25.3.2009 | 20:56
Ömmi frændi er hugsjónamaður.
Ég hef áður sagt frá því hér á blogginu að Ögmundur Jónasson hafi fengið viðurnefnið Ömmi frændi þegar hann var formaður starfsmannafélags RUV. Það var ekki út í bláinn; - hann lagði sig fram í starfi sínu, gerði sömu kröfur til sjálfs sín og annarra og var greinilega kominn í þetta af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða.
Gjörðir hans nú eru dæmigerðar fyrir "Ömma frænda". Hann er mikill hugsjónamaður og reynir að standa við það eftir fremstu getu.
Það geta verið bæði góðar og slæmar hliðar að vera mikill hugsjónamaður. Góðu hliðarnar reynir Ögmundur að sýna en sagan sýnir líka að hættan við háar og ofurgöfugar hugsjónir getur verið of mikil forræðishyggja og að leiðast út í slæmar aðgerðir með þeirri afsökun að tilgangurinn helgi meðalið.
Við Ögmundur erum ekki á sama stað í hægra-vinstra litrófi stjórnmálanna. En ég deili þó mörgum af skoðunum hans þótt að sumu leyti séu niðurstöður okkar ekki fengnar á sömu forsendum.
Ég geri þá kröfu til allra hugmyndakerfa að þau taki með í reikninginn mannlegt eðli og mannlegan breyskleika.
Stíf hugmyndakerfi yst til hægri og vinstri hafa reynst dýrkeypt þótt hreinir hugsjónamenn innan þessa kerfa hafi reynt eftir fremsta megni að fylgja eftir hugsjónum sínum á sem heiðarlegastan og flekklausasta hátt.
![]() |
Ögmundur fær ekki ráðherralaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2009 | 19:46
Hvað gerist þegar engin gæsla er?
Fréttin af því að danskar þotur hafi "bægt rússneskum orrustuþotum frá" 180 km norðaustur af Íslandi kallar á spurningar sem líklega verður ekki svarað.
1. Hvernig bægðu Danirnir Rússunum frá? Hefðu Rússarnir haldið áfram ferð sinni inn til landsins?
2. Hvaða hætta stafaði af því ef þoturnar héldu áfram?
3. Mikilvægasta spurningin: Hvað hefði gerst ef engin "loftrýmisgæsla" hefði verið? Þannig er nefnilega ástandið við Ísland langstærstan hluta ársins, stundum mánuðum saman, og Rússarnir vita hvenær þetta gæsluleysi er. Hefði vél Landhelgisgæslunnar verð send á móti rússnesku þotunum ef engar orrustuþotur hefðu verið á vellinum ?
Líklegast ekki. Gæsluvélin er svo miklu hægfleygari en rússnesku vélarnar að það hefði verið til lítils að senda hana.
Ég hef áður haldið því fram að ef menn telja endilega þörf á loftrýmiseftirliti með fllugvélum, þá sé hægt sé að halda henni uppi við Ísland allt árið með margfalt ódýrari þotum en notaðar eru nú lítinn hluta úr árinu.
Ég held nefnilega að svona málamyndagæsla sé fyrst og fremst höfð um hönd til að gefa vinaþjóðum okkar færi á að æfa þotuflugmenn sína í víddum Íslands en ekki vegna þess að þetta hafi svo mikið að segja beint fyrir öryggi landsins.
Raunar styður nýleg skýrsla um öryggi Íslands það að fé sé betra varið í aðrar hliðar öryggis landsins en í þessa mjög svo umdeilanlegu gæslu lofthelginnar.
![]() |
Bægðu rússneskum þotum frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
25.3.2009 | 15:43
Sumir þurfa ekki handjárn.
í ástalífi margra landsins barna /
þegar hjónin þrauka lon og don /
og þurfa ekki handjárn til þess arna. /
![]() |
Handjárnaði sig við eiginmanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2009 | 13:16
Skrýtið að þurfa að segja jafn einfaldan hlut.
Er það ekki dæmalaust að þurfa að segja jafn einfaldan hlut á fundi sjálfs Viðskiptaráðs að ef menn eyði meira en þeir afla, ár eftir ár, endi það illa? Þetta þurfti Steingrímur J. Sigfússon þó að segja, svo barnalega einfalt sem það kann að hljóma, og það að gefnu tilefni, því miður.
Dæmin blasa við:
Árum saman var hér viðvarandi stórkostlegur viðskiptahalli. Samt var alltaf talað um hið frábæra góðæri.
Árum saman jukust skuldir heimila og fyrirtækja og margfölduðust. Samt var góðærið talið pottþétt.
Árum saman var haldið uppi alltof háu gengi krónunnar sem skapaði viðvarandi halla hjá sjávarútveginum, sem mætt var með margföldun skulda. Samt var alltaf talað um hið dásamlega góðæri. "Sjáið þið ekki veisluna?" spurði fjármálaráðherrann vantrúarmennina á þingi.
Árum saman komust viðskipta"snillingar" upp með það að skálda viðskiptavild og skammta sér tugi og hundruð milljarða sem aldrei voru til nema á pappírum. Útvegsmenn skálduðu virði þorskvóta upp í hæðir til að geta slegið út á hann meiri og meiri lán og margir þeirra fluttu þau verðmæti úr landi. Samt var þetta talið eitt af táknum hinnar fullkomnu fiskveiðistefnu og "hagræðingar" í rekstrinum í góðærinu.
Árum saman hefur verið tekið þrefalt meira af orku upp úr háhitasvæðum en þau afkasta til frambúðar. Samt er alltaf talað um endurnýjanlega orku og sjálfbæra þróun og ákveðið að halda áfram á sömu braut og herða á ferðinni.
Fyrir nokkrum árum kom fram í skýrslu frá Viðskiptaráði að við þyrftum ekkert að sækja til Norðurlandanna í viðskiptamálum, - við stæðum þeim svo miklu framar. Nú er ekki lengur talað um þann hluta góðærisins á íslandi sem byggist á andlegum yfirburðum landans.
Nei, barnaskólalærdómur úr munni ráðherra yfir hausamótum snillinga hefur tekið við.
![]() |
Of mikil eyðsla endar illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)