"Tungan gerir okkur að þjóð, hvar sem við erum niður komin í veröldinni."

Af mörgu þörfu, eftirminnilegu og áhugaverðu, sem forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu nú rétt áðan um mikilsverð málefni líðandi stundar, held ég að varnaðarorð hans varðandi stöðu og framtíð íslenskrar tungu muni lifa einna lengst ofangreind setning muni lifa lengst, þessi hér: 

"Tungan gerir okkur að þjóð, hvar sem við erum niður komin í í veröldinni." 

Mæli hann manna heilastur. 


mbl.is Þörf að endurskoða peningastefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar ekki enn eitthvað upp á góða landkynningu?

Það er ekki liðin öld síðan Halldór Laxness birti sína mögnuðu lýsingu á þeim ósiðum, sem viðgengjust á okkar landi. 

Á þeim tíma var meirihluti sveitabæja landsins enn torfbæir, ekkert vegakerfi sem hægt var að nefna því nafni og enn aldarfjórðungur þar til flugvellir, allt malarvellir, yrðu gerðir. 

Margt annað var eftir því, þar á meðal siðmenning þjóðarinnar. 

Það er athyglisvert að Íslendingar sem hafa verið erlendis taka eftir því hvað almenn kurteisi og tillitssemi eru miklu meiri víðast erlendis en hér á landi. 

Náttúruverðmæti Íslands er helsta aðdráttaraflið fyrir þá flóðbylgju ferðamanna, sem eru undirstaðan undir bættum þjóðarhag, en sinnuleysi okkar gagnvart ástandi þeirra og alltof almennt tillitsleysi og óreiða almennt er slæm landkynning að ekki sé talað um þá græðgi, sem ferðafólkið mætir oft af okkar hálfu. 


mbl.is Ferðamaður flúði fullan leigusala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín og þrjár vikurnar.

Þegar utanríkisráðherra Rússlands lét í það skína í gær að hann myndi reka 35 bandaríska sendimenn frá Rússlandi lá beinast við að skrifa pistil hér á síðunni um  það, að Pútín væri sallarólegur í þessu máli, vitandi það að að aðeins þrjár vikur væru í það að Donald Trump tæki við embætti. 

Hins vegar myndi brottrekstur bandarískra sendimanna gera stöðuna vandasama fyrir Trump þegar hann tæki við. 

En Pútín tók ráðin af utanríkisráðherra sínum og ákvað að leika snjallasta leikinn, að gera ekkert í málinu. Þrjár vikur eru stuttur tími í langvarandi samskiptum þjóðanna og skoða þarf taflið langt fram í tímann. 

Fyrir bragðið verður Trump með alveg frítt spil eftir að hann tekur við embætti við að efna loforð sín um að breyta afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Rússum. 


mbl.is Trump hrósaði Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glampi frá Loga?

7,5% fylgi er svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir hjá flokki, sem var með 12,9% fyrir tæpum fjórum árum og um 30% árið 2009. 

En eftir að Samfylkingin hefur verið föst í innan við fimm komma eitthvað prósent fylgi ansi lengi, er aukning upp í 7,5% þó hreyfing upp á við, hversu lengi sem hún nú stendur. 

Það má láta sér detta í hug að Logi Már Einarsson formaður eigi kannski þátt í þessu. 

Hann hefur komið vel fyrir í sambandi við stjórnarmyndunarviðræður, sem Samfó hefur tekið þátt í, og þegar ég starfaði í nefnd um umhverfismál undir hans stjórn fyrir nokkrum árum, þar sem skoðanir voru skiptar, vakti það athygli mína hve vel honum fórst nefndarstjórnunin úr hendi og hve vel honum tókst að laða fólki til samstarfs og samkomulagsvilja, sem leiddi til árangurs.  


mbl.is Samfylkingin eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband