Roosevelt-Churchill-Obama, glapræði?

Stjórnarsinnar segja að það sé glapræði að kjósa næsta vor, átta mánuðum eftir hrun bankanna. Jæja?

Var það glapræði hjá Bretum að setja Chamberlain af og koma Churchill til valda átta mánuðum hefur að seinni heimsstyrjöldin hófst? Churchill hafði varað við stefnu Breta gagnvart Hitler og barist gegn henni í fimm ár og hafði rétt fyrir sér

Var það glapræði hjá Bandaríkjamönnum að skipta um flokk í ríkisstjórn og kjósa Roosevelt árið eftir að kreppan mikla hófst?

Er það glapræði hjá þeim að skipta um flokk í ríkisstjórn og kjósa Obama nánast á meðan versta kreppa í átta áratugi er að dynja yfir?

Ætli glapræðið felist ekki í því að láta sem ekkert sé og hafa þá áfram við völd, sem höfðu rangt fyrir sér í stað þess að fela þeim völd sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann?

 


mbl.is Kosningar væru glapræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðahaldið í eftirlaunaósómann.

Með ólíkindum er hvílíku dauðahaldi ráðamenn halda í eftirlaunaósómann. Til þess að reyna að fela þetta spila þeir út launalækkun sinni, sem út af fyrir sig er allt gott að segja um. En á hinn bóginn er ekki annað að sjá en að breytingar á eftirlaunafrumvarpinu miði að því að halda eftir sem mestu af þeim siðlausu hlunnindum sem eftir sem áður verða límdar við topp valdapýramídans ef þetta nær í gegn.

Það eru fimm ár síðan eftirlaunaósóminn var keyrður á methraða í gegn á Alþingi, á nokkrum dagstundum. Krafa hins venjulega kjósanda hlýtur að vera einföld. Dragið þessa mismunun alla til baka á sama methraða!

Það er búið að taka fimm ár að fá þetta fólk til að gera eitthvað í málinu og 20 mánuði til þess að komast sérstaklega að niðurstöðu sem er engan vegin boðleg.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert vetrarhlé náttúruspjallanna.

Var að koma til Akureyrar frá Kárahnjúkum á leið suður með gamla skrjóðinn sem ég hef notað til að draga Örkina. Því hefur verið frestað, hugsanlega til næsta sumars, að drekkja sjö ferkílómetrum fagurs lands undir Kelduárlón.

Það lón og Hraunaveita öll, með fjórum stíflum, þar af tveimur meðal þeirra stærstu á landinu, auk sjö kílómetra löngum jarðgöngum, mun ekki framleiða eitt einasta kílóvatt vegna þess að hlýnun loftslags gerir óþarfa þessa veitu með drekkingu lands og uppþurrkun fjölda fossa.

Sigling Arkarinnar frestast þar með.

En þar með verður ekki hlé á náttúruspjöllum fyrir álverin. Ég fór fyrir rælni upp að Leirhnjúki og viti menn, - er ekki verið þar á fullu skammt frá Leirhnjúki og ferðamannaplaninu við hann að bora borholu, þá fyrstu af mörgum sem á að bora í norður frá þessari borholu í landi, sem hallar á móti Leirhnjúki og nefnist Vítismór.

Þar með er hafin eyðilegging svæðis, sem tekur sjálfri Öskju fram að verðmæti sem staður, þar sem geimfarar vilja æfa sig og hægt er að sýna sköpun jarðar betur en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.

Svörin sem ég fæ eru þau að á skipulagi hreppsins sé þetta skilgreint iðnaðarsvæði. Ekki minnist ég þess að mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram. Hafi svo verið er það hörmulegt hneyksli og skömm og farið leynt.

Ég hef farið margar ferðir um þetta svæði í sumar til að taka ljósmyndir og kvikmyndir fyrir heimildarkvikmynd um svæðið, eina af fimm myndum sem ég hef í smíðum vegna hernaðar vélaherdeilda stóriðjunnar gegn náttúrgersemum Íslands.

Myndin um Gjástykki-Leirhnjúk er fremst í forgangsröðinni en hvernig ég ætla að klára þessar myndir veit ég ekki. Nógir peningar eru til til að halda vélaherdeildunum gangandi en engir til að veita upplýsingar um hernaðinn gegn landinu.


Fyrirboðinn.

DeCODE ævintýrið var nokkurs konar fyrirboði þess sem hefur gerst undanfarna mánuði. "Tær snilld" voru orðin sem voru notuð yfir það allt, líkt og Icesafe reikningana síðar meir. Vísindastarf Kára Stefánssonar stendur fyrir sínu en hin "tæra snilld" fjármálagrunnsins hefur kostað margan mikið fé. Og á tímabili var ætlunin að ríkið ábyrgðist þetta allt.

mbl.is Gengi bréfa deCODE aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband