Glampi frá Loga?

7,5% fylgi er svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir hjá flokki, sem var með 12,9% fyrir tæpum fjórum árum og um 30% árið 2009. 

En eftir að Samfylkingin hefur verið föst í innan við fimm komma eitthvað prósent fylgi ansi lengi, er aukning upp í 7,5% þó hreyfing upp á við, hversu lengi sem hún nú stendur. 

Það má láta sér detta í hug að Logi Már Einarsson formaður eigi kannski þátt í þessu. 

Hann hefur komið vel fyrir í sambandi við stjórnarmyndunarviðræður, sem Samfó hefur tekið þátt í, og þegar ég starfaði í nefnd um umhverfismál undir hans stjórn fyrir nokkrum árum, þar sem skoðanir voru skiptar, vakti það athygli mína hve vel honum fórst nefndarstjórnunin úr hendi og hve vel honum tókst að laða fólki til samstarfs og samkomulagsvilja, sem leiddi til árangurs.  


mbl.is Samfylkingin eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband