Æðið og síbyljan um að íslensk orka sé öll 100% endurnýjanleg.

Það er myndrænt að horfa á yfirlit á tengdri frétt um fyrirhugaðar virkjanir á Íslandi, alls 57. 

Þá skilst betur ástæða þess þegar við er bætt þeirri stefnuyfirlýsingu Landsvirkjunar, sem birt var fyrir nokkrum árum, að árið 2025 þyrfti að hafa tvöfaldað orkuframleiðsluna í landinu svo að hún yrði þá orðin tíu sinnum meiri en við þurfum sjálf til okkar eigin heimila og fyrirtækja. 

Og að það sé bráðnauðsynlegt að ramma allt landið inn í risaháspennulínur til þess að þjóna stóriðjunni og / eða sæstrengnum til Skotlands.  

Það er eins og oftast renni æði á okkur Íslendinga þegar eitthvað nýtt kemur til sögunnar líkt og Búrfellsvirkjun og 33 þúsund tonna álver í Straumsvík var árið 1970 

Nú er talið nauðsynlegt að hvert nýtt álver þurfi að vera minnst ellefu sinnum stærra en hið "stóra álver" var fyrir 47 árum.  

Og jafnframt er síbyljan um íslensk orka sé öll 100% hrein og endurnýjanleg þulin hvar sem því verður við komið, til dæmis stanslaust á Arctic Circle um helgina þótt fyrir liggi að íslenskar gufaflsvirkjanir endist aðeins í nokkra áratugi og séu því í raun rányrkja og víðsfjarri því að standast kröfur um sjálfbæra þróun. 


mbl.is Varasamt að „blóðmjólka“ auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkunotkun á besta tíma sólarhringsins.

"Virkjanalæti" og "einhver mest mengandi starfsemi sem hugsast getur" er ágæt lýsing forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á því óþoli og æðibunugangi sem hefur verið eitt helsta einkenni áltrúarinnar eða stóriðjutrúarinnar, sem tekin var upp hér á landi fyrir um hálfri öld. 

Hún virðist hafa heltekið svo marga, að fátt virðist getað stöðvað þetta æði og ýmsar rangar fullyrðingar sem fylgja því og hafa til dæmis dunið á Vestfirðingum varðandi það að fara hamförum um ósnortin víðerni Vestfjarðakjálkans án þess að það "tryggi orkuöryggi Vestfjarða" eins og flaggað er óspart. 

Skásta leiðin til að tryggja orkuöryggi Ísafjarðarsvæðisins væri ekki að setja allt á hvolf hinum megin á Vestfjarðakjálkanum heldur að virkja í Skötufirði eða Hestfirði, margfalt styttra frá Ísafirði.  

Ef notkun rafbíla verður almenn hér á landi og innviðir þeirra notkunar gerðir vel úr garði, verður orkunotkun þeirra í orkukerfinu hljóðlát að næturþeli, þegar bílarnir eru hlaðnir og önnur orkunotkun er minnst. 

En sífellt er látið eins og að það þurfi að halda "virkjanaæðinu" áfram og bæta jafnvel í. 

 


mbl.is „Virkjanalæti“ óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband