Fram úr villtasta skáldskap.

Málin úr hruninu sem nú eru að byrja að ljúkast upp fyrir almenningi eru þess eðlis að margt í þeim fer fram úr villtustu hugmyndum sem skáld hefðu getað fengið. 

Þetta kom ágætlega fram í umfjöllun Kastljóssins í kvöld um Milestone, - þar sem flugu um skjáinn upphæðir fram úr fjárlögum íslenska ríkisins, vínræktargarður í Makedóníu, ásakanir um svindl, svik og ótrúlegan aumingjaskap, - nefndu það.

Þar kom fram að strax í upphafi árs 2007 sást hvert stefni og þegar maður grípur síðan fyrir rælni skemmtilegt viðtal við Kristján Jóhannsson og Sigurjónu í Nýju lífi sér maður sér maður þar að glöggir fjármálamenn erlendis sögðu þeim frá því átta mánuðum fyrir hrun að íslenska fjármálakerfið riðaði til falls.

Og þetta er hugsanlega bara byrjunin. Ég segi bara eins og Bubbi: Jedúddamía !   

 


mbl.is Yfirheyrslur vegna Milestone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfug Múhammeðsmynd.

Þar kom að því að grínmynd af trúarleiðtoga vekti reiði í þriðja sinn þegar mynd af Kristi með bjórdós og sígarettu birtist á Indlandi. Fyrri tvö skiptin voru þegar Jótlandspósturinn birti mynd af Múhammeð í svínslíki og grínmynd í norsku blaði af sama leiðtoga nú nýlega.

Verður þó grínmyndin af Kristi að teljast léttvægust því að ekki verður kominn á jöfnuður fyrr en birtist af honum grínmynd í svínslíki hangandi á krossinum og rómverskum hermanni byrjuðum að gæða sér á fleski úr síðu hans með því að stinga þar inn spjóti sínu og rífa smá bita þar úr til að gæða sér á. 

Við getum spurt margra spurningan af þessum sökum. 

1. Ber það ekki vott um hugmyndafátækt að þurfa að leggja sig eftir myndagerð af þessu tagi? 

2. Er æskilegt og stuðlar það að friði og sátt milli þjóða  að deilur um trúarbrögð taki á sig þá mynd að storka sem mest á báða bóga? 

3. Við sjáum af þjóðsöguna um Gullna hliðið og leikriti Davíðs Stefánssonar að af smekkvísi og listfengi er hægt að fjalla um svona mál án þess að það meiði eða særi. Sýnir það ekki ljóslega að það liggja mörk í þessu efni sem óþarfi er að fara yfir þótt frelsi til listrænnar tjáningar sé virt? 


mbl.is Mynd af Jesús með bjór vekur reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil ábyrgð hjá hverjum og einum.

Icesave-málið snýst um stjórnmálalegt samkomulag við aðrar þjóðir. Slík mál er ekki hægt að leiða til lykta nema samningsaðilar hafi fullt umboð og að endanlegri afstöðu hvers og eins þeirra sé hægt að treysta. 

Nú hvíliir mikil ábyrgð á herðum íslensku samninganefndarinnar og þingflokkunum á Alþingi sem verða að ná saman um þetta mál. Það á við um hvern einasta aðila málsins og vonandi tekst þeim að ná saman eins og handboltaliði í áríðandi leik, þar sem allir keppa samheldnir að sama markinu.  


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband