70 prósent brautarinnar er innan brautarkerfis hinna brautanna.

70 prósent NA-SV brautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, eða hátt á áttunda hundrað metra vegalengd, er innan brautarkerfis hinna brautanna. Léttar flugvélar gætu lent á þessum kafla hennar þegar of mikill hliðarvindur er á hinum brautunum tveimur, og Twin Otter vélarnar á Akureyri gætu lent á hluta af þessari vegalengd í suðvestanátt. 

Þess má geta að brautin er alls 990 metrar og öll sú vegalengd er í góðu lagi og enn hefur engin hindrun verið reist við brautarenda. 

Fokker F50 vélarnar lentu stundum til suðvesturs í hvössum suðvestanvindi. 

Þótt Hæstiréttur hafi gert ríkinu skylt að standa við bókstaf í samningi við borgina um þessa braut, hefur Hæstiréttur ekki tekið samningsréttinn af þessum samningsaðilum. 

Þeir myndu hafa fullan rétt til að gera nýjan samning til að fara eftir. Til dæmis að nota megi brautina á hverjum þeim tíma þegar flugtæknileg atriði gera það mögulegt rétt eins og aðrar brautir. ("On condition").

Mikið af umræðunni um þetta mál hefur farið í að bera saman ósambærilega hluti og til dæmis að leggja að jöfnu flugeiginleika þriggja gerða farþegaflugvéla, Boeing 757, Dash 8 og Beechraft King Air.

Boeingþoturnar eru um 22 sinnum þyngri en King Air.

Dash 8 er meira en fimm sinnum þyngri en King Air. 

King Air getur því lent á mun styttri brautum en stærri vélarnar, en þolir að sama skapi mun minni hliðarvind. 

Þess vegna getur King Air ekki lent í Keflavík í miklum hliðarvindi þótt 757 geti það, og þegar hliðarvindur fer yfir ákveðin mörk í Reykjavík á Dash 8 auðveldara með að lenda en King Air.

Sömuleiðis segir það lítið um notagildi NA-SV brautarinnar þótt Dash 8 geti ekki notað þá braut í veðri sem King Air getur það.

NA-SV brautin í Keflavík er án merkinga og hefur grotnað niður síðan henni var lokað fyrir mörgum árum.

Þau 70 prósent NA-SV brautarinnar í Reykjavík, sem eru hluti af brautakerfi hinna brautanna, verða hins vegar áfram í svipuðu ástandi og brautarkerfið sjálft, sem var endurnýjað á vandaðan hátt fyrir 18 árum.  

 


mbl.is „Brautin hefur ekkert breyst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lykilorð beiðni SDG: "Þrátt fyrir að engu hafi verið haldið leyndu."

Lykilorð beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að Ríkisútvarpið biðji hann og konu hans afsökunar vegna "framgöngu Ríkisútvarpsins eru liklega þau, að hann hafi löngum sætt ofsóknum af hálfu RÚV "þrátt fyrir að engu hafi verið haldið leyndu" um aflandsfélagið Wintris. 

Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að strax árið 2009 þegar Sigmundur Davíð hóf mikil afskipti sín sem alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins af stjórnmálum, einkum viðskiptum Íslendinga við erlenda kröfuhafa, vissu íslenskir kjósendur ekkert um þetta aflandsfélag, Wintris, eignarhlut SDG í því, og enn síður um sölu þess á einn dollar á sama tíma og aðal viðfangsefni stjórnmála hans, bæði þá sem þingmanns og síðar sem forsætisráðherra voru einmitt kröfuhafar á borð við þau hjón. 

Fyrstu Sigmundar Davíðs við spurningum fréttamanns um Wintris fólust í örvæntingarfullri viðleitni til að þykjast lítið sem ekkert vita um það, reyna að þræta fyrir það og afvegaleiða spyrjandann. 

Nú fullyrðir hann hins vegar að "engu hafi verið haldið leyndu." 

Þarfnast þetta ekki nánari skýringar?


mbl.is Fer fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband