Illviðráðanlegt eða jafnvel óviðráðanlegt vandamál.

Grigory Rodchenkov kemur frá sama landi og Ben Johnson á sínum tíma, frægasti lyfjabrotamaður íþróttasögunnar, svo að það er kannski ekki furða þótt Vladimir Pútín láti það fara svo í taugarnar á sér að hann sjái tengingu þarna á milli. 

Eftir því sem misnotkun lyfjanna verður háþróaðri verða möguleikarnir til að komast framhjá reglunum, ýmist með því að hjálpa eigin fólki til að sleppa, eða til þess að finna ráð til að fella andstæðingana, eins og kemur fram í fréttinni sem þetta blogg er tengt við.

Lyfjanotkun og lyfamisferli eru eitthvert stærsta vandamál íþróttanna sem fer síst minnkandi.  

 


mbl.is Pútín er reiður uppljóstraranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábending Styrmis: "Hver eru viðbrögð okkar við flóttamönnum að norðan?"

Styrmir Gunnarsson er með athyglisverða ábendingu á bloggi sínu undir fyrirsögninni: "Hver eru viðbrögð okkar við flóttamönnum að norðan? Skjótum þá."

Það eru mörg ár síðan ákveðið var að útbúa aðgerðaáætlun hér á landi til þess að vera með eins góðan viðbúnað og unnt væri vegna "flóttamanna" að norðan, hvítabjarna. 

En "vegna fjárskorts" hefur ekki verið hægt að ljúka við að hrinda þessari áætlun í framkvæmd, þannig að í stað þess að við stöndum að þessu eins og menn, er ódýrasta og einfaldasta leiðin notuð á þann hátt, að maður heyrir rödd grínistans Ladda hljóma í eyrunum: "Skjóta helvítið!"

Og í ofanálag er ekki notað orðtakið: Skjóta fyrst og spyrja svo. Nei: Skjóta fyrst og spyrja einskis. 

Hvítabjörninn er það dýr jarðar sem við Íslendingar ættum að hafa í hvað mestum hávegum, örþjóð sem þraukaði margar og langar aldir við hin verstu kjör nyrst á hjara veraldar. 

Það er eitt af afrekum lífsins á jörðinni að þetta stóra og glæsilega spendýr, hvítabjörninn, skuli geta lifað og tímgast við þau kjör sem honum eru búin. 

Það er erfitt að finna aðra skýringu á því af hverju komum hvítabjarna hefur fjölgað hin síðari ár á sama tíma og hafísinn hefur fjarlægst en að Lífsskilyrði hans hafi versnað svo mjög vegna loftslagsbreytinga að hann leggi í örvæntingu á flótta. 

Móttaka okkar á þessum "flóttamönnum að norðan" eins og Styrmir nefnir hvítabjörninn, er okkur til skammar af því að hún byggist á því að við tímum ekki að klára það verk sem svikist hefur verið um að klára, vandaða aðgerðaráætlun, sem ætti að hafa verið tilbúin fyrir löngu varðandi gerning sem virðist ekki ýkja stór en er okkur ekki til vegsauka til afspurnar. 


mbl.is Á flótta með rakvél og tannbursta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband