Tengd "utanaðkomandi mál"?

Smám saman birtist hinn bitri sannleikur og fer að grilla í heildarmynd vandræða Íslands í gegnum þá þoku ósannra yfirlýsinga, sem við höfum búið við í allt haust og raunar síðan í mars. Óskhyggja og afneitun hafa ráðið för og valdið því að ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki haft neina yfirsýn yfir raunverulega stöðu okkar.

Bendi á næsta bloggpistil minn á undan þessum varðandi veruleikaflóttann sem hefur alið af sér rangar upplýsingar til þjóðarinnar svo dögum og vikum skiptir.


mbl.is Utanaðkomandi mál tefja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Maður trúar ekki lengur eina einasta setningu frá þessum mönnum. Ríkisstjórnin á að segja af sér sem fyrst. Gosanefið er orðið ansi langt.

Úrsúla Jünemann, 14.11.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta fólk er búið að ljúga svo illa að okkur að mér verður flökurt.  Lygakeppni stjórnmálamanna verður að ljúka. Þið hafið allir með tölu unnið.  Hérna í Svíþjóð er hlegið að Íslendingum. Við höfum, við harðdugleg þjóðin - við höfum verið gerð að aðhlátursefni annara þjóða af stjórnmálamönnum og bankavesírum íslenskum. 

Þetta er hryggilegra en orð fá lýst!

Ég krefst utanþingsstjórnar!

Baldur Gautur Baldursson, 14.11.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Geir „læt segja mér það tvisvar“ Haarde er annað hvort illa upplýstur eða ósannsögull. Hvorugt gott í hans stöðu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.11.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband