Ábending Styrmis: "Hver eru viðbrögð okkar við flóttamönnum að norðan?"

Styrmir Gunnarsson er með athyglisverða ábendingu á bloggi sínu undir fyrirsögninni: "Hver eru viðbrögð okkar við flóttamönnum að norðan? Skjótum þá."

Það eru mörg ár síðan ákveðið var að útbúa aðgerðaáætlun hér á landi til þess að vera með eins góðan viðbúnað og unnt væri vegna "flóttamanna" að norðan, hvítabjarna. 

En "vegna fjárskorts" hefur ekki verið hægt að ljúka við að hrinda þessari áætlun í framkvæmd, þannig að í stað þess að við stöndum að þessu eins og menn, er ódýrasta og einfaldasta leiðin notuð á þann hátt, að maður heyrir rödd grínistans Ladda hljóma í eyrunum: "Skjóta helvítið!"

Og í ofanálag er ekki notað orðtakið: Skjóta fyrst og spyrja svo. Nei: Skjóta fyrst og spyrja einskis. 

Hvítabjörninn er það dýr jarðar sem við Íslendingar ættum að hafa í hvað mestum hávegum, örþjóð sem þraukaði margar og langar aldir við hin verstu kjör nyrst á hjara veraldar. 

Það er eitt af afrekum lífsins á jörðinni að þetta stóra og glæsilega spendýr, hvítabjörninn, skuli geta lifað og tímgast við þau kjör sem honum eru búin. 

Það er erfitt að finna aðra skýringu á því af hverju komum hvítabjarna hefur fjölgað hin síðari ár á sama tíma og hafísinn hefur fjarlægst en að Lífsskilyrði hans hafi versnað svo mjög vegna loftslagsbreytinga að hann leggi í örvæntingu á flótta. 

Móttaka okkar á þessum "flóttamönnum að norðan" eins og Styrmir nefnir hvítabjörninn, er okkur til skammar af því að hún byggist á því að við tímum ekki að klára það verk sem svikist hefur verið um að klára, vandaða aðgerðaráætlun, sem ætti að hafa verið tilbúin fyrir löngu varðandi gerning sem virðist ekki ýkja stór en er okkur ekki til vegsauka til afspurnar. 


mbl.is Á flótta með rakvél og tannbursta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvítabirnir á flótta með rakvél og tannbursta?!

Þorsteinn Briem, 24.12.2016 kl. 13:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skagi er vinsæll áningarstaður hvítabjarna.

Það væri nú leiðinlegt ef hvítabjörn æti það litla sem eftir er af Framsóknarflokknum í Skagafirði, sem nú er í útrýmingarhættu.

Þorsteinn Briem, 24.12.2016 kl. 13:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðasta eintakið sem eftir er af Birni Bjarnasyni, falleg jólagjöf og fæst í snoturri gjafaöskju ásamt rakvél og tannbursta:
Image result for

Þorsteinn Briem, 24.12.2016 kl. 13:31

4 identicon

„Hver eru viðbrögð okkar við flóttamönnum að norðan?“. Áhugavert hugsaði ég spenntur, en fólk sem flytur „Suður“, m.a. frá Húsavík, er ekki bara í „vissum skilningi“ flóttafólk, það er flóttafólk. Þó án þess að lenda í klónum á samviskulausum kellum eins og Ólöfu Nordal og Kristínu Völundardóttur. En viti menn, hér er verið að ræða um Hvítabirni, sem valda Stasi Syrmi svefnlausum nóttum og áhyggjum þungum. Hér var ekki verið að hugsa til heimilis- og alslausra flóttamanna. Boðskapur jólanna virðist ekki haf náð til Íhaldsdúdda.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.12.2016 kl. 15:33

5 identicon

Og fjallar fréttin sem vísað er til ekki um túnískan glæpamann?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.12.2016 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband