Hrakningar og veruleikaflótti Geirs.

Þegar krónan féll um 30% á skömmum tíma í mars og íslenska kauphöllin nötraði sagði forsætisráðherrann okkar að allt væri í lagi. Síðsumars tók hann undir það í hálfkæringi þegar sagt var að aðgerðaleysi hans hefði borið árangur. Í september var sagt að allt væri í lagi og IMF ekki inni í myndinni.

Í bankahrunsvikunni var því bandað frá sér að IMF kæmi til greina því að alls kyns aðrir kostir væru í stöðunni. Hvað eftir annað komu yfirlýsingar frá Geir sem reyndust ósannar eins og rakið hefur verið skilmerkilega í fjölmiðlum.

Þegar loksins var drattast til að sækja um aðstoð IMF var dag frá degi sagt að gengið yrði frá láninu "á næstu dögum".Þannig hefur það gengið í meira en mánuð.

Þegar upp kom að kröfur Breta og Frakka gætu átt þátt í drættinum hafnaði Geir því og sagði að engin tenging væri þarna á milli. Hékk lengi á því eins og hundur á roði.

Hann og aðrir létu í veðri vaka að við ættum ýmissa kosta völ um aðstoð. Loksins í gær kemur síðan upp að við erum einir í þessu máli og verðum að semja um það, Eftir stanslausan afneitunarflótta frá því í vor með tilheyrandi röngum upplýsingum til þjóðarinnar, jafnvel daglega, er málið nú komið á þennan reit.

í viðtalinu við Björgólf Guðmundsson í Kastljósi í gærkvöldi kom fram hvernig þetta hefur orðið til þess að í stað þess að góð von væri til þess að við ættum fyrir því að borga Icesafe-innlánin með eignum Landsbankans hefur hverju tækifærinu af fætur öðru verið klúðrað vegna afneitunar og veruleikaflótta.

Hann er orðinn langur listi þjóðanna sem allan þennan tíma hefur verið sagt að myndi koma okkur til hjálpar, Rússar, Norðurlandaþjóðirnar, Pólverjar og jafnvel Kínverjar.

Eftir að sá blákaldi veruleiki blasir við að aðeins Færeyingar hafa hjálpað okkur halda sumir enn í von um Rússana og Kínverjana og jafnvel að Bandaríkjamenn, upphafsmenn heimskreppunnar með "lame duck" forseta og allt á hælunum, muni koma til hjálpar svo að við getum bara gefið skít í Evrópuþjóðir og IMF.

Ég er farinn að halda að það sé eitthvað til í því sem bandaríski prófessorinn sagði að fólk, valið af handahófi úr þjóðskrá til að stjórna ferðinni, hefði ekki getað klúðrað þessu svona.


mbl.is Viðræður á viðkvæmu stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Má ég biðja þig að botna, fyrriparturinn varð til við akstur.

 Geir ei meir í krepputíð

eg keyr og eir ei lengur.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.11.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er hreinn viðbjóður!  Burt með Geir, burt með Davíð og allt hyskið! 

Baldur Gautur Baldursson, 14.11.2008 kl. 12:07

3 identicon

Vissulega er tímabært að hreinsa út hyskið... en það er þó víst eitt þeim til málsbóta.

Í svona klikkuðu efnahagskerfi eins og heimsbyggðin býr við í dag, þar sem verðmæti fyrirtækja fer eftir trú spákaupmanna á stjórnun og rekstrar aðilum þess (sem er btw ástæða þess að allar þjóðir heims lenda í erfiðleikum, sem væri ekki mögulegt ef verðmæti byggði á raunverulegum eignum og rekstrargrundvelli)

 Í svona umhverfi þá hefur það eitt að viðurkenna vanda einhvers fyrirtækis beinlínis þau áhrif að vandinn margfaldast... því get ég skilið allt leynimakkið en að öðru leiti hafa þessir menn vissulega klúðrað flestu sem klúðra mátti.

Stefán Örn Steinþórsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband