27.3.2009 | 23:03
Fleira einstakt á eftir að koma í ljós.
"Allvíða leynast á Fróni þau firn /
sem finnast´ekki´í öðrum löndum: /
Einstæðar dyngjur og gígar og gjár /
með glampandi eldanna bröndum. /
Við vitum´ekki´enn að við eigum í raun /
auðlind í hraunum og söndum, /
sléttum og vinjum og auðnum og ám /
og afskekktum sæbröttum ströndum.
![]() |
Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.3.2009 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2009 | 14:49
Líklegast eina leiðin.
Nú hefur Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins komist að svipaðri niðurstöðu og VG í haust varðandi þjóðaratkvæði um það hvort yfirleitt eigi að leita aðildarsamninga við ESB. Á þessari bloggsíðu hafði þessi hugmynd verið reifuð fyrst, - ekki sem einfaldasta lausn, heldur skásta lausnin í stöðunni og sú eina sem væri framkvæmanleg.
Stjórnmál eru jú list hins mögulega, ekki satt?
Ef fellt yrði að leita samninga yrði málið dautt í bil. Ef ekki, yrði hvort eð er þjóðaratkvæði um samningsniðurstöðu.
Þetta mál hefur klofið alla flokka og valdið vandræðum í samskiptum þeirra og íslenskum stjórnmálum. Þetta er dæmigert mál fyrir nauðsyn þess að binda ekki allt í flokkaræðinu heldur fela valdið beint og millðalaust þangað sem það er fengið, en það er hjá þjóðinni sjálfri.
![]() |
Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2009 | 10:19
Enn eitt dæmið.
Þær upplýsingar Geirs H. Haarde að orkunýtingarmál hefðu vegið einna þyngst hjá Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007 varðandi hugsanlegt samstarf við Vinstrigræna er enn eitt dæmið um þær meginlínur í þeim málum á Íslandi, að meðan að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa meirihluta á þingi er það forgangsmál fyrir þessa flokka í hvaða ríkisstjórnarsamstarfi sem er að keyra stóriðjuhraðlestina áfram af sem mestum krafti.
Þessu úrslitavaldi beita þessir flokkar hvort sem annar þeirra eða báðir eru í stjórn. Nú síðast gerði Framsóknarflokkurinn þetta gagnvart núverandi stjórn og gerði Kolbrúnu Halldórsdóttur það ljóst þegar á fyrsta vinnudegi stjórnarinnar, hver réði í þessum málum.
Þetta varpar ljósi á þá nauðsyn að í fyrsta sinn í 90 ár fái þessir tveir stóriðjuflokkar ekki meirihluta á þingi.
![]() |
Íhugaði vel samstarf við VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)