Trúin er oft yfirvarp.

Bæði í kristni og íslam eru friður og hamingja meginstef. En engu að síður verður ekki tölu komið á öll þau stríð, sem háð hafa verið í þremur heimsálfum í nafni trúarsetninga og trúarágreinings.  

Muhammad Ali vitnaði í Kóraninn varðand það að hann bryti gegn trúarsannfæringu sinni með því að ganga í herþjónustu.

Hæstiréttur Bandaríkjanna féllst á þau rök. 

Áður hafði rétturinn fallist á samskonar rök mormóna, sem vitnaði í Biblíuna. Greinir sú bók þó heldur betur frá styrjöldum og ófriði.  

En þrátt fyrir friðarboðskap trúarbragðanna voru háðar styrjaldir og efnt til mannskæðra átaka í nafni trúarbragða, bæði í Evrópu og í Miðausturlöndum í meira en þúsund ár, allt fram á þennan dag. 

Í Evrópu voru trúarbrögð oft yfirvarp og raunverulega ástæðan valdabrölt, veraldlegir hagsmunir og landvinningar. 

Sum slík stríð urðu býsna langdregin, svo sem 30 ára stríðið. 

Öll útþensla múslimatrúar byggðist á beitingu ofbeldis og hervalds uns komið var inn í Frakkland og norður um Balkanskaga. 

"Guð vill það!" var heróp kristinna manna í krossferðunum. "We will win, because we´re on Gods side" sagði Joe Louis heimsmeistari í hnefaleikum þegar hann gekk í lið með bandaríska hernum í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Átökin á Norður-Írlandi voru oftast kynnt sem átök kaþólskra og mótmælenda og stóðu út síðustu öld. En ágreiningur Íra og Englendinga og sárindi vegna yfirráða þeirra síðarnefndu voru megin orsök. 

Nær samfelldur ófriður og styrjaldir hafa verið á milli shita og súnnía í Miðausturlöndum í aldarfjórðung og oft mikið gert úr trúarágreiningi í þeim efnum. 

En undir niðri krauma heift og hefnigirni vegna afskipta Vesturveldanna, valdabrölts þjóðarleiðtoga svonefndra og togstreita mikilla efnahaglslegra og stjórnmálalegra hagsmuna.

Afskipti Vesturveldanna hafa yfirleitt beinst að því að styðja ákveðin öfl gegn öðrum og hafa yfirleitt misheppnast og verið til ills eins. 

Og raunar voru stjórnmálastefnurnar, sem notaðar voru sem átylla fyrir hrikalegustu styrjöldum síðustu aldar, að mörgu leytir svipaðar trúarbrögðum, sem troða þyrfti upp á sem flesta.

Því miður hafa ofstopafólk og hreint glæpahyski getað fundið afmarkaðar trúarsetningar til þess að réttlæta morðæði sitt.  


mbl.is Tólf látnir og 39 særðir í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband