Skondin staða ?

Skondin staða er uppi á auglýsingamarkaði hjá ljósvakamiðlum. Samkvæmt áliti Samkeppniseftirlitsins brýtur RUV gegn samkeppnislögum með veru sinni á markaðnum og eftirlitið tekur aðeins tillit til ríkjandi ástands á honum.

Ef RUV hverfur alveg af markaðnum nær hins vegar aðal eigandi frjálsu ljósvakamiðlanna slíkri stöðu á markaðnum að Samkeppniseftirlitið myndi líklega telja það brot á samkeppnislögum.

Um slíkt ástand getur eftirlitið hins vegar ekki dæmt fyrr en það er komið upp og gerir það því ekki fyrirfram . Skondin staða þetta?


mbl.is RÚV ekki brotið gegn samkeppnislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hefði verið gott að...

Nú hefði verið gott ef búið hefði verið að vinna þá vinnu sem Sjálfstæðismenn eiga eftir að vinna varðandi aðildarumsókn að ESB og það, hvaða samningsmarkmið Íslendingar eigi að setja ef kemur til slíkra . Þetta lagði Íslandshreyfingin til fyrir síðustu kosningar svo að tryggt væri að sem minnstur tími tapaðist í slíku ferli ef það kæmi upp.

Þótt aðstæður hafi gerbreyst síðustu mánuði hygg ég að það hefði breytt litlu um samningsmarkmiðin auk þess að fyrir lægi ítarleg niðurstaða af fyrri vinnu. Hvað um það, loksins tók risaeðlan við sér löngu eftir að búið var að stíga ofan á tærnar á henni og þá er meiri von en áður um það að vel ígrunduð niðurstaða liggi loks fyrir hjá þeim flokki sem á mestan þingstyrk þótt fylgið vanti í skoðanakönnunum.


mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama til hjálpar?

Þegar menn velta nú fyrir sér í fullri alvöru að við segjum okkur úr lögum við nágrannaríki okkar og fáum hjálp frá Obama þegar hann tekur við væri hollt að skoða þennan möguleika rækilega í stað þess að tala bara um hann út í loftið.

Obama hefur sagt að hann ætli sér að bæta samskiptin við Evrópuríkin og hafa við þau sem mest samráð.
Er líklegt að hann muni taka okkur upp á arma sína ef við ætlum að verða nokkurs konar Norður-Kórea Evrópu í augum nágrannaþjóða okkar og ganga gegn hagsmunum og vilja Evrópuþjóða?

Það er ekki nóg að kalla upp: Nú viljum við plan B. Það verður að skoða hvað plan B felur í sér. Æskilegt væri að menn reifuðu nánar hugmyndirnar um bandalög við Bandaríkjamenn, Rússa eða Kínverja og hvað gæti komið út úr þeim í raun. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig menn útfæra það.


mbl.is Evrópumálin í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengd "utanaðkomandi mál"?

Smám saman birtist hinn bitri sannleikur og fer að grilla í heildarmynd vandræða Íslands í gegnum þá þoku ósannra yfirlýsinga, sem við höfum búið við í allt haust og raunar síðan í mars. Óskhyggja og afneitun hafa ráðið för og valdið því að ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki haft neina yfirsýn yfir raunverulega stöðu okkar.

Bendi á næsta bloggpistil minn á undan þessum varðandi veruleikaflóttann sem hefur alið af sér rangar upplýsingar til þjóðarinnar svo dögum og vikum skiptir.


mbl.is Utanaðkomandi mál tefja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrakningar og veruleikaflótti Geirs.

Þegar krónan féll um 30% á skömmum tíma í mars og íslenska kauphöllin nötraði sagði forsætisráðherrann okkar að allt væri í lagi. Síðsumars tók hann undir það í hálfkæringi þegar sagt var að aðgerðaleysi hans hefði borið árangur. Í september var sagt að allt væri í lagi og IMF ekki inni í myndinni.

Í bankahrunsvikunni var því bandað frá sér að IMF kæmi til greina því að alls kyns aðrir kostir væru í stöðunni. Hvað eftir annað komu yfirlýsingar frá Geir sem reyndust ósannar eins og rakið hefur verið skilmerkilega í fjölmiðlum.

Þegar loksins var drattast til að sækja um aðstoð IMF var dag frá degi sagt að gengið yrði frá láninu "á næstu dögum".Þannig hefur það gengið í meira en mánuð.

Þegar upp kom að kröfur Breta og Frakka gætu átt þátt í drættinum hafnaði Geir því og sagði að engin tenging væri þarna á milli. Hékk lengi á því eins og hundur á roði.

Hann og aðrir létu í veðri vaka að við ættum ýmissa kosta völ um aðstoð. Loksins í gær kemur síðan upp að við erum einir í þessu máli og verðum að semja um það, Eftir stanslausan afneitunarflótta frá því í vor með tilheyrandi röngum upplýsingum til þjóðarinnar, jafnvel daglega, er málið nú komið á þennan reit.

í viðtalinu við Björgólf Guðmundsson í Kastljósi í gærkvöldi kom fram hvernig þetta hefur orðið til þess að í stað þess að góð von væri til þess að við ættum fyrir því að borga Icesafe-innlánin með eignum Landsbankans hefur hverju tækifærinu af fætur öðru verið klúðrað vegna afneitunar og veruleikaflótta.

Hann er orðinn langur listi þjóðanna sem allan þennan tíma hefur verið sagt að myndi koma okkur til hjálpar, Rússar, Norðurlandaþjóðirnar, Pólverjar og jafnvel Kínverjar.

Eftir að sá blákaldi veruleiki blasir við að aðeins Færeyingar hafa hjálpað okkur halda sumir enn í von um Rússana og Kínverjana og jafnvel að Bandaríkjamenn, upphafsmenn heimskreppunnar með "lame duck" forseta og allt á hælunum, muni koma til hjálpar svo að við getum bara gefið skít í Evrópuþjóðir og IMF.

Ég er farinn að halda að það sé eitthvað til í því sem bandaríski prófessorinn sagði að fólk, valið af handahófi úr þjóðskrá til að stjórna ferðinni, hefði ekki getað klúðrað þessu svona.


mbl.is Viðræður á viðkvæmu stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband