Enn eitt dæmið.

Þær upplýsingar Geirs H. Haarde að orkunýtingarmál hefðu vegið einna þyngst hjá Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007 varðandi hugsanlegt samstarf við Vinstrigræna er enn eitt dæmið um þær meginlínur í þeim málum á Íslandi, að meðan að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa meirihluta á þingi er það forgangsmál fyrir þessa flokka í hvaða ríkisstjórnarsamstarfi sem er að keyra stóriðjuhraðlestina áfram af sem mestum krafti.

Þessu úrslitavaldi beita þessir flokkar hvort sem annar þeirra eða báðir eru í stjórn. Nú síðast gerði Framsóknarflokkurinn þetta gagnvart núverandi stjórn og gerði Kolbrúnu Halldórsdóttur það ljóst þegar á fyrsta vinnudegi stjórnarinnar, hver réði í þessum málum.

Þetta varpar ljósi á þá nauðsyn að í fyrsta sinn í 90 ár fái þessir tveir stóriðjuflokkar ekki meirihluta á þingi. 


mbl.is Íhugaði vel samstarf við VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löngu kominn timi á það að kenna þeim sem hafa völdin í Sjálfstæðisflokknum mannasiði og að taka tillit til annara. Það er með miklum ólíkindum að þessi valdasjúki auðhyggjulengsttilhægriflokkur hafi fengið umboð til þess að vera nánast einráður hér í heil 18 ár eða lengur. Nú eru það helst íhaldssöm gamalmenni sem er stuðningsfólk flokksins og þá helst karlar. Þetta sýna kannanir, en yngra fólk og skynsamara  sniðgengur flokkinn alveg, enda er framtíðin þeirra.

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:20

2 identicon

Sæll nafni. Ég veit ekki betur en þú hafir lýst yfir stuðningi við aðal stóriðjuflokkinn Samfylkinguna, og þar með lýst yfir stuðningi við væntanlegar stótyðjuframkvæmdir í Helguvík og á Bakka.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband