Við "Hjarta landsins" þarf að nýta reynslu erlendis, til dæmis í Noregi.

Hugtakið og heitið þjóðgarður er verðmætur alþjóðlegur gæðastimpill og felur í sér flokkun svæða eftir þvi hvað verndin er mikil. 

Í efsta gæðaflokki eru svæði, sem eru gersamlega ósnortin, og jafnvel örfáir koma á. 

Í lægsta flokki eru afmörkuð svæði, þar sem eru að vísu mannvirki, en þó afturkræf. 

Í erlendum þjóðgörðum sem ég hef komið í, er þessari flokkun hagað á mismunandi hátt í samræmi við misjafnar aðstæður, en þeir þjóðgarðar, sem virðast einna sambærilegastir við íslenska þjóðgarða eru Jóstedalsjökulsþjóðgarður í Noregi og Yellowstone og Canyonlands eða Giljalönd í Bandaríkjunum, Yellowstone vegna jarðvarmans og jarðfræðinnar og Giljalöndin vegna jeppaslóða sinna, sem eru alls um 1600 kílómetra langir. 

Til samanburðar er talið að á Íslandi séu meira en 2000 kílómetra langir vegaslóðar. 

Þegar Jóstedalsjökulsþjóðgarður var stofnaður voru ýmiskonar fáfræði og fordómar helstu hindranir í að það tækist að ljúka málinu. 

Margar af ástæðum óttans voru reistar á ranghugmyndum eða misskilningi, sem þurfti að eyða og leita að lausnum, sem næg samstaða tækist um að lokum. Það tókst, og um það flutti Eric Solheim, formaður stjórnar þjóðgarðsins, fróðlegan fyrirlestur í Reykjavík fyrir um 15 árum. 

Stundum er best að setja fram viðhorf í tónum og ljóðlist en á prenti, og í tilefni af efni tengrar fréttar á mbl.is verður lagið "Hjarta landsins", sett að nýju á facebook, en heitið hefur verið kjörorð þeirra, sem vilja stofna miðhálendisþjóðgarð. 


mbl.is Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er vitlaust gefið", þess vegna þrefað um umhverfismál.

Nú er farið að nefna umhverfismál og rammaáætlun sem ágreiningsefni Vinstri grænna og hinna stjórnarmyndunarflokkanna tveggja. 

Undirliggjandi ástæða heyrist sjaldan nefnd, nefnilega sú, að um rammaáætlun eiga við ljóðlínur Steins Steinarrs: "Það er nefnilega vitlaust gefið." 

Í virkjana- og stóriðjuflokkunum er litið svo á að í rammaáætlun verði að vera lágmarksfjöldi virkjanakosta, sem fari í svokallaðan nýtingarflokk, sem er fyrirfram skekkjandi heiti, vegna þess að með því er látið sem svo að nýting geti ekki verið fólgin í verndun. 

Virkjanaflokkarnir tveir ættu að heita orkunýtingarflokkur og verndarnýtingarflokkur, eða þá virkjanaflokkur og verndunarflokkur. 

En þetta er rangt upplegg, því að virkjanmenn hafa þegar fengið að reisa 30 stórar virkjanir og velja það besta fyrir sig út. 

Öll orka landsins ætti að vera í upprunalegum potti, þar með taldar þær virkjanir, sem komnar eru. 

Ef jafnræði ætti að vera, ætti næsta skref að vera það að náttúruverndarfólk velji jafn marga stóra virkjanakosti úr pottinum og taki þá frá á móti virkjununum, sem komnar eru, og að síðan yrði afganginum skipt og taldar með í honum allar smávirkjanirnar, sem hrúgast nú inn á sviðið. 

Hin svokallað "sátt", sem virkjanamenn tala sífellt um, byggist á röngum forsendum, - það er vitlaust gefið. 

Þetta er undirliggjandi ástæða þess að þrefað er um umhverfismál og rammaáætlun.  


mbl.is Formennirnir funda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband