryggja nægilegt rennsli Kaldár ofan jarðar, auk þess sem tilvist skálans verði tryggð, annað hvort í endurbyggri gerð eða nýjum skála.
![]() |
Skoða framtíð Gamla skála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2023 | 23:20
Fágætar formælingar og svívirðingar bæta gráu ofan á svart.
Ýmsu er fólk hér á landi vant varðandi uppátæki svonefndra ævintýramanna og ofurhuga sem hingað slæðast, en "afrek" hins þýska náttúruspellvirkja og öll framkoma hans og viðbrögð í tengslum það mál, sem rakið er í viðtengdri frétt á mbl. slá sennilega met á því sviði.
Full þörf virðist á að bregðast á viðeigandi hátt við hegðun af þessu tagi. Ef marka má myndir og dagsetningar sem þessir menn birta á facebook af hreystiverkum sínum, hefur þessi fíflagangur staðið að minnsta kosti yfir í hálfan mánuð.
![]() |
Ferðamaður tætir upp hálendið á 14 tonna trukk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2023 | 12:01
RAX; alhliða gæðingur sem listamaður á heimsmælikvarða.
Óhætt er að segja að Ragnar Axelsson sé orðinn heimþekktur fyrir einstæðar myndir sínar, einkum myndirnar um hlýnun jarðar.
Hitt vita líklega færri, að hann er hreinn snillingur á fleiri sviðum ljósmyndunar, svo sem portrett mynda, þar sem honum tekst að gæða sáraeinföld viðfangsefni næstum ólýsanlegum töfrum.
![]() |
Verk RAX á virtri sýningu í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk í svonefndum háum stððum hefur margt nokkrar milljónir á mánauði í laun. Þykir sjálfsagt, skilst manni.
Eigendur ýmissa fyrirtækja skipta með sér arði upp á milljarða á ári. Ef einhver hugsun um hagræðingu fer af stað, bregður hins vegar svo einkennilega við, að yfirleitt er það fyrsta, sem mönnum dettur í hug, er að "hagræða" af miklu hugviti með því að reka lægst launaða fólkið, og oft er notuð aðferð, sem færir verkefni þess til verktakafyrirtækja sem eru í ehf umhverfi.
Síðuhafi þekkir dæmi um slíkt þar sem niðurstaðan varð svo illa unnið starf, að skömm er að.
![]() |
Sagt upp með allt að 34 ára starfsreynslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2023 | 10:27
Sinfóníuhljómsveitin er ómissandi kjölfesta í íslensku tónlistarlífi.
Að baki Sinfóníuhljómsveitar Íslands liggur nær aldar gömul baráttusaga frumherja í íslensku tónlistarlífi. Fyrir um 90 árum fluttu nokkrir erlendir tónlistamenn til landsins, sem urðu til gríðarlegs gagns fyrir íslenskt menningarlíf og áhugamenn um tónlist börðust fyrir smíði Austurbæjarbíós eftir stríðið og síðar fyrir smíði Háskólabíós og Hörpunnar, svo að eitthvað sé nefnt.
Útvarpshljómsveitin, fyrirrennari Sinfóníuhljómsveitarinnar og síðar hljómsveitin sjálf hafa löngum þurft að þola andúð og skilningsleysi á því að hljómsveitin hafi fengið opinbera styrki til að ná þeim gæðum á alþjóðlega vísu, sem loksins náðist í nærri aldar langrri baráttu.
Hljómsveitin er ómissandi kjölfesta allrar tónlistar í landinu, jafnt klassískrar sem allrar annarrarr og því eru kjarasamningar hafi náðst fyrir hljómsveitina.
![]() |
Sinfóníuhljómsveitin samdi degi fyrir verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2023 | 09:14
Mótsögnin, sem felst oft í því sem auglýst er og því sem fæst.
Náttúra Íslands er oft auglýst sem svo einstæðu fyrirbæri í veröldinni, að hún sé helsta aðdráttaraflið fyrir ferðafólk. Það fylgir oft með að kyrrð og friður í ósnortnum víðernum sé líka heillandi.
Í þessu tvennu leynist óþægileg mótsögn, sem sé sú, að sé ferðamannafjöldinn aukinn stórlega minnka líkurnar á því að upplifa hið seiðandi mál víðernanna.
Mótsögnin getur líka átt við staði með iðandi mannlíf, svo sem birtist í mótmælum íbúa Bardelona fyrir nokkrum árum við þeim gríðarlega massatúrisma, sem keyrður væri áfram þar í borg.
Við það væri fórnað tðfrunum, sem borgin og líf fólksins þar hefðu upp á að bjóða.
Hér á landi er í gangi hæg en lúmsk tilhneiging til að reisa mannvirki af ýmsum toga sem víðast og tefla þannig töfrum hinnar ósnortnu náttúru í tvísýnu.
![]() |
5 bæir sem mælt er með að heimsækja frekar en Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2023 | 18:05
Þegar hundurinn var aðkomuhundur.
Sérkennilegt er að sjá, að það skuli talið nauðsynlegt að taka það sérstaklega fram í frétt af gæsluvarðhaldi yfir konu vegna rannsóknar á andláti karlmanns, að konan hafi verið íslensk.
Þetta minnir á litla frétt í bæjarblaði á Akureyri hér um árið þess efnið að hundur hefði bitið mann, þegar nauðsynlegt þótti að taka það sérstaklega í lok fréttarinnar, að hundurinn hefði verið aðkomuhundur.
![]() |
Konan sem sætir gæsluvarðhaldi íslensk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2023 | 23:24
Fleiri eldstöðvar að melda sig?
Leitun er að stað á hinu eldvirka svæði Reykjanesskaga sem nær alveg norður á Þingvallasvæðið, að þar séu ekki hraun og eldstöðvar.
Má orða það svo, að skaginn sé mestallur eldbrunninn og eldstöðvarnar afar fjölbreyttar.
Nýjustu skjálftasvæðin tvö eru við dyngjur; við Skjaldbreið og nú síðast í nánd við dyngju, sem kallast Heiðin há.
Svokallaðir innviðir eða mannvirki eru nánast hvergi óhult fyrir ágangi eldvirkninnar, og raunar eru eldstöðvarnar svo margar, að drjúgt verk kann að vera að reyna að kasta á þær tölu.
![]() |
Skjálftahrinan orðin kröftugri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)