Eins og að stökkva vatni á gæs.

Qui bono? var orðtak Rómverja varðandi það að rekja orsakir misyndismála. "Follow the money" heitir það hjá Kananum.  

Auðvelt er að sjá orsakir hinnar eindregnu afneitunar leiðtoga öflugasta lýðræðisríkis heims og heittrúaðra aðdáenda hans á bæði loftslagsbreytingum og komandi þurrð á helstu auðlindum jarðar vegna rányrkju. 

Trump hefur raðað í valdakerfi sitt mönnum, sem eiga bein tengsl inn í olíu- og kolaiðnaðinn og hafa aðeins eitt markmið:  Að hámarka skammtímagróða sinn sem allra mest og allra hraðast. 

Til þess að afgrreiða vaxandi magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sem "upplognar fréttir" er birt línurit sem á að sanna að koltvísýringurinn hafi ekki verið minni í 600 milljón ár. 

En breidd línunnar samsvarar 200 þúsund árum og því ekki hægt að sýna vöxt koltvísýringsins á svona línuriti, línan sjálf gleypir 200 ár. 

Línuritið er sjálft hálfsannleikur sem jafngildir lygi, en með því að birta nógu mikið af svona "staðreyndum" er verið að rugla fólk í ríminu og fá það til að trúa engu. 

Og fullyrðingar um það að að gnægð af ódýrri olíu til allrar framtíðar sé enn að finna á jörðinni þjóna sama tilgangi. 

Og bara það, að engu sé hægt að festa hendur á sem traustum heimildum, festir það ástand í sessi sem hentar skammgróðaöflunum. 

Ofan á þetta bætist vanmáttur ráðamanna þjóða jarðar við að grípa til aðgerða sem duga. 

Að reyna að fá þá og jarðarbúa til að grípa til aðgerða, sem hafi áhrif, er eins og að stökkva vatni á gæs þegar litið er á það hve óhemju lítið er gert í raun þrátt fyrir fögur orð á pappír og í fjðlmiðlum.  


mbl.is „Tíminn til að bregðast við nánast runninn út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstur forseta í þessu sem öðru?

Síðan síðuhafi fór að fylgjast með stjórnmálum fyrir tæpum sjö áratugum minnist hann ekki þess að neinn forseti Bandaríkjanna hafi á eins áberandi hátt ráðist beint á dómsvaldið og Donald Trump hefur gert í embættistíð sinni, og nú fært sig enn meira upp á skaftið. 

En hann er nú reyndar dýrkaður af mörgum fyrir að vera fyrstur forseta í svo mörgu. 

Enn síður eru dæmi um að forseti Hæstaréttar BNA hafi séð ástæðu til að bregðast til varnar dómsvaldinu. 


mbl.is „Við erum ekki með Obama-dómara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband