Fram úr villtasta skáldskap.

Málin úr hruninu sem nú eru að byrja að ljúkast upp fyrir almenningi eru þess eðlis að margt í þeim fer fram úr villtustu hugmyndum sem skáld hefðu getað fengið. 

Þetta kom ágætlega fram í umfjöllun Kastljóssins í kvöld um Milestone, - þar sem flugu um skjáinn upphæðir fram úr fjárlögum íslenska ríkisins, vínræktargarður í Makedóníu, ásakanir um svindl, svik og ótrúlegan aumingjaskap, - nefndu það.

Þar kom fram að strax í upphafi árs 2007 sást hvert stefni og þegar maður grípur síðan fyrir rælni skemmtilegt viðtal við Kristján Jóhannsson og Sigurjónu í Nýju lífi sér maður sér maður þar að glöggir fjármálamenn erlendis sögðu þeim frá því átta mánuðum fyrir hrun að íslenska fjármálakerfið riðaði til falls.

Og þetta er hugsanlega bara byrjunin. Ég segi bara eins og Bubbi: Jedúddamía !   

 


mbl.is Yfirheyrslur vegna Milestone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þurfa stjórnvöld að fara að bretta upp ermarnar og vakna.

Slá þessari blessuðu skjaldborg utan um heimilin.

Setja sérlög um fjármálaglæpi gegn íslensku þjóðinni ætti að kallast t.d. fjármálalandráð og þeir dómar þurfa að vera þungir.  Fólk sættir sig ekkert við að þeir sem dæmdir verða sitji á kvíabryggju í nokkra mánuði .  Ef einhverjir verða dæmdir.

Stoppa þetta bankarán sem nú er í gangi.

Stoppa þessa einkavinavæðingu hina síðari sem nú er í gangi.

Ef ríkisstjórnin getur ekki staðið sig í þessu verkefni eins og henni var trúað fyrir með búsáhaldabyltingunni , þá á hún að víkja.  Ef ekki með góðu.  Þá með illu.

jonas (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 22:01

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, þegar upp var staðið reyndist þetta fólk vera svo skelfilega allslaust.

Skelfilega allslaust í öllum bókstaflegum skilningi á allt það sem til þarf að gera skammlaust þá merkilegu hluti sem það þóttist vera að gera og mestur hluti þjóðarinnar trúði að það væri að gera.

Græðgi, lygi og vanburðir eru það eina sem haft verður að efni í minnisvarða um þessa aumkunarverðu bjálfa.

Árni Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 22:05

3 identicon

Suður- Afrískur fjármálamaður sem ég hitti á ferðalagi í Evrópu í maí 2008 sagði við mig að íslenska fjármálakerfið væri í afar slæmum málum og væri mjög sennilega að niðurlotum komið. Þessi maður virkaði á mig eins og hann vissi um hvað málið snerist þó mér fyndist þetta hljóma ósennilegt. Svo kom ég heim og ráðamenn þjóðarinnar kepptust við að sannfæra mig og alla um að hér væri allt í fína lagi - og þá hætti ég að hafa áhyggjur. Sjálfur forsetinn var jú búinn að segja að okkar menn væru snillingar.

Hulda (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 22:57

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Snilld er samt sem áður afstæð. Hún virkaði fyrir Hollendinga og Breta, ekki satt? Með Íslenskri aðstoð.

Heimir Tómasson, 23.2.2010 kl. 06:06

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Milestone minnir vissulega á 3 APA, "hear nO evel, see nO evel, speak nO evel" - ekki boðleg vinnubrögð, enda fá þessir Sjóvá menn eflaust flestir 3-6 ára fangelsisdóm, enda um ótrúleg brot að ræða, vægast sagt.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband