70 prósent brautarinnar er innan brautarkerfis hinna brautanna.

70 prósent NA-SV brautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, eða hátt á áttunda hundrað metra vegalengd, er innan brautarkerfis hinna brautanna. Léttar flugvélar gætu lent á þessum kafla hennar þegar of mikill hliðarvindur er á hinum brautunum tveimur, og Twin Otter vélarnar á Akureyri gætu lent á hluta af þessari vegalengd í suðvestanátt. 

Þess má geta að brautin er alls 990 metrar og öll sú vegalengd er í góðu lagi og enn hefur engin hindrun verið reist við brautarenda. 

Fokker F50 vélarnar lentu stundum til suðvesturs í hvössum suðvestanvindi. 

Þótt Hæstiréttur hafi gert ríkinu skylt að standa við bókstaf í samningi við borgina um þessa braut, hefur Hæstiréttur ekki tekið samningsréttinn af þessum samningsaðilum. 

Þeir myndu hafa fullan rétt til að gera nýjan samning til að fara eftir. Til dæmis að nota megi brautina á hverjum þeim tíma þegar flugtæknileg atriði gera það mögulegt rétt eins og aðrar brautir. ("On condition").

Mikið af umræðunni um þetta mál hefur farið í að bera saman ósambærilega hluti og til dæmis að leggja að jöfnu flugeiginleika þriggja gerða farþegaflugvéla, Boeing 757, Dash 8 og Beechraft King Air.

Boeingþoturnar eru um 22 sinnum þyngri en King Air.

Dash 8 er meira en fimm sinnum þyngri en King Air. 

King Air getur því lent á mun styttri brautum en stærri vélarnar, en þolir að sama skapi mun minni hliðarvind. 

Þess vegna getur King Air ekki lent í Keflavík í miklum hliðarvindi þótt 757 geti það, og þegar hliðarvindur fer yfir ákveðin mörk í Reykjavík á Dash 8 auðveldara með að lenda en King Air.

Sömuleiðis segir það lítið um notagildi NA-SV brautarinnar þótt Dash 8 geti ekki notað þá braut í veðri sem King Air getur það.

NA-SV brautin í Keflavík er án merkinga og hefur grotnað niður síðan henni var lokað fyrir mörgum árum.

Þau 70 prósent NA-SV brautarinnar í Reykjavík, sem eru hluti af brautakerfi hinna brautanna, verða hins vegar áfram í svipuðu ástandi og brautarkerfið sjálft, sem var endurnýjað á vandaðan hátt fyrir 18 árum.  

 


mbl.is „Brautin hefur ekkert breyst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þótt Hæstiréttur hafi gert ríkinu skylt að standa við bókstaf í samningi við borgina um þessa braut, hefur Hæstiréttur ekki tekið samningsréttinn af þessum samningsaðilum."

Eins og fyrri daginn nefnir þú hér ekki á fjöldann allan af staðreyndum sem eru aðalatriðið í þessu máli, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 17:28

2 identicon

Hvað þarf til?

Þorvaldur S" (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 17:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 17:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"SKULDBINDINGARGILDI SAMNINGA

Frá fornu fari hefur það verið viðurkennd meginregla í rétti flestra þjóða,samninga eða aðra löggerninga skuli halda eða efna.

Þessi regla, sem allt traust og tiltrú í viðskiptalífinu byggist á, var m.a. orðuð skýrlega í hinum forna Rómarrétti: "Pacta sunt servanda".

Ekki er fjarri lagi að fullyrða, að kenningin um skuldbindingargildi samninga sé hinn raunverulegi kjarni samningaréttarins, sem allar aðrar reglur hans séu byggðar á, beint eða óbeint ..."

Páll Sigurðsson lagaprófessor, Samningaréttur - Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar, útg. 2004, bls. 23-24.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila og mannvirki á landinu verða að víkja ef eigendurnir krefjast þess.

Og harla einkennilegt að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:04

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Það kemur undirrituðum hins vegar ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn virði hvorki samninga sem ríkið hefur gert né stjórnarskrána.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 4.9.2015:

"Við fengum kynningu á öryggisúttekt Isavia um lokun þriðju brautar Reykjavíkurflugvallar en í niðurstöðum segir að óhætt sé að loka henni þegar horft er til viðmiða Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO).

Fleira fróðlegt kom fram, meðal annars það að brautin hefur verið lokuð á löngum köflum í sumar því hún hefur verið notuð sem flugvélastæði fyrir einkaþotur.

Notkunarstuðull á vellinum án þriðju brautar reiknast 97% en alþjóðlegt viðmið er að hann eigi ekki að fara niður fyrir 95%.

Þegar metnar eru raunverulegar aðstæður, byggt á nákvæmum vindmælingum, ástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð og raunverulegri notkun í innanlandsflugi og sjúkraflugi er nýting vallarins miðað við að þriðju brautinni sé lokað enn betri, eða vel yfir 98%.

Lækkun nýtingar vegna lokunar þriðju brautarinnar reiknast um 0,6%.

Öryggisúttektin sýnir þannig að með mildunarráðstöfunum er ásættanlegt að loka þriðju brautinni.

Mikilvægt er að það gangi eftir, í samræmi við samninga ríkis og borgar þar um á undanförnum árum, nú síðast samning Reykjavíkurborgar og ríkisins sem samþykktur var einróma í borgarráði þann 31. október 2013."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:12

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:14

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.9.2013:

"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.

Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.

Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.

Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.

Völlurinn
er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."

Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins


Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:17

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÆTTAN Á FLUGSLYSUM ER EINNA MEST VIÐ ENDA FLUGBRAUTA:

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:24

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlíðarendasvæðið við norðurenda norðaustur-suðvesturbrautar flugvallarins er í eigu einkaaðila en ekki Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:29

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þá blasir það við eftir tveggja sólarhringa glímu:   Ég þarf að ráða mann í fullu starfi til þess að sinna fjölgandi kvörtunum um þá vaxandi innrás af sömu ómálefnalegu athugasemdunum sem hér er hrúgað upp, alls 15, í hundraðasta og eitthvað skiptið,  aðeins fáum mínútum eftir að ég hef reynt að grisja þær á sama deginum. 

Og þó aðeins hluti af þessu hreinsunarátaki. 

Ég veit ekki um að nein önnur bloggsíða en mín þurfi að sæta svona löguðu, - get ekki, þrátt fyrir ný svigurmæli þessa innrásarmanns um að ég sé geðveikur aumingi sem hafi aldrei unnið neitt gagn á ævinni og verið til óþurftar að öllu leyti, hugsað mér að eyða öllum tíma mínum í áframhaldandi viðleitni til að verjast þessum ágangi, sem nú bitnar með persónulegum árásum á grandalausa gesti á síðunni. 

Ætla að taka mér smá tíma til að íhuga stöðuna og hvað ég geri, en bið þá sem lesa síðuna um að virða mér það til vorkunnar þótt ég ætli ekki að eyðileggja áramótin fyrir mér við að eyða öllum tíma mínum við að berjast við þetta einstæða vandamál.

Það er enginn skyldur til að lesa þessi ósköp frekar en hann vill og skrifin eru auðþekkjanleg.  

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 20:33

17 identicon

Ómar, ég legg til að þú lokir alveg á Steina Briem. Hann veit greinilega ekkert í sinn haus

Gunnar (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 22:18

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er grátlegt vegna þess að hann hefur oft átt þessa fínu spretti.

Til dæmis sé ég núna að hann er með þessar fínu, málefnalegu og hæfilega mörgu upplýsingar um reglur um landakaup á EES-svæðinu í athugasemdum við pistil minn um jarðakaup útlendinga hér á landi. 

Ómar Ragnarsson, 30.12.2016 kl. 01:00

19 identicon

Steini á góða spretti. Ég hafði lengi gaman af því að lesa innleggin hans, en núna skrolla ég yfir allt sem hann skrifar vegna þess að hann er sífellt að endurtaka það sama og að auki farinn að vera með leiðindi. Ég segi eins og Ómar að það er leitt að þurfa þess af því að um leið missir maður af ýmsu fróðlegu sem hann kemur með af og til.

Dagný (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband