Illviðráðanlegt eða jafnvel óviðráðanlegt vandamál.

Grigory Rodchenkov kemur frá sama landi og Ben Johnson á sínum tíma, frægasti lyfjabrotamaður íþróttasögunnar, svo að það er kannski ekki furða þótt Vladimir Pútín láti það fara svo í taugarnar á sér að hann sjái tengingu þarna á milli. 

Eftir því sem misnotkun lyfjanna verður háþróaðri verða möguleikarnir til að komast framhjá reglunum, ýmist með því að hjálpa eigin fólki til að sleppa, eða til þess að finna ráð til að fella andstæðingana, eins og kemur fram í fréttinni sem þetta blogg er tengt við.

Lyfjanotkun og lyfamisferli eru eitthvert stærsta vandamál íþróttanna sem fer síst minnkandi.  

 


mbl.is Pútín er reiður uppljóstraranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Who the f..k eru Grigory Rodchenkov og Ben Johnson? Frægasti lyfjabrotamaður íþróttasögunnar er Lance Armstrong.

Gústi (IP-tala skráð) 24.12.2016 kl. 23:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum er yfirleitt hápunktur leikanna og íþróttanna almennt það árið. 

Þegar Ben Johnson vann yfirburðasigur í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, setti nýtt og stórbætt heimsmet, 9,79 sekúndur og niðurlægði með því Carl Lewis, sem var á svipuðum enn hærri stalli þá og Usain Bolt er nú, var þetta talið mesta spretthlaup allra tíma og mesti íþróttaviðburðurinn í langan tíma.

Þegar Johnson féll síðan á lyfjaprófi og var sviptur metinu og gullinu, varð það enn stærri viðburður.

Ekkert einstakt lyfjabrotamál hefur orðið eins fréttnæmt, enda helstu afreksmenn í frjálsum íþróttum miklu frægari en hjólreiðamenn.  

Ómar Ragnarsson, 25.12.2016 kl. 23:20

3 identicon

100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum hefur ekki verið hápunktur leikanna frá því sjónvarpsútsendingar komu til sögunnar. Í dag eru fimleikar vinsælasta greinin með mesta áhorfið.

Ef fréttaflutningur er mælikvarðinn þá á Lance Armstrong metið. 1988 var ekkert internet og fjölmiðlaumfjöllun ekki nema brot af því sem hún var þegar fjallað var um Armstrong. Nokkurra vikna umfjöllun um Johnson kemst ekki nálægt stöðugri umfjöllun sem stóð í á þriðja ár um Armstrong. Johnson gleymdist fljótt en það er enn verið að gera grín að Armstrong í bíómyndum, sjónvarpsþáttum og víða á grínsíðum netsins.

Það er leitun að manneskju sem ekki veit hver Lance Armstrong er en það er leitum að manneskju undir miðjum aldri sem veit hver Ben Johnson var. Og hjá flestum hinna eldri klingir Ben Johnson ekki neinum bjöllum fyrr en bætt er við lyfjamisferli, hlaupari, ólimpíuleikar - þá fyrst fattar fólk um hvern verið er að tala.

Gústi (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband