24.7.2011 | 22:54
300 Íslendingar á dauðalista Breiviks ?
Nú hefur verið upplýst að samkvæmt skilgreiningu Anders Behrings Breiviks á fjölda "föðurlandssvikara í hverju Evrópu landi séu 322 Íslendinga á "dauðalista" hans og félaganna í samtökunum, sem hann segist vera í, það er, fólk sem þarf að útrýma.
Einhverjir kunna að segja að þetta séu aðeins órar geðsjúklings en þá ber á það að líta að órar vitfirringanna, sem komu seinni heimsstyrjöldinni af stað reyndust vera dauðans alvara og að þeir, sem aðhylltust þessa villimennsku voru fleiri en nokkurn hafði órað fyrir.
Á dauðalista þeirra voru allir Gyðingar Evrópu og þeim tókst að myrða sex milljónir.
Nýnasista nútímans má ekki vanmeta. Þá dreymir um að klára það verk, sem Hitler tókst ekki að klára.
![]() |
Kallaði sig Sigurð Jórsalafara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
24.7.2011 | 22:42
Fær í raun að halda áfram.
Eitt af því versta við mál norska fjöldamorðingjans er það að hann svo gersamleta firrtur og siðblindur að hann ætlar augljóslega að nota réttarhöldin til hins ítrasta til að beina athyglinni að sér og boðskap sínum.
Því meira sem fjallað er um skrif hans og skoðanir, því betra finnst honum.
Réttarhöldin verða því ekki nein refsing fyrir hann heldur þvert á móti, - hann ætlar að baða sig hinn ánægðasti í sviðsljósinu! Þess vegna heimtar hann að fá að vera í einkennisbúningi og mun leggja sig fram um að vekja sem allra mesta athygli og umtal.
Af þessum sökum gerði hann ekki það sem margir fjöldamorðingjar gera, að farga sjálfum sér í lokin, heldur ætlar hann þvert á móti að færast í aukana sem aldrei fyrr.
Ef hann þar á ofan verður aðeins dæmdur í 21. árs fangelsi og fær kannski að fara út einhverjum árum fyrr, verður hann aðeins um eða innan við fimmtugt og mun þykja allir áróðursvegir færir.
Hitler skrifaði Mein Kamph í fangelsi og Breivik mun áreiðanlega ekki sitja auðum höndum þar.
Norðmenn munu líklega ekki eiga eftir að eiga sjö dagana sæla hvað snertir þennan viðbjóðslega vitfirring.
![]() |
Ætlaði að sprengja fleiri hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.7.2011 | 17:51
Ætti að vera sama hér, og kannski á sama rauntíma.
Norðmenn standa okkur Íslendingum ekki síður nærri en Svíum. Því ættum við einnig að hafa einnar mínútu þögn á morgun, og mér finnst koma til greina, að við gerum það ekki klukkan tólf, heldur á þeim sama rauntíma og Norðmenn og Svíar gera það.
Þetta á vel að vera mögulegt þótt það falli ekki á klukkan tólf hér á landi. Ástæða þess að ég held að þetta væri betra, er sú, að það gerir stundina sterkari á Íslandi að vita af því að sama þögn ríki hjá nágrannaþjóðum okkar.
Og einnig það að það skipti máli fyrir þær að vita af okkar hljóðu stund á sama tíma og þeir drúpa höfði.
![]() |
Mínútuþögn í Noregi og Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2011 | 15:11
Gott að það var ekki eldgos.
Ef það hefði verið eldgos í gangi og sand- og ökumistur legið yfir landinu er næsta víst að í London hefðu menn, sitjandi yfir tölvum, stöðvað allt flug á landinu.
Enda er ösku- og sandmagnið í loftinu nú miklu meira en var suma daga á eldgosatímanum í fyrra og í vor.
![]() |
Undarleg sýn við Breiðafjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2011 | 15:01
Fer saman við holdafarið?
![]() |
Kynlíf bætir heilsuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2011 | 14:57
Var líka óhugsandi í ferð Titanic.
Bandaríkjunum er nú siglt í átt að ísjaka greiðslufalls rétt eins og hið "ósökkvandi" Titanic forðum.
Enn er tækifæri til að breyta um stefnu en samt blasir við að með því að "hækka skuldaþakið" er í raun haldið áfram stefnu síhækkandi skuldabyrði sem getur ekki endað nema á einn veg.
Obama þorir ekki að grípa til þeirra róttæku aðgerða, sem þörf er á, vegna þess að hann þarf að leita eftir endurkjöri á næsta ári og vill ekki rugga bátnum.
Þess vegna er látið reka á reiðanum.
![]() |
Óhugsandi að Bandaríkin lendi í greiðslufalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)