Óhjákvæmileg orkuskipti.

Eitt af því sem hinir steinrunnu talsmenn hinna voldugu hagsmunaafla, sem fastast halda í skammtímagræðgi núlifandi jarðarbúa, hafa upp úr því að hafa sem hæst um loftslagsmál, en að með því fellur umræða um óhjákvæmileg orkuskipti vegna komandi skorts á olíu í skuggann.BMW turnar Munchen 

Ljóst er að það tiltæki BMW, sem er skammstöfun fyrir Bayerishe Motoren Werke, hreyflaframleiðendur Bæjaralands, að breyta byggingu sinni úr tákni fyrir strokkana fjóra í eldsneytishreyfli í tákn fyrir rafhlöðu, mun ekki kæta Bandaríkjaforseta, helsta óvildarmann þýskrar bílaframleiðslu. 

Eitt helsta keppikeflið í komandi baráttu fyrir "yfirburðum" Bandaríkjanna með endurheimt fornrar frægðar og "mikilfengleika Ameríku" er að ganga á hólm við þau iðnríki á Vesturlöndum, sem ógna "forystu" Bandaríkjamanna í bílaframleiðslu.BMW i3 

Það á ekki aðeins við um Þýskaland, heldur ekki síður Kanada, samanber 219 prósenta tolla á kanadískar flugvélar sem ógna forystuyfirburðum Bandaríkjanna. Gildir einu þótt Kanada sé á landakortinu í Norður-Ameríku, - nei, þau ógna amerískum yfirburðum sem Bandaríkin hafa einkarétt á. 

BMW i3 rafbíllinn er aðeins eitt af því sem sýnir hvert þær verksmiðjur vilja stefna á orkuskiptaöld. Bíllinn sýnir þær framfarir, sem ná má með notkun nýrra, léttra og endurnýjanlegra efna auk hámarksnýtingar á möguleikum rafhreyfla og rafhlaðna. 

Fleiri bílar í svipuðum dúr munu fylgja á eftir sem verða eitur í beinum þeirra fulltrúa olíu- og kolaiðnaðarins sem Bandaríkjaforseti hefur raðað í hóp helstu ráðgjafa og samverkamanna sinna.   


mbl.is BMW-strokkarnir nú tákn um rafhlöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband