Nei,hvað segið þið, "eitthvað annað" ?

Eitt höfuðeinkenni þenslutímans, sem hófst með Kárahnjúkavirkjun, var alltof hátt gengi krónunnar sem viðhélt þenslu og framkvæmdum og eyðilagði fyrir öðrum möguleikum til atvinnusköpunar, - ruddi öllu öðru frá.

Stóriðju-, virkjana- og þenslufíklarnir, sem réðu þessari feigðarför, hrópuðu háðslega að þeim sem andmæltu græðgisstefnunni: "Það þýðir ekkert fyrir ykkur að benda á "eitthvað annað !"

Þeir sem réðu ferðinni í spilavíti íslensks efnahagslífs gáfu sjálfum sér nær óvinnandi forskot með því að raða háspilum hágengis krónunnar og dæmalausrar skuldasöfnunar á eigin hendi og hæddust síðan að þeim sem þeir ýttu í burtu og beittu í raun rangindum.

Um þetta gilti eins og í ljóði Steins Steinars: "Það er nefnilega vitlaust gefið."

En nú er spilavítið hrunið og nýtt landslag og möguleikar að birtast til byggingar annars konar starfsemi á rjúkandi rústunum.

Í kreppunni miklu á fjórða áratugnum kom Roosevelt fram með stefnuna "New Deal", nýja uppstokkun spilanna. Það þarf að gerast nú á öllum sviðum.


mbl.is Ísland eitt það heitasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já Ómar sprotarnir áttu litla möguleika á að vaxa í þensluni. Ég sem einn af þessum stóriðjusinnum veit vel af þessum galla á Uppgangnum sem var þegar framkvæmdagleðin var sem mest. Það var reyndar alltaf vitað að samdráttur myndi fylgja þegar dregið yrði úr þessum framkvæmdum.

Það bjóst hinsvegar enginn við þessari kollsteypu. Mér sárnar hinsvegar þegar menn kenna stóriðjuni um kreppuna því mér finnst hún ekki vera sökudólgur. Ef þú hinsvegar veist um einhvern arðbæran sprota sem hægt er að setja upp á Stöðvarfirði væri ég til í að skoða það, því ég á ónotað atvinnuhúsnæði þar.

Offari, 19.1.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Fjár)Rétt hjá þér Ómar..

Sigríður B Svavarsdóttir, 19.1.2009 kl. 15:34

3 identicon

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá voru það stóriðjusinnarnir sem voru sífellt að benda á "eitthvað annað". Sem sagt stóriðjuna, í stað þess að vilja hlú að þeim mörgu atvinnugreinum sem voru fyrir og hafa gefist okkur vel í gegn um tíðina.

Sérfræðingar alþjóða gjaldeyrissjóðsins hafa sagt að stóriðjustefnan hafi verið upphafið að þeirri óhóflegu skuldasöfnun sem við núna súpum seyðið af.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Á hverju lifðum við áður en álæðið hófst? Hvernig komast Danir af án álframleiðslu? Og allar hinar þjóðirnar? Kárahnjúkavirkjun er versta umhverfisslys Íslandssögunnar og mun einnig verða okkur þung í skauti af öðrum ástæðum. Vonandi högum við okkur á skynsamlegri hátt þegar búið verður að taka ærlega til á þessu blessaða skeri.

Sigurður Sveinsson, 19.1.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Offari minn góður. Ef búið væri að virkja allar ár og jarðhita hérlendis og komnir heljarinnar raflínustaurar úti um allar koppagrundir, myndu þá Íslendingar sitja með hendur í skauti og skæla frá sér allt ráð og rænu?!

"Hnípin þjóð í vanda. Nú er ekkert hægt að gera lengur á Íslandi. Hér geta ekki búið fleiri en 400 þúsund manns. Búið að virkja allt sem hægt er að virkja."

Heldurðu nú að Íslendingar verði þá ekki að virkja kollinn í sjálfum sér, eins og til dæmis Danir hafa gert? Þar búa um 5,5 milljónir manna en hversu mörg fallvötn eru þar og Kárahnjúkavirkjanir? Eftir rúman mannsaldur verða allir jöklar á Íslandi að öllum líkindum horfnir, nema þriðji stærsti jökull í heimi, Vatnajökull, en hann verður trúlega horfinn eftir tvær aldir.

Þá verða engar jökulár eftir á Íslandi. Hvað á þá að gera við allar raflínurnar, raflínustaurana og virkjanir hér í jökulám? Þar að auki fyllast öll uppistöðulón í jökulám smám saman af jökulaur. Hversu mikið rafmagn kemur frá þessum virkjunum þegar jökulárnar eru horfnar?

Í kollinum á þér er hins vegar nóg af rafmagni, sem getur kveikt á perunni hjá þér, enda þótt ég reikni nú ekki með að hún lýsi upp alla heimsbyggðina. Þú getur hins vegar ekki krafist þess að aðrir noti stöðurafmagnið í kollinum á þér til að kveikja á þinni eigin peru, hvorki á Stöðvarfirði né Rafstöðvarfirði.

Hins vegar get ég hjálpað þér af stað ef þú leggur inn á reikninginn minn eina álkrónu. Í Skíðadal í Dalvíkurbyggð notar Óskar vinur minn í Dæli gamalt fjárhús sem gistihús, til dæmis fyrir útlendinga sem koma á hverju sumri til að kanna hversu mikið Gljúfurárjökull hefur minnkað. Ferðaþjónusta bænda.

Á Klængshóli í sama dal geta bæði Íslendingar og útlendingar gist fyrir hóflegt verð og gúffað í sig lífrænu fæði, til dæmis eggjum landnámshæna. Jökull, sonur Önnu á Klængshóli, fer með Íslendinga og útlendinga í fjallgöngur og skíðaferðir. Og nýlega flutti þyrla þá í Skíðadalinn. Bergmenn Mountain Guides - Ferðalýsingar.

Og á Þverá í Skíðadal hefur búið hinn heimsfrægi brúðugerðarmaður Bernd Ogrodnik frá Þýskalandi, sem hefur gert brúður fyrir til dæmis Þjóðleikhúsið. Fræðsludeild Þjóðleikhússins.

Dalvíkingar hafa ekki eins og Húsvíkingar eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki í heimi, Goðafoss, Dettifoss, Ásbyrgi og Mývatn.

Íbúar í Dalvíkurbyggð heimta hins vegar ekki stórvirkjanir og stóriðju eins og skríllinn á Húsavík. Dalvíkingar una glaðir við sitt eins og dvergar og svarfdælskar konur hafa aldrei verið feitari. Svarfdælingar lifa af sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu.

Gjör slíkt hið sama.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 16:06

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Satt er það, Húnbogi: Glöggt er gests auga. Þeir sem neita ennþá hve slæmt áhrif þetta stórvaxna umhverfisslys fyrir austan hafði á alla efnahagsþróun hér á landi sjá bara ekki staðreyndirnar.

Úrsúla Jünemann, 19.1.2009 kl. 16:07

7 identicon

Þetta er allt hárrétt hjá Ómari. Oft þurfti maður að þola þetta. Ef ekki var hægt að benda á eitthvað annað sem gaf jafnmikið af krónum og aurum af sér eins og risavirkjun og álbræðslu þá höfðu stóriðjusinnarnir sjálfkrafa rétt fyrir sér.

Auðvitað ef farið var eftir þeirra forsendum, t.d. að meta landið sem fór undir Hálslón á nákvæmlega ekki neitt o.s.frv.

Lárus Viðar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:51

8 identicon

Offari, ég er alinn upp á austfjörðum en hef búið mikið erlendis. En þegar ég kom heim aftur þá kom ég líka með nýja sýn á það sem við höfum hérna í kringum okkur. Ég sá reyndar hversu ótrúlega rík við erum. Þá var ég ekki lengur samdauna umhverfinu og fór að sjá fegurðina í kringum okkur. Ég fór að sjá umhverfið með augum aðkomumanns. Ég sé mikkla möguleika í ferðamennsku. Bentu mér á eitthvern stað niðri í miðevrópu sem getur státað af eins mikilfenglegu útsýni eins og blasir við stöðfirðingum? Súlurnar handan fjarðarins, umhverfið kringum steðja, kambanesið og gvendarnesið. Það sem þarf er bara samvinna fólksins á staðnum. Dæmi um hvað hægt væri að gera: Sjóstög( Ferðamaðurinn fangarfiskinn, kemur í land og vinnur fiskinn og fylgir honum allaleið í eldhúsið hjá Ástu í Brekkunni og snæðir hann að kvöldi) Merkja göngu stíga um svæðið. Sæþotur og köfun. Þetta er bara nokkur atriði sem eru möguleg. Og svo er bara að þefa upp styrki innanlands og erlendis. Stöðvarfjörður hefur framtíðina fyrir sér, þó það sé tímabundin lægð núna.

Alexander (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:13

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er skemmtilegt að sjá hvað ekkasogin endast lengi út af Kárahnjúkum.  Þetta er verra en barn sem grætur að jafnaði tvisvar, fyrst þegar það meiðir sig og síðan þegar það hittir móður sína og þarf alla hennar samúð.  Þið ætlið bara aldrei að hætta þessu væli. 

Væri ekki rétt að setja upp stóra þerriklútaverksmiðju fyrir ykkur, til þess að þerra vota hvarma.

Ómar.  Hvernig er með finnsku leiðina, sem átti að bjarga öllu?  Ekkert hefur heyrst lengi frá þér um hana.  Var hún ef til vill ekki eins "brilliant" eins og þú vildir vera láta?

Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 18:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Ég hitti mömmu þína og huggaði hana þegar hún komst að því að hún hefði eignast skeggjað barn og þar að auki gráhært.

Hún ætlaði aldrei að hætta að skæla en svo brosti hún svo fallega í heila viku.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 18:35

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt var það nú ferlegt fikt,
fæddist þar svo Benedikt,
af skarfi þeim er skítalykt,
að skeina V. er ei mín plikt.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 18:57

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem.

Þú kemur ávallt með mjög viðeigandi athugasemdir. 

Þakka þér samt hlý orð í minn garð og móður minnar, en hún lést í maí 2005.

 Kveðja...

Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 19:01

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Voru þínar athugasemdir viðeigandi?!

Móðir mín er einnig horfin yfir móðuna miklu.

Hver skælir nú eins og bjáni?!

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 19:08

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hélt að ég hefði rökrætt nóg um það sem Finnar gerðu en get svo sem gert það eina ferðina enn því að í Lapplandi sést best hvernig Austfirðingar hefðu getað varið á annað hundrað milljörðum betur en í mestu hugsanlegu náttúruspjöll á Íslandi.

Finnskur blaðamaður, sem hafði sérhæft sig í umhverfismálum, rakti fyrir mér 2001 hvernig Lapplendingar hefðu varið fé sínu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem byggðist á því að selja ferðamönnum aðgang að fjórum atriðum: 1. Kulda. 2. Þögn. 3. Myrkri. 4. Ósnortinni náttúru.

Með þessu hefðu þeir uppskorið fleiri ferðamenn til Lapplands á veturna en koma allt árið til Íslands.

Hann greindi mér einnig frá því að Finnum hefði, eins og Íslendingum, látið sér detta í hug stórvirkjun með tilheyrandi verksmiðjurekstri, en horfið frá því vegna þess hve miklu minna það skilaði til þjóðarbúsins til lengri tíma litið.

Sú stórvirkjun hefði þó valdið margfalt minni náttúruspjöllum en Kárahnjúkavirkjun.

Það er lengra til Lapplands frá fjölmennustu löndum Evrópu en til Íslands, og fjarlægð Íslands því engin afsökun.

Eftir að ég ferðaðist um Lappland að vetrarlagi fyrir fjórum árum til að kynna mér málið, varð ljóst að Ísland hefur yfirburði yfir Lappland hvað snertir flest sem kemur að ferðaþjónustu.

Þeir voru með skíðamiðstöðvar í Lapplandi í fjöllum sem við myndum varla kalla því nafni.

Þeir hafa gert Lappland að heimkynni jólasveinsins og fá tugþúsundir ferðamnna þangað á þeim forsendum.

Í Lapplandi hafa þeir: Alþjóðlegan flugvöll. 2. Jólasvein. 3. Snjó. 4. Hreindýr. 5. Frosin vötn.

Á Austurlandi og á Fljótsdalsheiði hafa menn:

1. Alþjóðlegan flugvöll. 2. Þrettán jólasveina, Grýlu, Leppalúða, tröllin og álfana. 3. Snjó. 4. Hreindýr. 5. Frosin vötn. 6. Snæfell með Herðubreið, Kverkfjöll og Austfjarðafjöllin í fjarska.

Eftir stríð sendu evrópsk börn bréf til jólasveinsins á Íslandi. Þetta var talin byrði fyrir okkur og við sáum ekkert nema fyrirhöfn í þessu en hins vegar framtíðina í fleiri álverum.

Nú hafa Finnar stolið jólasveininum af okkur.

"Finnska leiðin" í orku- og atvinnumálum fólst einnig í því að efla þekkingariðnað sem byggði á menntun og hugviti.

Ég hef frá upphafi verið að reyna að lýsa þeirri leið, en andstæðingarnir alltaf reynt að rugla því saman við þau hrikalegu mistök í félagsmálum sem Finnar gerðu, kallað það "finnsku leiðina" og reynt að klína henni á mig.

Þetta er svona álíka og að segja að þeir, sem bendi á "ísraelsku leiðina" sem byggist á því að láta hugvit og tækni landsbúa taka við sem meginstoð hagkerfisins í stað landbúnaðar, séu að breiða út trú á "ísraelsku leiðina" sem felst í svívirðilegum hernaði á Gasa.

Ómar Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 20:42

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meira að segja jólasveinninn Halldór Ásgrímsson er farinn af landi brott.

Situr í Kaupinhafn og étur þar á sig gat á kostnað almennings, að vanda.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 20:56

16 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta atriði er maður búinn að tala um árum saman. Gæti ekki verið meira sammála. Verst að stjórnvöld komust upp með að slá ryki í augun á fólki eins lengi og þau gerðu.

Þau eru enn að ljúga og breiða yfir. Lítið hlé.

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.1.2009 kl. 22:13

17 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Það er til sölu núna ryksuga á Vörutorgi (Vöru-Orgí) sem heitir "Auto-Cleaner, kannski hún gæti dugað fyrir þau sem ekki hafa enn náð rykinu úr augunum   Hún er á tilboðsverði, kostaði áður um 60.000 kr en kostar núna 29.999 kr eða þar um bil, eflaust hægt að borga með V I S A.  Passa bara að soga ekki augnasteinana úr augnbotnunum.

Máni Ragnar Svansson, 19.1.2009 kl. 23:09

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

1. Þú ert alltaf við sama heygarðshornið Ómar.  Þeir fjármunir sem þú tönglast stöðugt á til í annað verkefni en virkjanir, voru ekki til, en fengust að hluta til að láni vegna þess að fyrirfram var búið að selja “afurðina” frá virkjununinni og þurfti þar af leiðandi ekki að fara í stífa markaðssetningu, sem er eitt erfiðasta verkefnið í sprotafyrirtækjum.

2. Það vill svo til, að finninn sem var prímus mótor í jólasveinaævintýrinu í Rovaniemi, er kunningi minn.  Það ævintýri er orðið nær þrjátíu ára, svo það er ekki sanngjarnt að segja að finnar hafi stolið jólasveininum.  Mér sýnist öllu heldur að þú ætlir að reyna að stela honum af finnunum.

3. Svona rétt til að upplýsa það, þá eru Mývetningar búnir að finna okkar jólasveinum stað í Dimmuborgum, og vona ég að það verkefni verði að stórveldi þar að lokum.

4. Þú minnist á virkjanir í Finnlandi.  Það er ef til vill rétt að hafa það í huga, að stór hluti Finnlands er mjög illa fallin til virkjana vegna þess hve landið er flatt.  Margar vatnsaflsvirkjanir eru þó á þeim stöðum sem henta til slíks og m.a. í miðbæ Tammerfors (Tampere) og Imatra, einnig fleiri borgum stórum og smáum.  Þar var í upphafi aflið nýtt til að framleiða orku til að knýja verksmiðjur sem unnu úr timbri og/eða járni.  Pappírsvinnslan, sem er talsvert mengandi atvinnuvegur, er uppistaðan í útflutningi finna.

5. Frægt dæmi er Fiskars, sem hófu starfsemi við að grafa járn úr jörðu og bræða til þess að framleiða landbúnaðartæki s.s. plóga og hefri.  Síðar framleiddu þeir sagir og axir til skógarhöggs og nú eru þeir frægastir fyrir bitjárn ýmiskonar s.s. hnífa, skæri og axir, svo eitthvað sé nefnt.  Fyrirtækið á dótturfyrirtæki sem framleiðir vinsæla smábáta, - úr áli.

6. Nokia byrjað í trjáiðnaði og notaði vatnsaflið til að vinna úr timbri.  Fjótlega fóru þeir í gúmmígeirann og fræð eru stígvélin þeirra.  Plastið var einnig á vegi þeirra og um tíma framleiddu þeir ýmiskonar varning úr plasti, sem varð svo kveikjan að kapalverksmiðju þeirra við að plasthúða koparvír.  Þá kom tímabil rafeindatækni og þeir fóru að framleiða sjónvörp. Símar Nokia komu til sögunnar löngu áður en Sovétríkin féllu, sem hafði gríðarleg áhrif á allt líf í Finnlandi og það sér í raun ekki fyrir endann á því enn.  Því er og verður eflaust aldrei svarað, hvort þróun og framleiðsla GSM síma Nokia hefði ekki komið til, þrátt fyrir fall Sovét.

7. Til að framleiða raforku í Finnlandi eru a.m.k. fimm kjarnorkuver til að sjá ört vaxandi iðn- og tækniríki fyrir raforku og auk þess er í Ingå (Inkoo) stórt kolaraforkuver, sem brennir 180.000 tonnum á sólahring þegar kaldast er og framleiðir 250-300 MW og er áformað að loka því 2016.  Þá þarf að finna nýa leið til að framleiða rafmagn, þá kemur til greina að byggja enn eitt kjarnorkuverið.
http://www.yle.fi/svenska/nyheter/sok.php?id=141007&lookfor=&sokvariant=arkivet&advanced=yes&antal=10

8. Raforkuverið í Ingå er um 50 km í loftlínu frá miðborg Helsingfors.  Þegar ég hef verið að fljúga með finnskan mág minn um hálendi Íslands að vetri til, dáist hann af hvíta snjónum sem við höfum hér.  Hann býr í um 10 km fjarlægð frá Ingå og þar er snjórinn alltaf grár af kolasallanum, - aldrei hvítur. Sama sinnis er finnski kunningi minn, sem ég minntist á hér að framan.  Báðir öfunda okkur mikið af hreina loftinu, hvíta snjónum og vatnsaflsstöðvunum sem við höfum.

9. Í lokin vara ég mjög við þeim áróðri, að vera stöðugt að klifa á því, að það sé ekki hægt að vera með aðra starfsemi s.s. í ferðaþjónustu og  menntageiranum, þegar búið er að virkja fallvötn og/eða byggja álver.  Sjálfur er ég þáttakandi í verkefni sem getur, ef vel gengur, spunnið talsvert utan um sig og krefst þáttöku einstaklinga með sérhæfða menntun. Ferðaþjónustan á eftir að eflast og dafna á Austurlandi, ekki síst vegna þeirrar vegalagningar sem ráðist var í vegna, og eingöngu vegna virkjunar við Kárahnjúka.  Menntastofnanir hér á Austurlandi eru smátt og smátt að dafna, ekki síst vegna fóklksfjölgurnar á mið-Austurlandi.  Hver er ástæðan fyrir þeirri fjölgun.  Jú, - álver á Reyðarfirði. 

10. Til þess að eitthvað sé hægt að gera af viti í sprotafyrirtækjum núna í kreppunni, þarf að salta í a.m.k. þrjú ár "eftirlitsiðnaðinn" í heild sinni og rýmka allar reglur til þess að hægt sé "að gera eitthvað annað".  Þessi endalausa ríkisrekna forræðishyggja, er búin að drepa mörg fyrirtæki í fæðingu og gera öðrum nær ómögulegt að starfa.

Benedikt V. Warén, 20.1.2009 kl. 10:09

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Þrátt fyrir samtals tvö hundruð milljarða króna framkvæmdir ríkisins og Alcoa á Austurlandi undanfarin ár fjölgaði íbúum þar einungis Í TVEIMUR sveitarfélögum AF NÍU á síðastliðnu ári.

Sjávarútvegur er hins vegar stundaður í nær öllum sjávarþorpum á landinu og veruleg lækkun krónunnar undanfarið kemur þeim öllum til góða, þrátt fyrir miklar skuldir sjávarútvegsins, en skuldir Landsvirkjunar einnar, sem er í eigu ríkisins, voru um 455 milljarðar króna á núverandi gengi um mitt síðastliðið ár.

Hátt verð í erlendri mynt hefur fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir undanfarin ár. Landsvirkjun fær hins vegar mjög lágt verð fyrir raforku til álvera og verðið hefur lækkað mikið undanfarið, þar sem raforkuverðið er tengt heimsmarkaðsverði á áli sem lækkaði um 56% síðustu sex mánuðina í fyrra.

Gengi krónunnar var alltof hátt skráð undanfarin ár, meðal annars vegna ofþenslunnar sem hinar gríðarlega miklu framkvæmdir við Kárahnjúka ollu. Þar af leiðandi fengu sjávarútvegsfyrirtækin alltof lágt verð í krónum fyrir afurðir sínar og þau söfnuðu skuldum. Og að sjálfsögðu liðu öll íslensk sjávarþorp fyrir það með of lágum launum og fólksfækkun.

Og gríðarleg lækkun krónunnar síðastliðið ár kemur að sjálfsögðu einnig ferðaþjónustunni hér og þar af leiðandi ALLRI landsbyggðinni til góða en ekki örfáum byggðarlögum, eins og raunin varð með álverið í Reyðarfirði.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 15:42

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Róm var ekki byggð á einum degi, fjölgunin kemur ekki fram strax,  - en hún kemur.  Enn er rót á starfsmönnum, sumir búa utan fjórðungs og sækja vinnu hingað austur, einskonar farandverkamenn.  Aldrei var reiknað með að allur fjórðungurinn mundi verða þeirrar gæfu aðnjótandi að uppskera fjölgun, en varnarsigur vannst, að geta dregið úr flóttanum hjá mörgum þeirra.

Það er einnig athyglivert að enn skuli vera til þeir einstaklingar, sem í skjóli mestu hamfara íslandssögunnar í fjármálageiranum, skuli enn trúa því eins og nýju neti, að virkjun Kárahnjúka hafi eitt og sér haldið uppi þenslu í landin.  Sérhver er nú aldeilis barnatrúin.   Hvernig getur það verið?  Starfsmenn voru fluttir á svæðið á maðan á verki stóð og fóru síðan heim að veki loknu.  Voru þeir yfirborgaðir?  Hækkað verðlag vegna þess?

Það hentaði hins vegar málpípum bankanna að benda á Kárahnjúkana, á meðan þeir fóru ránshendi um fjármálaheiminn, ljúgandi og svíkjandi út fé.  Á meðan þeir bjuggu til skúffufyrirtæki með verðlausum pappírum og tóku lán í bönkunum til að kaupa í bönkunum sjálfum með veði í eigin hlutabréfunum.  Eru menn alveg staurblindir? 

Það var einnig byggt í Reykjavík þannig, að nú þarf ekki að byggja þar hús næstu 20 árin, svo geist var farið í útlánum.  Þar var "gamblað" með þúsundir milljóna. 

Það er fjármagnið þem hélt uppi þenslunni, ekki þessar skitnu rúmu hundrað milljónir sem fóru í arðbæra starfsemi á Austurlandi. 

Benedikt V. Warén, 20.1.2009 kl. 17:43

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Meðalkaupverð hvers fermetra í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 103% frá og með árinu 2003 til og með 2008, úr 129.268 krónum, í 262.503 krónur, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Á Austurlandi hækkaði meðalkaupverð hvers fermetra í íbúðahúsnæði hins vegar um 121% á sama tíma, úr 52.304 krónum í 115.533 krónur, eða 18% meira en á höfuðborgarsvæðinu.

En meðalkaupverð á hverjum fermetra í íbúðarhúsnæði á öllu Austurlandi hefur að sjálfsögðu ekki hækkað um 121% síðastliðin sex ár.

Og margir íslenskir iðnaðar- og byggingaverkamenn verða atvinnulausir á næstunni, þar sem hér voru fluttir inn þúsundir erlendra iðnaðar- og verkamanna undanfarin ár til að byggja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á alltof skömmum tíma.

En að sjálfsögðu mun fólk að lokum búa í öllum þessum íbúðum og margar þeirra verða leigðar út á næstunni, enda sárvantaði leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Og húsaleiga hefur lækkað mikið þar undanfarna mánuði. En hún hækkaði á þessu svæði eins og verð á húsnæði um 100% síðastliðin sex ár, á sama tíma og vísitala launa hækkaði um 46%.

En þúsundir unnu við að byggja Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði. Allt að 1.800 manns unnu við byggingu álversins frá árinu 2004 til 2007.
Eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, byggingaverkamönnum og fleira starfsfólki var því gríðarleg, sem olli miklum launahækkunum í öllu þjóðfélaginu.

Við búum í einu minnsta þjóðfélagi heims og að sjálfsögðu valda slíkar stórframkvæmdir mikilli þenslu í þjóðfélaginu á sama tíma og miklar framkvæmdir eru í gangi annars staðar á landinu.

Og 146 milljarða króna framkvæmdir frá árinu 2003 við Kárahnjúkavirkjun eina og einn milljarð Bandaríkjadala við álverið á Reyðarfirði, samtals um 200 milljarða króna framkvæmdir á þávirði, hefðu að sjálfsögðu einnig valdið þenslu í þjóðfélaginu
, enda þótt bankarnir hér hefðu ekki veitt alltof há lán til íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma.

Þenslan hefði hins vegar orðið minni en ella, rétt eins og hún hefði einnig orðið minni ef Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið byggð en bankarnir veitt þessi lán.

Það sem mestu máli skiptir er hins vegar árangurinn, niðurstaðan, og hún er sú að þúsundir manna eru að missa hér íbúðirnar sínar og íbúum á Austurlandi FÆKKAÐI í SJÖ sveitarfélögum AF NÍU í fyrra.


Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:
"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.

Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda. Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands."

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 18:22

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tók sérstaklega fram að Kárahnjúkavirkjun hefði verið upphafið að þenslunni.

Íslendingar höfðu þrjátíu ár út af fyrir sig til að nýta sér jólasveininn einir áður en Finnar tóku hann ahf okkiur. Ég nefni þetta sem dæmi um það hvernig blind verksmiðjutrú hefur rutt flestu öðru frá hér landi, einkum í hugsunarhættinum, allt til þessa dags.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 20:03

23 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er gott að trúa í blindni á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, hann er að leggja heimili og atvinnulífið í rúst á Íslandi með kröfu um háa stýrivexti.  Flestir hagfræðingar heimsins eru ósammála þessu mati, t.d. í Bandaríkjunum eru stýrivextir brot úr prósenti.  Ef þeir könnuðu  Kárahnjúkamálið eftir öðrum leiðum, en að lesa Draumalandið kæmust þeir einnig að annari niðurstöðu.

Blind verskmiðjutrú er ekki til á Austurlandi.    Það er verið að vinna að mörgum úrlausnum á mörgum sviðum.  Ef þú Ómar, værir ekki alltaf eins og spýtulaus raketta á svæðinu, gæti ég prívat og persónulega farið yfir ýmsa hluti hér með þér og upplýst. 

Ómar, jólasveinarnir eru í Dimmuborgum, - þú mannst.  Ég var að benda á það hér fyir ofan.  http://visitmyvatn.is/forsida  Það var enginn farinn að hugsa um að markaðssetja jólasveininn á Íslandi fyrir þrjátíu árum, nema Gerður í Flónni.  Enginn hafði hugmyndaflug fyrir Fljótsdalsheiðinni þá, - ekki einu sinni þú Ómar.

Þegar farið var í Kárahnjúka, var ekkert í spilunum með stór opinber verkefni og iðnaðarmenn áttu að fá þar vinnu vegna þess að öllum stórum verkum var lokið um það leiti.  Þetta vita þeir sem ekki eru þjakaðir af gullfiskaminni. 

Það hentaði hinsvegar bönkunum í áhlaupi sínu á Íbúðalánsjóð, að fara af stað samhliða í Reykjavík með hvert stórverkefnið á fætur öðru og lána vinstri hægri til byggingaverktaka og einstaklinga.  Ingibjörg Sólrún kom síðan á útboðskerfi lóða, sem hækkuðu ótæpilega í framhaldinu.  Hvað er að gerast núna, sveitarfélög, sem fylgdu fordæmi skessunnar, eru að sligast undan því að endurgreiða þessar lóðir.  

Stjórnvöld réðu þar ekki ferðinni, þetta var einkaframtak sem spilaði af fingrum fram af spilltum framagosum í Reykjavík. 

Það er alveg sama hvernig þið einkavinir bankamafíunnar reyna að klína þenslu á Kárahnjúkana, það er ekki hægt með nokkrum réttmætum rökum.  Ég man ekki betur en verkalýðsfélögin hafi verið að krukka í laun þeirra er hér unnu, til að tryggja þeim lámarkslaun.  Hvernig gat það skapað spennu fyrir sunnan?  Fréttanef Steina Briem er undið og snúið í þessu máli, enda er hann greinilega að reyna að verja vini sína í bankakerfinu.  Gott fyrir þá að hafa slíkan bakhjarl.

Benedikt V. Warén, 20.1.2009 kl. 20:53

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt.

GULLFISKAMINNI:

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005: "Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.

Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda. Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands."

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 22:03

25 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini gullfiskur, skoðaðu þetta í samhengi, Kárahnjúkar og brjálæðið í byggingabransanum í Reykjavík.  

Það var aldrei talið að innanlandsmarkaður mundi dekka allt vinnuafl á framkvæmdatímanum.  Það þurfti hins vegar að flytja inn mun fleiri menn, vegna aðgerða rugludallana í Reykjavík.

En........ enn og aftur það er gott fyrir útrásarvíkingana og allt hitt sukkliðið í Reykjavík að hafa eins traustan bandamann og þú ert.

Benedikt V. Warén, 20.1.2009 kl. 22:35

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt.

Fólk þurfti engan veginn að kaupa hér íbúðir síðastliðin ár til að geta farið í skemmtireisur til útlanda og keypt nýja bíla. Einstaklingar gátu auðveldlega fengið hér há neyslulán hjá bönkunum án veða og yfirdrátt upp á eina milljón króna.

Meðalkaupverð hvers fermetra í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 103% frá og með árinu 2003 til og með 2008, úr 129.268 krónum, í 262.503 krónur, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Á Austurlandi hækkaði meðalkaupverð hvers fermetra í íbúðahúsnæði hins vegar um 121% á sama tíma, úr 52.304 krónum í 115.533 krónur, eða 18% meira en á höfuðborgarsvæðinu.

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar í fyrra og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006 en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.

Og Skipulag Reykjavíkurborgar gerði ráð fyrir í febrúar í fyrra að alls yrðu byggðar 17.400 íbúðir í Reykjavík á árunum 1998-2024, eða að meðaltali 644 íbúðir á ári á þessum 27 árum, en íbúðir í Reykjavík voru 64% af öllum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2006.

Ef byggðar yrðu hlutfallslega jafn margar íbúðir í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu yrðu því byggðar þar alls eitt þúsund íbúðir að meðaltali á ári 1998-2024.

Vísitala launa hækkaði um 46% frá nóvember 2003 til sama mánaðar 2008, úr 240,7 stigum í 351,3 stig en vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 43%, úr 229,3 stigum í 327,9 stig. Mismunurinn er því einungis 3%.

Þúsundir unnu við að byggja Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði. Allt að 1.800 manns unnu við byggingu álversins frá árinu 2004 til 2007.
Eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, byggingaverkamönnum og fleira starfsfólki var því gríðarleg, sem olli miklum launahækkunum í öllu þjóðfélaginu.

Og 146 milljarða króna framkvæmdir frá árinu 2003 við Kárahnjúkavirkjun eina og einn milljarð Bandaríkjadala við álverið á Reyðarfirði, samtals um 200 milljarða króna framkvæmdir á þávirði, hefðu að sjálfsögðu einnig valdið þenslu í þjóðfélaginu
, enda þótt bankarnir hér hefðu ekki veitt alltof há lán til íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma.

Þenslan hefði hins vegar orðið minni en ella, rétt eins og hún hefði einnig orðið minni ef Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið byggð en bankarnir veitt þessi lán.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 22:58

27 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini.  Þú ert orðinn skemmtileg blanda af gullfiski og páfagauk.  Manst ekki neitt og endurtekur svo það sem einhver hefur fyrir þér haft, - sama hversu vitlaust það er.

Hvort er að skila peningum inn í samfélagið 20.000 auðar byggingar í Reykjavík eða Kárahnjúkavirkjun???

Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 08:39

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Farðu nú að hætta að gagga hérna eins og hæna áður en einhver haninn kemur og tekur þig í rassgatið.

Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 13:15

29 Smámynd: Benedikt V. Warén

Takk sömuleiðis Steini páfagaukur

Þú ert hvort eð er Stein-geldur í þessari umræðu. 

Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 13:18

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt hann er bjáni,
bullukollur gamall Gráni,
og á sér eftir mikla matið,
nú markaðssetti rassgatið.

Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 14:17

31 Smámynd: Benedikt V. Warén

Vertu ekki sár Steini páfagaukur, þó þér hafi ekki tekist að taka mig í rassgatið.  Þér býðst eitthvað seinna,  - sannaðu til. 

Öll umfjöllun þin hér að framan er því markinu brennd, að vera eins og mat annars flokks fréttamanns, sem er aldeilis ófær um að fjalla hlutlaust um nokkurn skapaðan hlut, án þess að lita frétt/umfjöllunarefni, sínum eigin sterku litum. 

Þið Ómar eruð eins að þessu leiti, en hann er frábær þáttagerðarmaður.  Þar er hann á heimavelli, - eins og þú í bullinu.

Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 14:42

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Þessar upplýsingar eru allar frá opinberum stofnunum og samtökum, til að mynda Hagstofu Íslands, Fasteignamati ríkisins, Vinnumálastofnun, Samtökum atvinnulífsins og Landsvirkjun. Ef þú ert eitthvað óánægður með þessar upplýsingar skaltu snúa þér til þeirra.

Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 15:05

33 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini páfagaukur.

Það er ekki spurningin um upplýsingarnar, heldur hvernig þær eru "matreiddar".  Flestir vita það, að það er sitthvað upplýsingar, eða samhengið sem þær eru notaðar í. 

Það er eins og færa bókhald og taka eingöngu tillit til innkomunnar.  Það er engin raunhæf niðurstaða um rekstur, sem fæst með slíkum bókhaldsæfingum.

En það et tilgangslaust að benda þér á þetta, - því ég veit að þú skilur það ekki.

Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 16:50

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Þessar upplýsingar hér fyrir ofan eru STAÐREYNDIR sem breytast ekki við að lesa eina málsgrein sér og enga aðra.

Og ENGIN þessara staðreynda er frá mér komin.

Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband