Öfug Múhammeðsmynd.

Þar kom að því að grínmynd af trúarleiðtoga vekti reiði í þriðja sinn þegar mynd af Kristi með bjórdós og sígarettu birtist á Indlandi. Fyrri tvö skiptin voru þegar Jótlandspósturinn birti mynd af Múhammeð í svínslíki og grínmynd í norsku blaði af sama leiðtoga nú nýlega.

Verður þó grínmyndin af Kristi að teljast léttvægust því að ekki verður kominn á jöfnuður fyrr en birtist af honum grínmynd í svínslíki hangandi á krossinum og rómverskum hermanni byrjuðum að gæða sér á fleski úr síðu hans með því að stinga þar inn spjóti sínu og rífa smá bita þar úr til að gæða sér á. 

Við getum spurt margra spurningan af þessum sökum. 

1. Ber það ekki vott um hugmyndafátækt að þurfa að leggja sig eftir myndagerð af þessu tagi? 

2. Er æskilegt og stuðlar það að friði og sátt milli þjóða  að deilur um trúarbrögð taki á sig þá mynd að storka sem mest á báða bóga? 

3. Við sjáum af þjóðsöguna um Gullna hliðið og leikriti Davíðs Stefánssonar að af smekkvísi og listfengi er hægt að fjalla um svona mál án þess að það meiði eða særi. Sýnir það ekki ljóslega að það liggja mörk í þessu efni sem óþarfi er að fara yfir þótt frelsi til listrænnar tjáningar sé virt? 


mbl.is Mynd af Jesús með bjór vekur reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Sússi eða Mummi hafa eitthvað á móti þessu þá bara verða þeir að koma og galdra eitthvað... ef þeir mótmæla ekki persónulega þá er málið dautt, jafnvel þó þeir mótmæli persónulega þá segir það bara að þeir séu húmorslausir.
Hvað með þá sem elska Harry Potter,Súperman.. eða aðra álíka, Britney Spears... á að banna að grínast með það líka, eigum við öll að deyja úr einhverjum rétttrúnaði.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sumt fólk er bara mjög auðvelt að móðga.  Maður biður það góðan daginn með gleðibros á vör, og það brjálast.  Ég hef lent í því oft.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.2.2010 kl. 15:11

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var þó engum hótað lífláti fyrir vikið, var það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 16:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hélt þið hjónin væruð trúuð bæði og kristinnar trúar, Ómar.

Indverjarnir sýna þó virðingu, það er meira en þeir sem blogga um þetta.

Er ekki málið það, að æðimargir þeirra, sem telja sig málsmetandi eða hafa óþol fyrir því að þegja, búa yfir sáralítilli upplýsingu um margt af því, sem þeir skrifa um eina og eina skætingslínu, og a' þeir luma á ennþá slappara siðferði hvað virðingu fyrir helgum dómum og verðmætum snertir?

Afleitur ertu í inngangi þínum, en balancerar það með afar góðum texta í töluliðunum þremur. Það réttlætir þó alls ekki þín ótrúlegu orð í innganginum, ég á reyndar við 2. málsliðinn, sem hefði fengið hárið til að rísa á trúuðum forfeðrum þínum og formæðrum.

Þetta er í 2. sinn á skömmum tíma, sem ég sé Gunnar Th. Gunnarsson leggja svívirðilegt eitt til á Moggablogginu, Svona lagað og innlegg gervidoktorsins tel ég að sómakær maður eins og þú ætti að þurrka út hið bráðasta.

Mundu það, sem Jesús sagði um hvert ónytjuorð ...

Jón Valur Jensson, 22.2.2010 kl. 20:40

5 identicon

Mynd af Jóni Valur Jensson minnir mig alltaf á US TV-Evangelist.

En þeir eru flestir mother fuc...s.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 20:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Liður númer tvö er settur fram með áhyggjur mínar með spurningarmerki um það hvort hægt og bítandi muni myndast ástand þar sem fyrirbrigðið, sem ég fjalla um, eigi eftir að stigmagnast.

Ómar Ragnarsson, 22.2.2010 kl. 21:38

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Valur, ég held að Jesús hefði haft húmor fyrir þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 22:50

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... en svo eru alltaf til menn sem gera þetta djöfullegt... og þá er fjandinn laus

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 22:52

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er vanvirðing, Gunnar, ekkert minna.

Þín "fyndni" er illa til fundin og missir marks.

Jón Valur Jensson, 22.2.2010 kl. 23:01

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Setur þú sjálfan þig í dómarasæti og dæmir skopskyn lifenda og dauðra... eða ertu bara að tala fyrir sjálfan þig?

Ég virði "skoðun" þína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 01:29

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lítils virði ég svona hártoganir, Gunnar.

Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 01:42

12 identicon

JVJ er sko með það á hreinu hvað master of the universe vill... hann vill nákvæmlega það sem JVJ vill.

Annars ef JVJ vill vera heiðarlegur þá ætti hann að opinbera fyrir ykkur hvernig biblían varð til, það er ómögulegt að hann viti ekki hvernig hún varð til í höndum kaþóslku kirkjunnar.. að hann viti ekki að það var ekki nein upprisa eða neitt slíkt í fyrstu útgáfum af meintum guðspjöllum, heldur bætti kirkjan því inn síðar til að auka á slagkraft bókarinnar.
Spurningin er hvort hann vilji vera heiðarlegur gagnvart fólki þessa lands.. eða hvort kristilegi wannabe stjórnmálaflokkurinn skipti mun meira máli + kaþólska kirkjan.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 09:22

13 identicon

Bæði þessi tilvik, skopteikningar af Kristi og Múhammed, eru álíka ófyndin, og álíka meinlaus.   Þó er sá reginmunur á að Múhameðsteikningarnar birtust í dagblaði, en Kristur með bjórinn er kennsluefni í skóla, hafi ég skilið fréttina rétt.

Hörður Björgvinsson

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 09:52

14 Smámynd: Egill

1. Hugmyndafátækt,  ef fólki finnst þetta fyndið, eða ef þeim takmörkum með myndbirtingunni er náð, þá nei.

2. Þjóðir eru ekki trúaðar, fólk innan landamæra þeirra eru trúaðar, og engin þjóð ætti að skilgreina sig sem kristna þjóð, islamíska þjóð eða gyðingaþjóð. Ofan á það eiga stjórnmál ekki að blanda sér eða láta sig skipta um hobby almúgans, aðrir hlutir skipta meira máli en hvað fólk gerir á sunnudögum.

3. Þannig að án þess að setja eitthvað í lög, þá eigum við að hætta að skrifa ákveðna hluti, því það er slæmt einhverra hluta vegna. Svona eins og óskrifuð prentskoðun, línan er dregin við prent og mál frelsi, hana á ekki að færa, sama hvað hver segir um móðganir og vanvirðingu. Þeir sem vilja nota sitt málfrelsi í að móðga og stuða fólk, þurfa einfaldlega að gera sér grein fyrir afleiðingunum, sem má vera útskúfun, hunsun og missi á virðingu annara. Svo lengi sem afleiðingarnar eru ekki ólöglegar, eins og viðbrögð muslima á ýmsum stöðum í heiminum urðu við myndbirtingum jótlandspósts, þá er ekkert vandamál til staðar. Muslimar hefðu einfaldlega átt að hætta að kaupa jótlandspóstinn, að væla um vanvirðingu, efna til ofbeldis til hefnda, þar er farið yfir strikið, myndbirtingarnar eru ekki vandamálið heldur óeðlileg viðbrögð við þeim.

og JVJ kemur engum við á engan máta þegar hann talar í þessum tón, og fyrir vikið hunsa ég allt sem hann segir nema þegar hann talar um stöðu sína í icesave málunum, þar sem ég er honum að mörgu sammála.

þetta er mín endarstöðva ritskoðun, allt má, en JVJ í þessu dæmi missir virðingu mína þegar hann rælir um svona bull, en það eru einu eðlilegu viðbrögðin við notkun hans á sínu málfrelsi. 

Egill, 23.2.2010 kl. 14:08

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, nafni, ég má ekkert segja frekar en fyrri daginn, en alls kyns grófleikamenn og sumir nafnlausir í þokkabót mega útausa sínu guðlasti á síðum Moggabloggsins! Það er komin tími til að stoppa þetta. En ekki gerir Ómar Ragnarsson það. Svei þeirri hyskni hans, virðingar- og hugleysi. Kallið þetta svo persónuníð – sem það þó ekki er – en horfið aldrei í eigin barm. Illa var til þessa stofnað hjá þér, Ómar, hugleiddu það næst, og vertu ekki svona fáránlega líbó, það er ekkert töff við það og ennþá síður gáfulegt.

Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 16:30

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

... né skemmtilegt. Og maður skemmtir sér ekki með ljótu tali um Guðdóminn né situr í hópi guðlastara eða hleypir þeim inn á stokk hjá sér sem gestum sínum.

PS. Ég tók myndina á Agli óvart fyrir Jón nokkurn, sem oft skrifaði um trúmál, en sá maður hefur reyndar bætt allmikið sitt ráð og stendur vonandi ekki í svona neikvæðniskrifum lengur.

Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 16:37

17 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hey... ég meina, Jésús hékk með hórum, faríseium og tollheimtumönnum, ekki satt?

Hann breytti vatni í vín?

Er ekki séns að hann hefði húmor fyrir þessu, eða jafnvel neytti öls og tóbaks ef hann lifði í dag? Er það lítilsvirðing? Er þetta ekki frekar niðurlægjandi umræða, gegn þeim milljónum Kristinna einstaklinga sem drekka öl og reykja tóbak? Eru þeir síðri mannverur en þeir sem ekki gera það? Sagði ekki Jesú að hann væri að finna í sístu bræðrum ykkar?

Jón Valur sýnir af sér sína klassísku hræsni, en gleymir að dæma eigi, þótt hann sjálfur muni dæmdur á hinsta degi...

...nema að allt þetta Jesúbabl sé álíka vitleysa og hver annar skáldskapur...?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.2.2010 kl. 16:53

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég reyndar get alveg tekið undir það að myndin sem ég setti inn í athugasemdarkefið hér, er ekkert sérlega fyndin, ég hef séð margar fyndnari. Viðbrögð Jóns Vals eru það hins vegar... og kannski var ég að fiska eftir þeim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 17:30

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé ekki hvað er svona "líbó" við það að hafa áhyggjur af því að hugsanlega sé nýtt trúarbragðastríð í uppsiglingu sem byggist á æ illskeyttari teikningum og "fótósjoppuðum" myndum sem ögri á víxl.

Hér fyrir ofan er talað um okkur hjónin og trú okkar. Ég tek það fram að ég skrifa blogg mitt í eigin nafni en ekki konu minnar. 

Varðandi það að ég eigi að eyða athugasemdum hér að ofan þá verð ég bara að segja það að mér fallast hendur við það að fara að eyða tíma í það vonlausa verkefni að ritskoða athugasemdirnar eða eyða þeim. 

Sé ekki betur en að það muni vekja enn meiri deilur en þegar hafa litið skapast hér í dag um mál sem ég sé ekki hægt sé að leiða algerlegga hjá sér. 

Ómar Ragnarsson, 23.2.2010 kl. 17:55

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Algerlega" á þetta að vera, - ekki "algerlegga".

Ómar Ragnarsson, 23.2.2010 kl. 17:56

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ráðirðu ekki við þetta verkefni, þá réðirðu heldur ekki við það að vera ritstjóri blaðs.

Þú "leiðir hjá þér", segirðu, það sem er vanvirðing við Krist. Hugsaðu þetta betur.

Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 21:36

22 identicon

Ritskoðun var jú það sem hélt uppi trúarbrögðum lengi vel.. ásamt lesbanni, kirkjan hans JVJ vissi vel að plottið í biblíu var svo lélegt að það væri hrein fásinna af henni að leyfa "venjulegum" mönnum að lesa hana...Lúter karlinn var með svo mikið harðlífi, hékk á kamrinum daginn inn og daginn út, kveikti ekki á því að lestrarbannið væri mjög mikilvægt til að trúin myndi ekki lognast út af.

Talandi um nafnleysi, JVJ veit það alveg jafnvel og ég að biblían er skrifuð af "nafnleysingjum" út í gegn, hann veit alveg örugglega að upprisan var skráð í biblíu nokkuð síðar.. þar sem kirkjunni vantaði eitthvað stórkostlegt til að tæla fólk, að komast hjá því óhjákvæmilega, dauðanum var því sett inn.

Spáið í því ef kristilegi flokkurninn hans JVJ kæmist til valda.. það myndi enda með því að hálf þjóðin væri í fangelsi.. eða verra; Tjáningarfrelsið færi algerlega.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:40

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert ábyrgur fyrir þínum orðum, gervidoktor, ég fyrir mínum, og þú ert ekki mín málpípa og sérð flestallt hér á hvolfi.

Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 23:47

24 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

En JVJ þú vilt stöðva frelsi DoctorE til að tjá sig um trú þína. Er það ekki réttur hanns að "vanvirða" Krist ef hann kýs svo? Hann trúir ekki á þann guð (né nokkurn annan svo vítt ég veit).

Birgir Hrafn Sigurðsson, 24.2.2010 kl. 08:58

25 Smámynd: Mofi

Sammála Ómar. Þetta er ekki góður farvegur til að fjalla um trúmál og er vel til þess fallið að orsaka stríð. Ef menn vilja móðga á þann hátt að hnefinn fer á loft þá munu viðkomandi líklegast uppskera eftir því einn góðan veðurdaginn. Það er samt nauðsynlegt að hægt sé að gagnrýna trúar skoðanir fólks, hvort sem það er þróunarkenning guðleysingja, islam eða kristni.

Ég hefði persónulega sleppt þessum athugasemdum um Krist, sé ekki tilganginn með henni miðað við efni greinarinnar.

Mofi, 24.2.2010 kl. 09:45

26 identicon

Það er bannað að gagnrýna trú JVJ... það sem ekki má gagnrýna er einskis virði.

Og mofi, plís ekki segja að þróunarkenning sé trú, hún hefur ekkert með trú að gera, eingöngu staðreyndir.
Það eru margir kristnir sem samþykkja þróunarkenningu, annað er ekki hægt fyrir hugsandi menn.
Þessir sömu kristnu menn segja einmitt að menn eins og þú Mofi séuð að rústa kristni, að sköpunarsinnar séu verstu andstæðingar trúar sinnar... og það er sannleikur málsins.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:24

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Birgir Hrafn Sigurðsson, það hryggir mig að sjá þvílíkan mann sem Ómar Ragnarsson taka að sér að gerast gestgjafi fyrir guðlastandi orð um Jesúm Krist. Kannski hann skrifi upp á þau ummæli þín, að þessi illa menntaði* gervidoktor hafi "rétt" til að vanvirða Krist. Hvaðan kemur sá "réttur", Ómar?!

Ekki ætla ég að standa hér í því að verja mína trú fyrir skítlegum árásum nafnlausra heigla, ég hef öðru mikilvægu að sinna. Hitt veit ég, að Ómar er lagalega séð ábyrgur fyrir öllu því, sem þeir segja hér á vefrásinni í hans boði.

* Það hefur oft sézt á skrifum hans, stafsetningarvankunnáttu og öðru.

Jón Valur Jensson, 24.2.2010 kl. 14:29

28 identicon

Nei nei er JVJ að hóta Ómari, búinn að draga konu Ómars inn í málið og alles, það er mjög kristilegt af honum :)

Ég er að gagnrýna skáldsagnafígúra og áhangendur þeirra... JVJ er að ráðast að mér með eitthvað stafsetningarbull, menntamaðurinn sjálfur sem gerir ekki greinarmun á fantsíu og raunveruleika :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 15:03

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var ekkert "stafsetningarbull", gervidoktor, þetta blasti við af bloggum þínum, þar til þú fekkst aðgang að púkanum.

Jón Valur Jensson, 24.2.2010 kl. 18:25

30 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jón Valur, það er til sá hlutur sem heitir málfrelsi og/eða tjáningarfrelsi og sá hlutur sem heitir skoðanafrelsi sem og trúfrelsi. Því hefur fólk rétt á að gagnrýna trésmiðinn frá Júdeu. Hvort fólk taki því persónulega, krefjist hefndar fyrir goðgá eða lýsi yfir Jihad gegn fólki sem er ekki sömu skoðunar er svo þeirra mál, en fólk hefur rétt, bundinn í mannréttindasáttmála SÞ, til þess að gagnrýna, tjá sig og jafnvel því lítilsvirða skurðgoð annara. Gerir þú ekki slíkt hið sama í sífellu þegar kemur að trúarbrögðum annara eða trúfrjálsum skoðunum?

Ef við höfum ekki rétt á að gagnrýna skoðanir höfum við ekki heldur rétt á því að hafa skoðanir. Persónulega þoli ég ekki hatur og hræsni kirkjunnar manna, sérstaklega þeirrar kaþólsku, gagnvart samkynhneigðum, en ég myndi, ólíkt þeim, deyja fyrir rétt þeirra til þess að tjá þessar skoðanir sínar, þó þær séu mér ekki að skapi, rétt eins og Jesú þinn dó samkvæmt þinni trú á krossi fyrir syndir þínar hafa þúsundir dáið, nær okkur í tíma, fyrir FRELSI okkar til þess að tjá okkur.

 Hvað varðar menntahroka og fæð gegn rit og lesblindum sem þessar síðustu færslur þínar bera með sér, þá dæma þær færslur sig sjálfar, enda lýsa þær enn fremur því að ÞÚ SÉRÐ FLÍSINA Í AUGA NÁUNGANS EN EKKI BJÁLKA MANNFÆÐAR Í ÞÍNU EIGIN AUGA.

Hvað á ég við? 

Nú.

Það hefur nefnilega enginn rétt á því að gagnrýna aðra en þú, ef lesin eru skrif þín, þú hefur rétt á því að bera vömm gegn fólki sem aðhyllist ekki þínar trúarskoðanir, leggja fæð á fólk sem lifir öðrum lífsstíl eða er t.d. samkynhneigt, hefur farið í fóstureyðingu eða annað sem þér er ekki að skapi, en dirfist einhver að bera nafn ÞÍNS guðs við hégóma, þá er fjandinn laus.

Og kommon. Það er ekki það slæmt að bera goð ykkar við svín, þegar til þess er litið að kristnir hafa í gegnum aldirnar stundað fátt meira en að segja heiðna guði vera djöfla og drepa í nafni kristins kærleika. Svín er frjósemistákn hér á norðurlöndum, herramannsmatur, greind skepna sem færir okkur leður, kjöt og fleira.

Það er líka ekki eins og þessir hindúar hafi teiknað mynd af Jesú að bera sig fyrir börnum í einhverri sundlaug undir yfirskriftinni 'Leifið börnunum að koma til mín'. Nei, hann var sýndur með bjórdós og sígarettu, tvær löglegar neysluvörur sem milljónir kristinna manna neyta á hverjum degi. Hvað sem má segja um skaðsemi þessara vöruflokka, þá er fólk ekki verra fólk fyrir að neyta þessara vara. Eða er það? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.2.2010 kl. 20:49

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að bera vömm gegn fólki, þetta hlýtur að vera nýtt orðatiltæki – nú eða staðbundið af einhverju útnesi.

Jón Valur Jensson, 24.2.2010 kl. 23:53

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bibba á Brávallagötunni....

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 00:15

33 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Sorry, málvilla skrifuð í þreytu. Svar þitt segir manni aðallega það að sumir sjá ekki skóginn fyrir trjánum - eða boðskapinn fyrir málvillunum...

...eða telja sig voða sniðuga að koma auga á eina málvillu og að það geri þá saklausa af öllum sínum löstum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2010 kl. 06:07

34 identicon

Sko ég get alveg spilað sama barnaleik og hann JVJ, ég skal meira að segja nota lagið hans Ómars..

Lok lok og læs allt í stáli lokað fyrir Páli.

Þá er ég að tala um fjöldamorðingjann Pál sem ku vera upphafsmaður kristni... ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 09:16

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaðan kemur meintur "réttur" til að vanvirða Krist og kristna trú, Ómar?!

Er það náttúrlegur réttur skepnunnar að níða skapara sinn að þínu mati?

Eða hvernig stendur á því, að þú leyfir hér níð um Guð og kristna menn?

Er það í alvöru þín auma afsökun, að þér "fallast hendur [!] við það að fara að eyða tíma í það vonlausa [sic!!!] verkefni að ritskoða athugasemdirnar eða eyða þeim"? Ertu orðinn svona seinþreyttur til verka, Ómar? Ef ekki, skortir þá eitthvað á hugrekkið?

Með aðgerðarleysi þínu ertu í raun að taka afstöðu gegn Páli postula og gegn Kristi, heiðri þeirra og virðingu, en með sjálfteknum "rétti" nafnlauss gervidoktors til að haga sér eins og fíll í postulínsbúð.

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 12:24

36 identicon

En hvað ert þú að gagnrýna Iceslave.. eða ESB herra JVJ, ertu ekki að ráðast að einhverjum með slíku tali, eða hvað.

Var Páll postuli fjöldamorðingi eða ekki, hvað segir þú um það.?


DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 12:43

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, hann stóð ekki í slíkum drápum sjálfur, og samkvæmt málvenju okkar myndum við þá ekki nota svona sterkt orð um hann. Hins vegar ásakaði hann sig sjálfur af sterkri samvizkukennd vegna þess, að með óbeinum hætti, sem hvetjandi til grýtingar Stefáns frumvotts og ofsóknar og framsals annarra kristinna manna í hendur böðla eða ofsækjenda, átti hann samsekt í þessum drápum og meiðingum. Guð hefur mátt og vald til að fyrirgefa. Páli var fyrirgefið, og fyrir hans orð hafa milljónir frelsazt.

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 12:51

38 identicon

Fyrri Samúelsbók 15:2-3

2Svo segir Drottinn allsherjar: Ég vil hefna þess, er Amalek gjörði Ísrael, að hann gjörði honum farartálma, þá er hann fór af Egyptalandi.

3Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt, sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna."

Hérna er guð að fyrirskipa drap á öllu, þar á meðal börnum

 Fjórðu bók Móse  31:16-18

16Sjá, það voru einmitt þær, sem urðu tilefni til þess, að Ísraelsmenn að ráði Bíleams sýndu Drottni ótrúmennsku vegna Peórs, svo að plágan kom yfir söfnuð Drottins. 17Drepið því öll piltbörn. Drepið og allar þær konur, er samræði hafa átt við karlmann, 18en látið öll stúlkubörn, er eigi hafa átt samræði við karlmann, lifa handa yður.

Hérna, tja, þarf að útskýra þetta? 

JVJ, er þetta úr bók skapara þíns? 

Stefán Sv (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 13:52

39 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Góður punktur Stefán Sv.

Ef JVJ eða annar kemur með 'gamla testamentið var sáttmáli sem var ógildur með komu/dauða/upprisu Jesú', er spurningin; hversvegna er þá lögð fæð á samkynhneigða af kirkjunni (en það ku úr Leviticus) og víst svo er gert, hvers vegna mega kristnir þá snæða svínakjöt sem er bannað í sama kafla?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2010 kl. 14:03

40 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

PS: JVJ. MEINTUR réttur kemur úr Mannréttindasáttmála SÞ. Einnig úr grunngildum lýðræðisins sem byggja á skoðana og tjáningarfrelsi.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2010 kl. 14:04

41 identicon

Svakalega næs að getað verið morðhundur og glæpamaður.. fá svo bara fyrirgefningu frá einhverjum ævintýrakarli BANG saklaus.

Reyndar er engu breytt með NT; Sússi sjálfur (not really) sagði að allt í GT væri í fullu gildi, þar mætti engu breyta því það væri fullkomið orð pabba hans(Sem er víst hann sjálfur)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 14:26

42 identicon

 J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég hef aldrei skilið afhverju þeir nota Jesús til að segja að gamla testamentið sé ógilt. 

Matteusarguðspjall 5:17-20

17Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.

    18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

    19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.

    20Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki.

Meira svínakjöt fyrir okkur ><

Stefán Sv (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 14:35

43 identicon

Ef við gerum ráð fyrir því að meintur messías hafi verið til yfirhöfuð, þá er það alveg kristalært að maðurinn var bandóður dómsdagsspámaður;
Fólki er bara ekki sagt frá þessu í dag, til að fæla það ekki frá kristni, það er amk þannig í flestum söfnuðum; Hvað sem öðru líður þá var mottó Jesu: Submit or burn... í merkingu þess að leggjast undir kaþólsku kirkjuna eða brenna.

Jesú var langt frá því að vera bróðir besti eða barnavinur mesti... þetta getur hver og einn kynnt sér með því að lesa bókina.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 15:01

44 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég kannast við þetta, en þetta er oftar notað af þjóðkirkjukristnum en Kaþólskum eða Evangelískum...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2010 kl. 15:22

45 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

þ.e. "GT er ógilt v. NT" frasinn er meira notaður af þjóðkirkjumönnum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2010 kl. 15:22

46 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mikið er ég fegin því að Jón Valur reynir ekki að fela fasískar ritskoðunartilhneigingar sínar. Verra þykir mér að hann skuli kalla þessa þöggun sína &#39;umburðarlyndi&#39; og þykist þess umkominn að segja öðrum bloggurum að stunda ritskoðun á þeirra eigin bloggum.

Það er samt óneitanlega dálítið skondið að sjá svar hans til Einars V. þar sem hann gerist sekur um nákvæmlega það sem Einar benti á. 

Kannske er hér um að ræða einhverskonar valblindni, þar sem JVJ sér eingöngu guðlast og málvillur, en ekkert annað. Betra væri að hann bæði ímyndaða vin sinn um að snúa þessu við. Þá fyrst yrði hann mögulega fær um að ræða málin eins og siðaður maður í stað þess að rjúka upp eins og móðursjúkt kerlingarhænsn í hvert sinn sem einhver vogar sér að vera ósammála honum í trúmálum.

Hvað meint guðlast varðar get ég ekki séð að það komi Jóni við þó þeir sem ekki trúa á sama ímyndaða vininn og hann "guðlasti", en hann getur kannske bent mér á þau Biblíuvers sem hvetja til ritskoðunar og eins þau sem segja að guðlast annarra hafi áhrif á mögulega himnavist hans sjálfs. Ef þau eru ekki til, sé ég ekki að andmæli hans byggist á öðru en óþarfa viðkvæmni. Jón er auðvitað þekktur fyrir slík ofsaviðbrögð við litlu, enda virðist hann þjást af því sem kallað hefur verið &#39;fatwa-öfund&#39;.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.2.2010 kl. 17:28

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru þá allir ritstjórar fasistar, fröken Tinna? ENGIN ritstjórn birtir dag hvern, viku hverja allt sem blaðinu berst né jafnvel allt sem blaðamenn hans/hennar sjóða saman. Er þá öll ritstjórastéttin búin að fá á sig fasistastipilinn frá þér? Og veiztu ekki, að fasismi er stjórnmálastefna yzt á hægra kanti (og þó furðu-keimlík öfgakenndustu vinstri stefnu um leið)? Hvað ef ég segi þér, að ég sé princíperaður miðjumaður &#150; eins og t.d. er algengast meðal Thómista í kaþólska heiminum, og sjálfur er ég Thómisti), stuðningsmaður mannréttinda, andvígur skefjalausri frjálshyggju jafnt sem grófri þjóðnýtingarstefnu o.s.frv. &#150; er ég samt með þinn auma fasistastimpil af því að þú sérð rautt þegar þú sérð til mín, væna? &#150; Svo þarftu að æfa þig í siðsamri orðræðu, ekki líki ég þér við "móðursjúkt kerlingarhænsn" (hvað sem það nú er), fröken.

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 17:46

48 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég veit að þú skilgreinir sjálfan þig sem miðjumann, Jón. Ég veit líka að fasismi er skilgreindur sem hægri-stefna.

Þú kallar þig líka stuðningsmann mannréttinda, en við höfum mismunandi skilning á mannréttindum. Mér finnst t.d. sjálfsögð mannréttindi að fólk fái að tjá sig eins og það vill. Þú ert á móti því. Ég tel það sjálfsögð mannréttindi að samkynhneigðir hafi jöfn réttindi á við gagnkynhneigða, þú ert ósammála því. Mér finnst það mannréttindabrot að neyða konur til að ganga með börn ef þær vilja það ekki, þér finnst það mannréttindabrot að leyfa þeim að fara í fóstureyðingu. 

Samlíking þín við dagblað er á villigötum, því blogg er allt annars eðlis en prentmiðlar. Í þeim síðarnefndu þarf t.d. að taka tillit til plássins sem fyrir liggur, en slíkar hömlur eru ekki á blogginu. Viljirðu halda þessari líkingu til streitu, verðurðu að viðurkenna að það væri frekar asnalegt ef þú marséraðir upp á Mogga og krefðist þess að þeir hættu að birta auglýsingar frá undirfataframleiðendum vegna þess að brjóst særðu tilfinningar þínar. Samt þykistu vera í rétti til að mæta hér á bloggið og segja öðrum "ritstjórum" hvað þeir eiga að birta og hvað ekki. Þú ert ekki "ritstjóri" á þessu tiltekna bloggi, þó þú ráðir algjörlega hvað þú gerir á þínum eigin bloggum - enda sést ef þau eru skoðuð hversu margar athugasemdir þú neitar að birta. Persónulega birti ég allar athugasemdir sem gerðar eru við mitt blogg, Ómar gerir hið sama á sínu. Þú hefur nákvæmlega engan rétt til að segja okkur að við eigum að eyða kommentum sem fara í þínar viðkvæmu taugar.

"Svo þarftu að æfa þig í siðsamri orðræðu, ekki líki ég þér við "móðursjúkt kerlingarhænsn" (hvað sem það nú er), fröken."

Vonandi særði þetta þig ekki, en eins og hefur komið fram ertu viðkvæmt lítið blóm sem ekki má styggjs með tiltölulega mildum orðum eins og &#39;kerlingarhænsn&#39;. Annars er það ekki vel liðið í &#39;siðsamri orðræðu&#39; að draga fjölskyldur manna inn í það sem um er rætt, eins og þú gerir við konu Ómars hér að ofan, og það er ekki talið merki um yfirvegun að kalla pólitíska andstæðinga sína landráðamenn eins og þér er svo tamt. Það er heldur ekki talið merki um neina sérstaka hæfni í rökræðum að tala niður til viðmælenda, væni,  né heldur að gagnrýna stafsetningu þeirra og málfar og hundsa þau rök sem lögð eru fram.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.2.2010 kl. 18:14

49 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til eru steinrunnin lög hér á landi , sem gerir hið afar afmarkaða "guðlast" refsivert með allt að 6 mánaða fangelsi og/eða fjársektum.  Mér leikur forvitni á hvort Jóni Val hugnast að þessi refsirammi verði settur í praksís og hvort jafnvel hann væri til í að  setjast í sæti dómarans.

Hann sakar Ómar um guðlast í sinni sjálfhverfu og uppskrúfuðu trúhræsni, svo hann vill væntanlega að Ómar verði settur inn, svo lögum sé framfylgt.

Annars eru öfgarnar og hræsnin svo yfirfljótandi hjá þér nafni minn að það er ekki nokkur maður sem deplar auga þótt þú tjáir þig af þinni alkunnu forneskju og fordæmingu. Ekki frekar en að menn geri þorpsfíflið að ráðgjafa um bæjarmál.  Þannig er það nú bara.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2010 kl. 18:18

50 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það ber þó að virða við þig Jón Valur að enginn er ötulli en þú í að prómótera trúleysi og gera fólk fráhverft trúarbrögðum. Þar ertu ómetanlegur.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2010 kl. 18:26

51 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég verð að segja að ég er pínu pons sammála Jóni Steinari ... en finnst þó margt til í máli Jóns Vals. Ekki allt alvitlaust sem hann segir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 18:42

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig geta það verið "sjálfsögð mannréttindi að fólk fái að tjá sig eins og það vill," frk. Tinna, hef ég leyfi til að kalla þig hvaða ónefnum sem er og lítillækka þig óspart og daginn út og inn í augum samborgara þinna? Eru það ekki einmitt mannréttindi að fá að njóta æru sinna og mannvirðingar? Eða hef ég misskilið eitthvað hér?

"Æran og vernd hennar" var einhvern tímann lögfræðilegt ritgerðar- eða bókarefni. Doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen hét, að mig minnir, Um fjölmæli. Og mörgum sinnum á ári er dæmt eftir meiðyrðalögunum, gjarnan verða ritstjórar og blaðamenn fyrir slíku, og með þessu er þeim settur stóllinn fyrir dyrnar að ganga ekki of langt. Sé um alvarlegustu tilefni að ræða, kostar sú vernd ærunnar umtalsverð fjárútlát hinna brotlegu vegna ummæla þeirra.

Jón Steinar spyr mig, hvort mér "hugn[i]st að þessi refsirammi" &#150; "allt að 6 mánaða fangelsi og/eða fjársekt[ir]" fyrir guðlast &#150; verði settur í praxís og hvort jafnvel hann [þ.e. ég, JVJ] væri til í að setjast í sæti dómarans."

Svarið er: Sannarlega vil ég, að þau lög séu ekki óvirt af einstaklingum, en geri menn það, á vitaskuld að ákæra og dæma eftir þeim, nú ekkert síður en áður fyrr. Til hvers er lýðveldið með lög í gildi, ef ekki er ákært og dæmt eftir þeim? Og hefur einhver ný upplýsing gert þessi lög úrelt? Eða eru brotin orðin vægari en áður? Fjarri fer því. Hitt er allt annað mál, að vitaskuld eiga löglærðir dómarar að annast alla dómaframkvæmd, og ekki er ég í þeirra hópi.

Það er afar ámælisvert, að yfirvöldin, hvort heldur ákæruvald eða dómsvald eða fulltrúar löggjafar- og framkvæmdavalds, fari ekki að lögum eða bregði fæti fyrir, að lögum sé framfylgt. "Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það," sagði séra Hallgrímur. Óvirðing við lögin stuðlar að lögleysu og upplausn í samfélaginu. Það kemur ekki á óvart, að vanstilltir róttæklingar rói öllum árum að slíku (sbr. ennfremur sögusagnir um meinta framgöngu vissra þingmanna Vinstri grænna að grófri aðför að Alþingi fyrir rúmu ári), en það er hörmulegt ef dómsvaldið er tekið í gíslingu slíkra lausungarafla, ýmist vegna virðingarleysis fyrir helgum dómum, trúargildum og trúartilfinningu manna eða vegna kjarkleysis við að standa sig í starfi sínu.

PS. Tinna, aulaleg er sú röksemd þín að gera leiðréttingu við málvillu að jafngildi grófra ærumeiðinga. Sér er nú hver viðkvæmnin. Þar að auki kalla ég engan landráðamann fyrir að vera "pólitískur andstæðingur" minn, heldur eingöngu fyrir brot á tilteknum paragröffum landráðalaganna, með sérstaklega tilteknum gjörðum viðkomandi manna. En einnig í þeim málaflokki mæta nú menn í fjölmiðla og vilja óvirða þau lög, m.a. út frá þeirri einkennilegu röksemd, að sums staðar og áður fyrr hafi menn jafnvel verið teknir af lífi fyrir landráð. En landráð eru misjafnlega alvarleg, og lögin sjálf (okkar lög) gera ráð fyrir mjög mismikilli refsingu í hverju tilviki, 2 ára fangelsisvist, allt að 3 árum, 4, 5, 6, 10, allt að 16 árum eða ævilangt, m.a. er þar sérstaklega tekið fram, að hafi eitthvað brotlegt (jafnvel í alvarlegum efnum) verið gert af gáleysi, þá skuli refsingin vera miklu vægari en ella. Refsiramminn er því víður eftir atvikum og gersamlega ástæðulaust fyrir Samfylkingarhneigða fræðimenn utan lögfræðisviðs að leggja til að afnema lögin út frá einhverri hysteríu vegna dauðadóma erlendis eða í fortíðinni samkvæmt lögum, sem hér eru EKKI í gildi!

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 20:54

53 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar Einar Valur svaraði mér um "réttinn" til guðlasts: "MEINTUR réttur kemur úr Mannréttindasáttmála SÞ," þá lét hann ekki svo lítið að tilgreina eina einustu lagagrein þeirri fullyrðingu til staðfestingar, enda er þar hvergi kveðið á um "rétt manna til að lasta guðdóminn".

Rakaleysi þessa fólks eru því lítil takmörk sett, þótt þau ráðist hér mörg gegn einum og Ómar og Mofi kjósi að "sit on the fence".

Gestgjafinn heldur svo áfram að hýsa óhroðann sem úr meirihlutanum rennur, sennilega hræddur að mótmæla "meirihlutanum". Það kann einnig að eiga við um lesendur, ef einhverjir eru, en ástæðan í sumum tilvikum sú, að þeir kæra sig ekki um að verða fórnarlömb illmælgi, sem hér má sja dæmi um, eða brestur þor til að standa vörð um eigin lífs- og trúargildi. Menn skulu þó minnast þess, að það er ekki venjulegur almenningur, sem safnast hér að mér og fer með grófyrði gegn Kristi og Guði, heldur fáeinir róttæklingar &#150; þetta er EKKI "meirihlutinn" í reynd!

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 21:11

54 identicon

Fyndið hvernig það eru alltaf menn sem tala fyrir hönd meintra guða...

Engir ímyndaðir vinir eiga að hafa lög sem banna að gagnrýna þá eða áhangendur þeirra... JVJ lætur eins og hann lætur vegna þess að hann telur að von sé fyrir hann og trúarofstæki hans vegna ástands mála á íslandi.
Hann spilar sig sem einhvern svakalegan íslandsvin... og þjóðrembusvín... svona eins og þegar Hitler komst til valda með að spila inn á svipaða strengi og ofurkrissinn hann JVJ.. það sjá flestir í gegnum þetta væl í JVJ, kannski ekki nægilega margir sem gera sér grein fyrir því að það eina sem skiptir JVJ máli er hann sjálfur og sætið hans við hlið ímyndaða galdrakarlinum og fjöldamorðingjanum í einræðisríkinu á himnum.
Við þekkjum þessar týpur eins og JVJ.. eru í hinum ýmsu ævintýrum slefandi utan í kóngum og keisurum... eða eins og Gollum úr Lord of the rings.. My precious got to have my precious

DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 21:11

55 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mér þykir ansi magnað að mér hafi þó ekki verið svarað.

Jón Valur, þú virðist ekki skilja þetta.

Það að tala um trúargoð einhvers á neikvæðan eða gagnrýninn eða niðrandi máta er ekki ærumeiðandi fyrir þá sem aðhyllast þá trú...

...TD. Ég er alveg viss um að þér sé sama þó ég segi "Ganesha notar fílsrana sinn til þess að misnota unga drengi&#39;. Fásinna, að sjálfsögðu, því hann er ekki til. Það að ég segi eitthvað svona gerir hinsvegar ekki hinn almenna Hindúa ærulausan, eða hvað? 

Ef ég segði hinsvegar að Jesú hefði fært fólki undir aldri áfengi á sínum tíma þegar hann breytti vatni í vín í brúðkaupsveislunni og hefði þar með gerst sekur um vanrækslutilburði gagnvart börnum yrðir þú æfur, þú að ég hefði ekki verið að tala um þig persónulega heldur um téðan trésmið sem þú dáir svo svakalega, sem var uppi á öðrum tíma en við og því horfði málið öðruvísi við en það myndi í dag.

Þetta minnir mig á umræðu sem við stóðum í, í haust, þegar þú hneykslaðist á því að ég dræpi á meintri samkynhneigð eins hjáguða þinna, Jóns Sigurðssonar. Þar sakaðir þú mig um að vega að persónu hans og æru, á meðan það eina sem ég gerði var að velta upp gamalli kenningu um ástæður skeifu Ingibjargar heitkonu hans sem brosti ekki mikið á myndum...

...þegar persónur eru látnar - eða í það minnsta farnar yfir móðuna miklu - eins og Jesú og Jón, og hafa haft sig í frammi við að vera í sviðsljósinu, eins og Elvis, Michael Jackson og jú, Jesú, þá er ekkert nema eðlilegt að fólk velti upp ýmsum kenningum og skoðunum á þessum einstaklingum. Þó það megi ræða um smekkleysi/vísi þess, þá eru engin lög sem kveða á um smekkvísi, annars sæti Einar Bárðari ennþá inni fyrir að hafa boðið mörlandanum uppá Nylon hérna um árið.

Það gerir ekki aðdáendur þessara skurðgoða (Jóns, Elvis, Jacko, Jesús) að verra fólki eða svertir æru þess að fólk ræði um það...

...sé það glæpsamlegt að hafa og tjá skoðanir sem ekki eru öllum að skapi, ættir þú að líta aðeins í eigin barm og gefa þig fram uppá Hverfisgötu.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2010 kl. 21:22

56 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

PS: JVJ, hinar manneskjurnar, þ.e. fyrir utan þig, sem hafa svona hrikalegar áhyggjur af smekkvísi annara eru almennt kallaðar tízkulöggur og eru í 99% tilfella samkynhneigðar.

Ert þú andleg-tízkulögga, og hvað ertu að gefa í skyn með því?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2010 kl. 21:25

57 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Tinna, aulaleg er sú röksemd þín að gera leiðréttingu við málvillu að jafngildi grófra ærumeiðinga."

Hvar gerði ég það? Ég sagði bara að það þætti ekki til marks um sérstaka hæfni í rökræðum. 

"Þar að auki kalla ég engan landráðamann fyrir að vera "pólitískur andstæðingur" minn, heldur eingöngu fyrir brot á tilteknum paragröffum landráðalaganna" 

Þú gefur mönnum það að sök að bera hag Íslands vísvitandi fyrir borð, sakar þá sumsé um glæp, fyrir það eitt að vera ósammála þér um hvernig hag Íslands er best borgið í IceSave-deilunni. Samræmist það þínum eigin hugmyndum um að vega að "mannvirðingu og æru" fólks?

 Ég fæ ekki séð að ég hafi vegið að æru þinni eða mannvirðingu, hvað þá að það sé á nokkurn hátt persónuleg árás á þig að gera grín að Jesú. Hafir þú svo mikið á móti því að fólk geri grín að löngu dauðum karli, hvet ég þig til þess að láta reyna á hin úreltu og hreint út sagt heimskulegu guðlastslög. Það er kominn tími til að þau hverfi og fólk átti sig á því að trúarviðhorf eiga enga sérstaka virðingu skilda umfram aðrar skoðanir.

Enda held ég að ef svo ólíklega vildi til að einhver Guð væri til, gæti hann séð um að verja sig sjálfur og þyrfti ekki Jón Val Jensson til að sjá um að rífast yfir tittlingaskít eins og Jesúmyndum sem innihalda orðið &#39;cunt&#39;. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.2.2010 kl. 21:31

58 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Valur, hún var vel mælt, síðasta athugasemd þín.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 21:41

59 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Gunnar.

Jón Valur Jensson, 26.2.2010 kl. 00:11

60 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Algerlega ósammála því reyndar, þraskenndur Morfís málflutningur að mínu mati, en hvað um það.

En JVJ, ég vildi bara leiðrétta það sem ég tel misskilning af þinni hálfu: 

"Gestgjafinn heldur svo áfram að hýsa óhroðann sem úr meirihlutanum rennur, sennilega hræddur að mótmæla "meirihlutanum". Það kann einnig að eiga við um lesendur, ef einhverjir eru, en ástæðan í sumum tilvikum sú, að þeir kæra sig ekki um að verða fórnarlömb illmælgi, sem hér má sja dæmi um, eða brestur þor til að standa vörð um eigin lífs- og trúargildi. Menn skulu þó minnast þess, að það er ekki venjulegur almenningur, sem safnast hér að mér og fer með grófyrði gegn Kristi og Guði, heldur fáeinir róttæklingar &#150; þetta er EKKI "meirihlutinn" í reynd!"

Ég þykist nokkuð viss um að skoðanir meirihluta sæmilega þenkjandi fólks endurspeglist einmitt og sem betur fer í andsvörum þeim er þú hefur safnað að þér hér í þessum þræði (og reyndar í flestum þráðum sem þú blandar þér í).

Ég myndi líka halda að ástæða þess að ekki eru komin miklu fleiri "grófyrði" gegn yfirstrumpa þvælunni í þér, pardon my French, er einfaldlega að fólk nennir ekki í þennan tilgangslausa sandkassaleik með þér og jafnvel vorkennir kallinum bara aðeins.

Úps! Æ er þetta ærumeiðing einhvurs konar??? Úff nú er ég á hálum í...hvað skildi Stjórnarskráin og Mannréttindasáttmálinn segja um þetta??? Hmm látum okkur sjá, eitthverstaðar í Mannréttindasáttmálanum stendur: 

19. Grein
,,Hver maður skal vera frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós."

Reyndar voru einhverjir snillingar frá miðausturlöndum (af svipuðu sauðahúsi og JVJ) að reyna að fá þessu breytt nýlega, bæta við einhverjum varnöglum að það mætti ekki lítilsvirða Mass-Schizofreniu galdrakallahugmyndirnar þeirra, man ekki hvernig það endaði. 

En jæja takk fyrir mig, lifið heil. Ekki vera að bögga Ómar Ragnarsson !

Guðmundur Kristjánsson, 26.2.2010 kl. 13:59

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þetta er þitt debut á ritvellinum, Guðmundur, þá er það ekki góðs viti.

Ég er allsendis ósmeykur við dóma hlutlausra manna um umræðuna hér.

Það fylgir yfirleitt í öllum lögum um málfrelsi, að menn verði að virða líka rétt þeirra, sem þeir skrifa um (þ.m.t. æru þeirra), og önnur lög i landinu. Væri hér ríkjandi frelsi til alls, taumlaust frelsi, þá myndu gilda hér lögmál frumskógarins. Vinstri menn eru ekki fremur en ég par hrifnir af því, að skefjalaust frelsi ríki í viðskiptalífinu. Af hverju ætti það að gilda um ritfrelsi?

Margoft gerist það, að maður tjáir ekki skoðun sína á lélegri frammistöðu sumra lélegra málsvara lélegra stefnumiða, bara af tillitssemi, en ritsóðar kunna enga kurteisi, að séð verður.

Jón Valur Jensson, 26.2.2010 kl. 14:14

62 identicon

Segi það með þér JVJ.. næsta rökrétta skref er því að banna biblíu innan 18 ára.
Banna aðgengi heilaþvottarklerka að börnum... það er yfirgangur af verstu gerð þegar klerkar vaða yfir óþroskaða huga barna og bora inn í þá að þeir eigi að borga félagssjöld svo börnin fari nú ekki til helvítis.


DoctorE (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 14:45

63 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Já maður er auðvitað stressaður, nánast Debut á ritvélinni og svona og maður veður beint í þaulvana rökræðu og ritsnillinga, rennandi votur bak við eyrun, svo þetta kemur allt svolítið klaufalega út hjá manni. Skal reyna að umorða þetta til að uppfylla almennar kröfur:

Fokkaðu þér og þinni heimskulegu trúarsannfæringu !!!

Æ hvað er að sjá, aftur er ég alveg kominn í ruglið. Biðst innilega afsökunar. 

En reyndar er ég frekar fylgjandi nokkuð taumlausu ritfrelsi (hvað sem öllum vinstri og hægri mönnum heimsins líður og jafnvel Thómistum). Það sem fólk skrifar og segir í samfélagi manna, dæmir sig sjálft og getum alveg treyst hugsanlegum lesendum og áheyrendum til að vega og meta málflutning hvers og eins sem tjáir sig. Alla vega mun frekar en þeim sem aðhyllast "Teh Force" og eru þar með búnir að fyrirgera rétti sínum til að taka ákvarðanir um eitt eða neitt sem krefst örðu af heilbrigðri skynsemi til að meta.

Til dæmis má alveg leiða líkum að því að þessi barnalega, ónærgætna, feitletraða (en samt sanna) setning mín hér að ofan, dæmi mig strax úr leik fyrir mörgu málsmetandi fólki og það er vel, því mér er alveg sama. Ég er nefninlega ekki hér að berjast fyrir einhvern málstað eða hef neina trú á að þessi bloggþvæla skili neinu. Ég er bara að reyna að vera leiðinlegur við þig, því þú og allt það sem þú stendur fyrir, fer í taugarnar á mér. Bæbæ

Guðmundur Kristjánsson, 26.2.2010 kl. 14:54

64 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég endurtek spurningarnar, Jón, þar sem valkvæma lesblindan virðist hafa skotið upp kollinum hjá þér enn einu sinni:

Hvar jafnaði ég "ærumeiðingum" og leiðréttingu á málvillum saman?



Samræmist það þínum eigin hugmyndum um mannvirðingu og æru að saka fólk sem er ósammála þér um hvernig hag Íslands sé best borgið í IceSave-deilunni um alvarleg lagabrot, þrátt fyrir að þú hafir ekkert fyrir þér í því annað en eigin ímyndanir um að viðkomandi sé vísvitandi að ganga þvert á hagsmuni þjóðarinnar?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.2.2010 kl. 16:31

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ruglar, Tinna.

Það er greinilegt á ástandi þessarar umræðu, að ég þarf ekki að segja meira hér.

Jón Valur Jensson, 26.2.2010 kl. 22:35

66 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, hlauptu bara í burtu ef þú ert ragur við að svara fyrir þig. Það er svosem ekki við öðru að búast frá þér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.2.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband