Wall Street vegna Main Street.

Í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum tönnluðust báðir frambjóðendurnar á því að nauðsynlegt væri að bjarga Wall street vegna Main street, þ. e. bjarga bönkum og fjármálakerfi vegna fólksins. Þeir útskýrðu að án fjármálafyrirgreiðslu og fjármálasamskipta í almennu atvinnulífi (Main street) stæðist nútíma þjóðfélag ekki.

Yfir 90% bandarískra fyrirtækja væru með örfáa starfsmenn. Þessi litlu fyrirtæki væru burðarás bandarísks atvinnulífs og þyrftu fyrirgreiðslu bankastofnana til þess að verða ekki gjaldþrota.

Ef Wall street hryndi, hryndi Main street líka.

Hér á landi hefur almenningur það á tilfinningunni að bara eigi að bjarga bönkunum en ekki heimilunum og fyrirtækjunum.

Þetta gengur ekki svona. Stjórnmálamenn eiga að hugsa og tala um þetta allt í heild og segja ekki það sem Geir H. Haarde tönnlast nú á sí og æ að það verði að bjarga bönkunum og koma þeim á réttan kjöl en nefnir ekkert fleira í því samhengi.

Hann má ekki vera með allan hugann við bankana þótt það sé út af fyrir sig rétt að án þeirra fái nútímaþjóðfélag ekki þrifist.

Bandarísku frambjóðendurnir gleymdu aldrei að tala um Main Street og um almenning. Að' gleyma því er það sama í hugum kjósenda og að hafa gleymt yfir 90% þeirra.

Geir, haltu ekki áfram að gleyma fólkinu og muna bara eftir fjármálafyrirtækjunum. Þú mátt frekar hafa það öfugt.
Án fólks eru engir bankar. Heimilin eru kjölfesta þjóðfélagsins, eða er það ekki eitt af slagorðum flokks þíns ?

Stjórn þín er rúin trausti meðal annars af því að með orðræðunni gefur þú í skyn að þú gleymir fólkinu. Þar að auki ræður þú ekki við ástandið. Það er komið meira en nóg og þú verður að víkja. Það er nóg af hæfu og fersku fólki til að taka við.


mbl.is Okkur er treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góður pistill Ómar.

Anna Einarsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:16

2 identicon

Heyr! Heyr!

Ari (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband