Ţađ var víst heldur aldrei stéttamunur á Íslandi.

Í 17. júní rćđu á Austurvelli fyrir ţremur árum sagđi ţáverandi forsćtisráđherra ađ ţađ vćri eitt af einkennum íslensks ţjóđfélags, ađ alla tíđ hefđí ekki veriđ hér sá stéttamunur sem veriđ hefđi í öđrum löndum.

Ţađ er nefnilega ţađ.

Amma mín fékk ekki kosningarétt fyrr en hún var á fertugsaldri. 

Afi minn var vinnumađur austur í Skaftafellssýslu fram undir ţrítugt og var í raun í vistarbandi. 

Hann var látinn fara gangandi ađ austan um hávetur og bjarga sér yfir allar óbrúuđu árnar á leiđinni vestur í Garđ á Suđurnesjum, ţar sem hann stundađi hćttulegt og vosbúđarfullt útrćđi fram í maí. Ţá fór hann fótgangandi austur á ný til ađ afhenda húsbóndanum launin fyrir vertíđina og vann vinnumannsstörfin áfram fram eftir árinu ţar til nćsta vertíđarganga hans hófst.

Í stađinn fékk hann mat og húsaskjól. 

Lengst af veldistíma Dana hér á landi áttu innan viđ 10% bćndanna allar jarđirnar en almennt voru bćndur leiguliđar. 

Ţetta var ađ sjálfsögđu íslensk útgáfa af lénsveldistímanum í Evrópu, ţar sem ríkjandi stéttir á Íslandi, stórbćndur, embćttismenn og útgerđarmenn, réđu meira en nokkur ađall í Evrópu gerđi. Hvergi í Evrópu réđi einvaldskonungur jafn litlu og Danakonungur á Íslandi. 

Hinn íslenski ađall stóđ ţversum sem afturhald fyrir breytingum, eyđilagđi međal annars framfaratillögur svonefndrar Landsnefndar konungs upp úr 1770 og kom eftir mćtti í veg fyrir ţéttbýlismyndun viđ sjávarsíđuna.  

Hinir fjölmörgu öreigar og sveitarómagar á Íslandi höfđu hvorki kosningarétt né kjörgengi fyrr en ţriđjungur 20. aldarinnar var liđinn. 

Amma mín var reidd á hesti sjö ára gömul frá Hólmi í Landbroti austur yfir Skeiđarársand til Svínafells í Örćfum og kú leidd til baka. Ţetta voru slétt "verslunarviđskipti" og ţetta var nú allt stéttleysiđ og jafnréttiđ. 

Og nú er ţví haldiđ fram ađ kynbundinn launamunur sé ekki til á Íslandi. 

Kanntu annan?


mbl.is Segir ummćli ráđherra ótćk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hversvegna ekki Trump eins og ţeir Nixon og Kissinger?

Opinber heimsókn Richards M. Nixons Bandaríkjaforseta til Kína 1972 var einhver merkasti atburđur síđari hluta 20. aldar og vakti gríđarlega undrun og athygli.

Nixon var republikani og ţví kom ţetta mönnum á óvart. 

En kannski var ţađ einmitt vegna ţessa, sem hann átti möguleika á ađ ná samkomulagi viđ kommúnistaríkin. Ţađ var síđur hćgt ađ vćna hann um undanlátssemi viđ vinstri öflin en forseta demókrata og sama ár fór Nixon til Moskvu og undirritađi svonefnt SALT samkomulag viđ Sovétmenn.

Ađ baki ţessari merku stefnumótun stóđ Henry Kissinger, öryggismálaráđgjafi Nixons.

Fram ađ förinni höfđu Bandaríkin ađeins viđurkennt stjórn kínverskra ţjóđernissinna á Tćvan sem löglega stjórn Kína og meinađ kommúnistastjórnni í Peking inngöngu í Sameinuđu ţjóđirnar međ tilheyrandi ţátttökurétti og setu fulltrúa Kína í öryggisráđi Sţ.

