Ætti að vera sama hér, og kannski á sama rauntíma.

Norðmenn standa okkur Íslendingum ekki síður nærri en Svíum. Því ættum við einnig að hafa einnar mínútu þögn á morgun, og mér finnst koma til greina, að við gerum það ekki klukkan tólf, heldur á þeim sama rauntíma og Norðmenn og Svíar gera það.

Þetta á vel að vera mögulegt þótt það falli ekki á klukkan tólf hér á landi. Ástæða þess að ég held að þetta væri betra, er sú, að það gerir stundina sterkari á Íslandi að vita af því að sama þögn ríki hjá nágrannaþjóðum okkar.

Og einnig það að það skipti máli fyrir þær að vita af okkar hljóðu stund á sama tíma og þeir drúpa höfði.


mbl.is Mínútuþögn í Noregi og Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta stendur nærri okkur öllum sem búum á þessari jörð, þetta var árás á lýðræði og frelsi, árás á allt mannkyn.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php

Á þessum link hjá Verdens Gang er líka hægt að sýna hluttekningu.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.7.2011 kl. 20:06

3 identicon

Tek undir með þér Ómar að hafa þetta á sama tíma, og takk Guðmundur fyrir að benda mér á linkinn hjá Verdens Gang.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband