Sársauki, vandamál, hlýja og samkennd, kostir Díönu.

20 árum eftir dauða Díönu sem kölluð var prinsessa fólksins, kemur í ljós hvert gildi hennar var fyrir þjóð hennar og alla heimsbyggðina. 

Líf hennar var nefnilega að mörgu leyti svo líkt lífi venjulegs fólks, vonir og þrér, erfiðleikar, vonbrigði, ást, umhyggja, fálæti, vinátta, en líka ótryggð, deilur, átök og leit að sjálfum sér.

Allt þetta þekkti fólkið og vissi, hjá Díönu var þetta fyrir opnum tjöldum, hvort sem henni líkað betur eða ver. 

Þess vegna kemur glögglega í ljós,  20 árum eftir fráfall hennar, hve mikils virði hún er enn í hugum milljónananna, sem þekktu hana, fylgdust með henni, og fannst hún vera ein af fjölskyldunni. 

Hún var þekktasta persóna í heimi og af þeim sökum varð það hlutverk sem hún valdi sér svo mikilvægt. 

 


mbl.is Sársauki og þjáningar í víðu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eitt, heldur allt. Líka víðar?

Þegar skoðaðar eru þær takmörkuðu upplýsingar sem hafa fengist um allan ferilinn við byggingu kísilvers United Silocon kemur í ljós að allt málið er þannig vaxið að jafnvel þótt reksturinn síðan í fyrravetur yrði áfallalaus, væri allt í steik á þeim bæ samt. 

Fjármögnunin fór í handaskolum ekki síst við það að fyrirtækið lenti fljótlega í vanskilum upp á minnsta kosti á annan milljarð króna. 

Þótt það væri í raun dauðadæmt af þessum sökum var reynt að berja í brestina með því að stytta sér leið í sparnaðarskyni við ýmis atriði í byggingu og rekstri með þeim afleiðingum að þar hefur verið og er allt í uppnámi, eins og blasað hefur við alþjóð. 

En þetta virðist bara eiga að verða byrjunin á því sem koma skal. 

Uppi á Grundartanga á að rísa kísilver sem er svo mikil tilraunastarfsemi, að hún þarf ekki einu sinni mat á umhverfisáhrifum. 

Forsenduklúðrið hjá United Silicon kann að varða hátíð miðað við það sem gæti stefnt í á Grundartanga. 

Og á Bakka við Húsavík byrjar reksturinn á því að veitt er undanþága til fjórfaldrar meiri mengunar en ella er leyfð. 

Það er rökrétt framhald af því að hlutfallslega voru veittar meiri styrkir og ívilnanir af hálfu okkar Íslendinga við þá verksmiðju en nokkur Sjalla-Framsóknarstjórn veitti vegna álveranna. 

Og til að kóróna allt flugu allar fjórar verksmiðjurnar í gegn án þess að minnst væri á það að þær myndu kosta brennslu á meira en 300 þúsund tonnum af kolum á ári, eða álika miklu magni og felst í allri álframleiðslu álvers Alcoa á Reyðarfirði. 


mbl.is Húsin of há og höfundur spár á huldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband