Arfur frá frummanninum.

Það að ríkir menn seiði til sín konur og heilli þær er eitt elsta fyrirbrigðið í mannlegu eðli og á rætur að rekja allt aftur til frummanna, apa og dýra samkvæmt rannsókn fyrir 20 árum, sem leiddi í ljós að ástæða þess að hermenn heilla konur er sú að í eðli konunnar sé tilhneiging til að halla sér að karlmönnum með vald til að verja þær og börnin.

Aldur skipti minna máli. Byssa og hermannabúningur sé tákn um vald. Svipað gildir þá væntanlega um ríka menn og fræga.

Auk þess sé þetta ráðstöfun náttúrunnar til að tryggja að þeir, sem skari fram úr, auki frekar kyn sitt en aðrir.

Enn ein rannsóknin hefur leitt í svipað í ljós, sem sé að karlar sem njóta velgengni séu ákafari í ástamálum og kynlífi en aðrir.

Svo aftur sé vikið að fyrstnefndu rannsókninn,i sem var aðalgrein Time hér um árið, útskýrði hún "gráa fiðringinn" hjá karlmönnum. Karlmaðurin sækist nefnilega eftir konu sem er ung og hraust og því líklegri til að ala af sér hraust börn og annast þau en eldri konur.


mbl.is Ríkir menn betri í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert nýtt í umhverfismálum.

Nýkjörinn formaður Framsókinarflokksins virðist ekki hafa neitt nýtt að boða í umhverfismálum annað en gömlu frasana um að "virkja í sátt við náttúruna", en það er nákvæmlega það sem flokkurinn hefur talið sig vera að gera undanfarinn áratug, - Kárahnjúkavirkjun meðtalin.

Sigmundur Davíð lagði meira að segja áherslu á að vinna vegna áætlana um nýs verksmiðjurekstrar gengi of hægt. Nefndi að vísu dæmi um verksmiðjurekstur, sem hefði verið mun skárri en álver en að öðru leyti gerði hann ekki undantekningar, til dæmis varðandi óánægju flokksfólks hans á norðausturlandi vegna mats á umhverfisáhrifum virkjana vegna álvers á Bakka.

Sigmundur sagði að Framsóknarflokkuriknn legði áherslu á landgræðslu og skógrækt en hvergi örlar á nýrri sýn varðandi beit á afréttum landsins, sem sumir hafa ekki verið beitarhæfir.

Þegar Steingrímur Hermannsson varð landbúnaðarráðherra fyrir þrjátíu árum lagði hann til að beit afrétta yrði löguð eftir ástandi þeirra og bændum hjálpað til þess. Hann segir í ævisðögu sinni að bændasamtökin og landsbyggðarþingmenn hafi strax beitt öllu afli sínu til að kæfa þessar skynsamlegu hugmyndir í fæðingu.

Ekki er hægt að sjá annað en að Framsóiknarflokkurinn verði áfram flokkur kvóta og ósjálfbærrar orkunýtingar með tilheyrandi náttúruspjöllum.

Hugsanlega verður til lítils að skipta í andlit í forystunni ef hinir nýju forystumenn verða fangar gömlu hagsmunanna sem ráða ferðinni í flokknum.

P. S. Nú sé ég og heyri í Kastljósi að Sigmundur Davíð er eindreginn fylgjandi risaálverunum í Helguvík og á Bakka og segir þau hafa lítil umhverfisáhrif. Mikið vildi ég óska að hann kynnti sér eðli virkjananna, umfang og spjöll af þeirra völdum jafn vel og hann hefur kynnt sér húsafriðunarmál.


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei,hvað segið þið, "eitthvað annað" ?

Eitt höfuðeinkenni þenslutímans, sem hófst með Kárahnjúkavirkjun, var alltof hátt gengi krónunnar sem viðhélt þenslu og framkvæmdum og eyðilagði fyrir öðrum möguleikum til atvinnusköpunar, - ruddi öllu öðru frá.

Stóriðju-, virkjana- og þenslufíklarnir, sem réðu þessari feigðarför, hrópuðu háðslega að þeim sem andmæltu græðgisstefnunni: "Það þýðir ekkert fyrir ykkur að benda á "eitthvað annað !"

Þeir sem réðu ferðinni í spilavíti íslensks efnahagslífs gáfu sjálfum sér nær óvinnandi forskot með því að raða háspilum hágengis krónunnar og dæmalausrar skuldasöfnunar á eigin hendi og hæddust síðan að þeim sem þeir ýttu í burtu og beittu í raun rangindum.

Um þetta gilti eins og í ljóði Steins Steinars: "Það er nefnilega vitlaust gefið."

En nú er spilavítið hrunið og nýtt landslag og möguleikar að birtast til byggingar annars konar starfsemi á rjúkandi rústunum.

Í kreppunni miklu á fjórða áratugnum kom Roosevelt fram með stefnuna "New Deal", nýja uppstokkun spilanna. Það þarf að gerast nú á öllum sviðum.


mbl.is Ísland eitt það heitasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilan sem ekki vinnst með stríði.

Hvorugur deiluaðilinn, Ísraelsmenn eða Palestínumenn, geta unnið sigur í deilu sinni með hervaldi.

Þótt Ísraelsmenn hafi margfalda hernaðarlega yfirburði eins og sést á mannfallinu, 100 á móti 1, geta þeir ekki sigrað með hervaldi nema að ganga enn harðar að Palestínumönnum en þeir hafa gert hingað til og beita aðferðum í ætt við þær sem nasistar beittu gegn Gyðingum á sinni tíð.

Með hverri hernaðaraðgerð á borð við þá sem þeir hafa beitt undanfarnar vikur, auka þeir hatur Palestínumanna og minnka þannig líkur á að þeir gefist upp eða semji. Þvert á móti harðna Hamas-menn og íbúar á Gasa í andstöðunni eftir því sem Ísraelsmenn ganga harðar fram.

Palestínumenn geta ekki unnið sigur á ofureflinu með hervaldi. Eina leiðin til friðar er í gegnum samninga sem þó fást ekki fram nema að Bandaríkin og umheimurinn setji þau skilyrði sem duga til að knýja fram lausn og leggi fram mannafla og aðstoð til að viðhalda friðnum og hefja uppbyggingarstarf.


mbl.is Hóta að vopna Hamas að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarga karlarnir ?

Er hægt að leita skýringa á því að það eru ungir karlar sem ætla að bjarga Framsóknarflokknum ? Hvers vegna rýrnar hlutur kvenna í forystu flokksins þegar viðleitni er til að hressa hann upp ?

Gæti skýringin verið sú að þær tvær konur, sem hafa verið í forystunni og ráðherraliðinu hafa verið "þægar" ?

Siv Friðleifsdóttir var "þæg" þegar hún úrskurðaði um Kárahnjúkavirkjun til að vera í náðinni.

Valgerður Sverrisdóttir var stórkarlalegri í stóriðjuæðinu en nokkur karl hefði getað orðið.

Engar konur virðast í sjónmáli í flokknum sem geta komið í staðinn fyrir Siv og Valgerði hvað völd snertir en gætu jafnframt haft meiri áhrif til breytingar á stefnunni en þær stöllur.

Þetta verður vandi flokksins. Nú rís upp fjöldi kvenna sem lætur að sér kveða vegna nauðsynjar á endurreisn og umbyltingunni sem hið nýja Ísland krefst. Þær konur eru ekki við stjórnvölinn í Framsókn og það eitt dregur úr aðdráttarafli flokksins, hvernig sem stefnan verður.


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband