21.1.2009 | 21:35
Aftur 1979 ?
![]() |
Stjórnarslit fyrir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.1.2009 | 21:33
Wall Street vegna Main Street.
Í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum tönnluðust báðir frambjóðendurnar á því að nauðsynlegt væri að bjarga Wall street vegna Main street, þ. e. bjarga bönkum og fjármálakerfi vegna fólksins. Þeir útskýrðu að án fjármálafyrirgreiðslu og fjármálasamskipta í almennu atvinnulífi (Main street) stæðist nútíma þjóðfélag ekki.
Yfir 90% bandarískra fyrirtækja væru með örfáa starfsmenn. Þessi litlu fyrirtæki væru burðarás bandarísks atvinnulífs og þyrftu fyrirgreiðslu bankastofnana til þess að verða ekki gjaldþrota.
Ef Wall street hryndi, hryndi Main street líka.
Hér á landi hefur almenningur það á tilfinningunni að bara eigi að bjarga bönkunum en ekki heimilunum og fyrirtækjunum.
Þetta gengur ekki svona. Stjórnmálamenn eiga að hugsa og tala um þetta allt í heild og segja ekki það sem Geir H. Haarde tönnlast nú á sí og æ að það verði að bjarga bönkunum og koma þeim á réttan kjöl en nefnir ekkert fleira í því samhengi.
Hann má ekki vera með allan hugann við bankana þótt það sé út af fyrir sig rétt að án þeirra fái nútímaþjóðfélag ekki þrifist.
Bandarísku frambjóðendurnir gleymdu aldrei að tala um Main Street og um almenning. Að' gleyma því er það sama í hugum kjósenda og að hafa gleymt yfir 90% þeirra.
Geir, haltu ekki áfram að gleyma fólkinu og muna bara eftir fjármálafyrirtækjunum. Þú mátt frekar hafa það öfugt.
Án fólks eru engir bankar. Heimilin eru kjölfesta þjóðfélagsins, eða er það ekki eitt af slagorðum flokks þíns ?
Stjórn þín er rúin trausti meðal annars af því að með orðræðunni gefur þú í skyn að þú gleymir fólkinu. Þar að auki ræður þú ekki við ástandið. Það er komið meira en nóg og þú verður að víkja. Það er nóg af hæfu og fersku fólki til að taka við.
![]() |
Okkur er treystandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 17:45
Oddaaðstaða Framsóknar.
Framsókn hafði, þrátt fyrir mikið tap, ákveðna oddaaðstöðu á þingi eftir kosningarnar 2007. Á þetta benti ég í umræðum um úrslit kosninganna kvöldið eftir kosningarnar og taldi að í þessu fælust viss sóknarfæri fyrir flokkinn.
Formaður hans, sem komst ekki á þing fremur en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sem og forysta hans voru hins vegar svo vonsvikin að þau tók þann kost að líta ekki á þennan möguleika heldur láta reyna á áframhaldandi stjórn með semingi.
Raunar kom í ljós þegar forsaga Samfylkingarinnar var skoðuð, að stjórnarmynstrið sem upp kom, lá beinast við fyrir hana.
Nú hefur nýr formaður Framsóknar grafið upp þá exi sem staða flokksins hefur boðið upp á. Flokkurinn setur svo þröng skilyrði um kosningadaginn til þess að Valgerður og kó þurfi ekki að greiða atkvæði um Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrím með óbragð í munninum nema í nokkrar vikur.
Með tilboðinu um stjórnlagaþing og kosningar spilar Framsókn út sterku spili í augum margra sem hafa barist fyrir auknu lýðræði. Flokkurinn spilar þetta spil einn en ekki með Frjálslynda flokknum þótt slík samstaða fjögurra flokka hefði verið sterkari.
Og dagurinn er hárrétt valinn með tilliti til fundar Samfylingarinnar í kvöld. Nú mæna allra augu þangað sem aldrei fyrr.
![]() |
Vill verja minnihlutastjórn falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 15:39
Hin "stjórntæka" Samfylking.
Fyrir átta árum, þegar Össur Skarphéðinsson var formaður Samfylkingarinnar, voru allir þingmenn hennar nema frá norðausturlandi á móti Kárahnjúkavirkjun og Össur túlkaði þetta af myndugleik í viðtölum.
En þá gerðist þrennt:
1. Þingmennirnir úr norðausturkjördæmi tjáðu flokknum að hann yrði í óviðráðanlegum vandræðum í Norðausturkjördæmi ef stefnunni yrði ekki breytt og þar með missti hann tiltrú sem afl á landsvísu.
2. Virkjana- og stóriðjusinnar notuðu sterka stöðu sína hjá ASÍ til að samþykkja ályktun með virkjuninni á fundi á Egilsstöðum.
Veifað var loforði um að 80% vinnuafls við virkjunina yrði innlent og 20% útlent. (Þetta varð að vísu öfugt, 20% innlent, 80% útlent.)
Bæði Allaballaarmurinn og Alþýðuflokksarmurinn með verkalýðsbaráttuarf sinn áttu erfitt með að standa gegn stefnu ASÍ og voru í samkeppni um fylgi í verkalýðshreyfingunni.
3. Aðalatriðið: Með því að kúvenda í Kárahnjúkamálinu sýndi Samfylkingin að hún væri "stjórntæk" og gæti vel starfað með stóriðjuflokkunum í stjórn.
Enn var kuldi á milli Samfylkingar og VG eftir klofning vinstri arms stjórnmálanna.
Ef Samfylkingin næði góðum árangri í kosningum gæti hún myndað vinstri stjórn með formann sinn í forsæti.
Í kjölfarið fylgdi síðan slagorðið í kosningunum um Ingibjörgu Sólrúnu sem fyrstu konuna í því embætti.
Össur snerist því eins og vindhani í málinu á einni viku og fór létt með sem oftar.
Samfylkingin var aðallega með tvær áætlanir í gangi:
Plan A fólst í því að velta stjórninni á afgerandi hátt og taka forystu um ríkisstjórn í vinstra samstarfi, (síðar Kaffibandalagið),sem VG ætti erfitt með að hafna, enda Kárahnjúkavirkjun þá orðinn hlutur. ESB gat beðið um sinn.
Plan B fólst í því að ef stjórn Sjálfstæðisflokksikns og Framsóknarflokksins veiklaðist verulega eða að myndun vinstri stjórnar hengi á naumum meirihluta yrði mynduð sterk stjórn með Sjálfstæðisflokknum. ESB gat beðið um sinn.
Aðalatriðið var að vera "stjórntækur" og að mynda sterka stjórn þar sem Samfylkingin gæti setið róleg út kjörtímabilið og sannað hve "stjórntæk" hún væri.
Fyrir þetta seldi Samfylkingin hina upphaflegu sannfæringu í stóriðju- og virkjanamálum og hefur farið létt með að svíkja kosningaloforð sín í þeim efnum og gefa "Fagra Íslandi" langt nef.
Kárahnjúkavirkjun varð upphaf þenslunnar, sem endaði með hruni, og svik í umhverfismálum markaði líka upphaf þeirrar grunnstefnu skammtímagróðans, sem nú hefur leitt af sér yfirvofandi fall ríkisstjórnar sem ætlað var að verða svo sterk.
Í stjórnmálum gildir það oft að leita verður málamiðlana milli ólíkra sjónarmiða. Svik Samfylkingarinnar í Kárahnjúkavirkjunarmálinu átti ekkert skylt við slíkt. Málstaðurinn var seldur fyrirfram til að eiga innistæðu síðar í kaldrifjuðu stjórnmálatafli.
Ég spyr hvor sé meira stjórntækur, sá sem ekki svíkur sína innstu sannfæringu eða sá sem lætur það hafa forgang að komast að völdum, sama hvað það kostar.
Nú teygar Samfylkingin beiskan bikar svika sinna og getuleysis í botn. Verði henni að góðu.
![]() |
Rætt um efnahagsmál á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
21.1.2009 | 12:46
Ástæða: Samfelld og viðvarandi mistök og firring.
Það er verið að mótmæla 14:2 stjórnmálum sem hér hafa ríkt. Mistakaröðin kemur betur að koma í ljós.
Lítið var gert með skýrslu virtra erlendra fræðimanna í apríl í vor um að bankakerfið riðaði til falls. Geir og Ingibjörg treystu eigin viðskiptaráðherra fyrir vitneskjunni sem Davíð gaukaði að þeim um þetta efni.
Viðskiptaráðherra situr enn þrátt fyrir mistök sín og þetta vantraust oddvita ríkisstjórnarinnar.
Strax snemmsumars hefði átt að leita til IMF en það var ekki gert.
Ótal axarsköft fylgdu í kjölfarið og gerðu bankahrunið verra en ella.
Eftir hrunið hefði strax átt að kalla til bestu fáanlega erlenda sérfræðinga til að fara í gegnum málið en það var ekki gert.
Þá hefði átt að leita strax til IMB og erlendra ríkja um aðstoð en seðlabankastjóri tafði það eins lengi og hann gat.
Stjórnin gerði sér enga grein fyrir því sem blasti við um allan heim, að dæmalaus ummæli Davíðs og hrunið höfðu rúið Íslendinga öllu trausti og að þeir ofmátu á fráleitan hátt stöðu okkar.
Geir hraktist úr einu víginu og einni fullyrðingunni í aðra. Allt frá því að IMB og Icesafe væru óskyld mál yfir í það að við myndum ekki láta kúga okkur og úr því vígi hraktist hann í það að lögsækja Breta en heyktist loks á því.
Fullyrðingar og upplýsingar um skuldir, eðli þeirra og sundurgreiningu voru rangar og hafa ekki fengist enn. Erlent kunnáttufólk er gapandi af undrun yfir "skelfilegum skorti á upplýsingum" eins og þeir orða það.
Stjórnin hefur stundað firrt 14:2 stjórnmál þar sem mörkin halda áfram að hlaðast upp.
Engum manni, hvað þá þjálfaranum, á að skipta út af, ekki örlar á viðleitni í lýðræðisátt og sagt er við mótmælendur: "Þið eruð ekki þjóðin" þótt skoðanakannanir sýni að 70% þjóðarinnar sé á móti ríkisstjórninni.
Næstur á undan Ingibjörgu Sórúnu til að viðhafa slík ummæli var, eftir því sem ég best veit, Eric Honecker forsætisráðherra Austur-Þýskalands, rétt fyrir fall múrsins, þegar hann svaraði af hroka slagorði mótmælenda 1988, þegar þeir hrópuðu: "Við erum þjóðin!"
![]() |
Alþingishúsið skrúbbað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)