Fyrstu ţrjár vikur í embćtti hefur Donald Trump fariđ mikinn í yfirlýsingum og ađgerđum, og safnađ ađ sér vafasömum ráđgjöfum og samstarfsmönnum, miklum jábrćđrum og hagsmunafélögum, sem hafa međal annars fullyrt, ađ ţađ stefni í stórstríđ viđ Kína og annađ stríđ í Miđausturlöndum á nćstu árum.

Nú örlar ţó á smá glóru hjá Trump varđandi ţetta mikilvćga utanríkismál sem varđar sambúđ tveggja af öflugustu hagkerfum heims.

Henry Kissinger er enn á lífi og vonandi hefur Trump munađ eftir ţví. 

 


mbl.is Trump segist munu virđa „eitt Kína“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stćrsti viđburđur í sambúđ lands og ţjóđar á 20. öld.

Saga Íslands geymir mörg dćmi um mátt eyđingaraflanna, einkum eldfjalla landsins. "Pompei norđursins" varđ til víđar en á Heimaey, svo sem í eyđingu öskufallsins úr Heklu 1104, Örćfajökli 1262 og eyđingu byggđar af völdum hraunstrauma í Skaftáreldum 1783. 

Á 20. öld olli Kötlugosiđ 1918 tjóni og kom róti á samfélagiđ í Skaftafellssýslum, en enginn viđburđur af ţessu tagi á 20. öld jafnast ţó á viđ gosiđ í Heimaey.

Ţađ var tvímćlalaust stćrsti, áhrifaríkasti og dramatískasti viđburđur í sambúđ lands og ţjóđar á síđustu öld.

Ţótt Landeyjahöfn hafi markađ mikla framför í samgöngum viđ Vestmannaeyjar er sá galli á, ađ höfnin nýtist ekki allt áriđ.

Ţađ hefur skapađ rof í ferđamannatímann, sem hefur dregiđ úr ţeim stórkostlegu möguleikum, sem "Pompei norđsins" skapa í ferđaţjónustu, ekki ađeins í Eyjum, heldur á landsvísu sem einstćđur stađur.

Er ţví vel ađ hugađ sé ađ ţví ađ vekja athygli á minjum og sögu hins einstćđa viđburđar, sem Heimaeyjargosiđ var.   


mbl.is Húsveggur í hraunjađri endurbyggđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fyrsta "vá!" upplifunin: Eins og frjálst fall ofan í Almannagjá.

Ţriđji áratugurinn var uppgangstími á Íslandi, áratugur lagningar vega, byggingar brúa á borđ viđ Hvítárbrú í Borgarfirđi, stórsóknar bílanna og steinhúsanna um allt land.

Á nćsta áratug kom kreppan, en glćsilegar byggingar á borđ viđ Landsspítalann, Landssímahúsiđ, hérađsskóla, bíó- og samkomuhús, verksmiđja og verslunarhúsa, auk dýrra og íburđarmikilla íbúđarhúsa risu fyrir ágóđa "the roaring twenties" á Íslandi.Almannagjá 2

Á myndunum frá Ţingvöllum og víđar á myndum úr vörslu Jóns Ófeigssonar sést hvernig hestar og bílar blandast saman í umferđinni um sameiginlegum vegum. Ţađ er löngu liđin tíđ. 

Fyrsta "vá!" upplifun mín sést á tveimur myndum af Almannagjá, annarri međ bílaröđ og hinni međ hesti. Almannagjá 1

Ég var tćpra fjögurra ára sumariđ 1944, ţegar ţessi fyrsta stóra náttúruupplifun helltist yfir.Almannagjá 3

Hún fólst í ţvi ađ koma í bíl eftir sléttu sólböđuđu landi og steypast alveg upp úr ţurru nánast í "frjálsu falli ofan í myrkvađa gjána milli svartra hamraveggja, sem virtust viđ ţađ ađ kremja bílinn.

Ţetta var ógleymanleg upplifun.

Nú er umferđ á Ţingvöllum fyrir löngu orđin ţess eđlis, ađ ţetta er svćđi gangandi fólks.

Á tímabili gćldi ég viđ ţađ ađ opna mćtti gjána í svo sem klukkustund á dag fyrir einstefnu bílaferđ niđur gjána, en sú hugmynd fékk öruggt andlát.  


mbl.is Innsýn í landkynningu Íslands 1925
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband