Fyrirbæri, sem er þekkt erlendis.

Viðtengd frétt á mbl.is um að Íslendingar nenni ekki lengur að vinna erfið störf er önnur hliðin á peningi í kjaramálum. 

Hin hliðin er afleiðingin, sem er sú, að innflutningur á tugum þúsunda erlends verkafólks. 

Hlálegt er, að þetta knýr áfram óánægju Íslendinga með útlenda vinnuaflið sem heldur við grunni íslensks atvinnulífs. Við virðumst ekki skilja eða vilja skilja, að það er ekki bara hægt eiga og éta hana samtímis. 

Ein af ástæðunum fyrir hinum mikla gróða sem skapast hefur á rekstri útlendinga á fyrirtækjum sínum hér á landi er, að verkafólkið gefur mestu möguleikana á því að hlunnfara hinn erlenda hluta láglaunafólks.

Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri, sem hefur lengi haft framleiðslu helstu stórþjóða Evrópu gangandi. 

Trump fékk fylgi 2016 út á óánægju innanlands með streymi erlends vinnuafls inn í landið og hann fékk líka fylgi frá þeim sem vildu loka fyrir þetta streymi, þótt þeir sjálfir héldu því gangandi með eftirspurn eftir því innanlands. 

Hann boðaði forna frægð og veldi Bandaríkjanna frá fyrri tíð ("make America great again!") meðal annars með því að banna sölu nýrra erlendra bíla, en rak sig þá meðal annars á það, að meiriparturinn af þeim voru framleiddir verksmiðjum Benz, BMW og Toyota í Bandaríkjunum!

 


mbl.is Íslendingar vilja ekki þiggja störfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband