Úrslitin valda usla hjá andstæðingunum.

Með tapi fyrir Finnum dró ský fyrir sólu hjá því gullaldarliði, sem Íslendingar hafa eignast í knattspyrnu. Króatar og Tyrkir virtust vera með pálmann í höndunum. 

En síðan komu glæsilegur sigur á Króötum og enn magnaðri sigur á útvelli á Tyrkjum. 

Á sama tíma sýndi jafntefli Finna við Króata, að sigur þeirra á okkur hafði ekki verið einber tilviljun. 

Þetta hefur gerbraytt stöðunni í riðlinum og valdið miklum usla hjá þjóðunum, sem virtust hafa allt í hendi sér nokkrum leikjum áður til að stimpla það inn að þær væru með bestu liðin. 

Þegar litið er yfir feril íslenska liðsins fram að þessu, kemur í ljós að það hefur ekki tyllt sér á toppinn að ástæðulausu, heldur skilur hina öflugu andstæðinga eftir í sárum. 

Þjálfari Króata rekinn og aðstandendur tyrkneska landsins biðjast afsökunar á frammistöðu sinni. 

Fyrir þúsund árum fóru íslenskir víkingar bæði í vesturveg og austurveg og gerðu strandhögg, fór allt vestur undir það svæði, þar sem nú er New York og austur í Kænugarð. 

Sigurför knattspyrnulandsliðsins nú minnir á forna frægðartíma. 


mbl.is Króatar reka þjálfarann fyrir lokaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðuflokkurinn 1979 - Björt framtíð 2017?

Alþýðuflokkurinn vann stærsta sigur sinn á vegferðinni 1916-1999 í kosningunum 1978, fékk 22% atkvæða og komst í þriggja flokka ríkisstjórn. 

Flokkurinn vann sigur sinn á grundvelli róttækrar umbótastefnu sem snerist að miklu leyti í kringum Vilmund Gylfason. 

Eftir umbrotasamt stjórnarsamstarf veturinn 1978 - 1979 sem endaði með því að Ólafur Jóhannesson hjó á hnútinn með svoefndum Ólafslögum vorið 1979, virtist ríkisstjórnin sigla lygnan sjó um sumarið. 

En þeð reyndist aðeins vera lognið á undan storminu, því að septemberkvöld eitt sprengdi félag Alþýðuflokkskvenna stjórnina óvænt á afar likan hátt og Björt framtíð gerði nú. 

Í kjölfarið voru haldnar kosningar í desemmber og þá tapaði flokkurinn miklu fylgi og lenti utan ríkisstjórnar í fjögur ár. 

Líkindin á milli þessara tveggja upphlaupa eru sláand þegar skoðaðar eru fylgistölur flokkanna núna, rúmum þremur vikum fyrir kosningar. 

Hvorki Viðreisn né Björt framtíð koma manni inn samkvæmt þessum tölum og eru ekki einu sinni nærri því. 

Nú er Jón Gnarr, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, stokkinn frá borði úr flokknum, en gefur frammistöðu hans í ríkisstjórn þó góð orð. 

Þetta er í stíl við sérstöðu Jóns, sem er óvenjulegur stjórnmálamaður sem hefur markað spor í íslensk stjórnmál og gefið nýjan og nauðsynlegan lit í litróf þeirra.  

 


mbl.is X-M mælist með meira en X-B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stanslaus vöxtur og bakslag, hröð úrelding og bið eftir enn nýrra.

Krafa og einkenni okkar tíma er krafan eftir stanslausum og endalausum vexti flestra fyrirbæra og sífelldum endurbótum og breytingum á hvers kyns varningi, tækjum og tólum. 

Hvað alls konar rafeindatæki snertir, svo sem myndavélar, tölvur og síma, hefur þróunin verið svo hröð, að stundum hvarflar jafnvel að fólki, að neita sér um að kaupa endurbætt tæki eins og síma, vegna þess að tækið eða tólið verði orðið úrelt eftir það skamman tíma, að það borgi sig að bíða. 

Krafan um nýjungar er ekki ný af nálinni. Gott dæmi um hana var þróun bandarískra bíla um miðja síðustu öld þegar svo var komið, að breytingarnar gátu orðið algerar árlega, eins og til dæmis Chevrolet 1957, 58 og 59, þegar öllum bílnum nema vél- og drifbúnaði, var breytt gagngert árlega. De Soto 57

Krafan um að vera í forystu í útliti náði hámarki 1957 þegar allar fjórar gerðirnar sem Chrysler-verksmiðjunar framleiddu, gengust undir gagngerar breytingar, allt frá undirvagni og upp úr undir slagorðunum "Suddenly it´s 1960!"  "Forward look!" 

Þetta svínvirkaði en hönnuðurinn, Virgil Exner sá ekki bakslagið fyrir þegar bílar verksmiðjanna þóttu allt í einu orðnir gamaldags í útliti árið 1960. 

Í örvæntingarfullri viðleitni til þess að breyta útlitinu aftur nógu mikið komu fram einhverjir ljótustu og hallærislegustu Chrysler-bílar sögunnar, og Exner var rekinn.  


mbl.is iPhone 8 fær dræmar móttökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband