Langvarandi og hljóðlát áratuga óreiða leið ljúflega í gegnum Hrunið?

Óreiða og djúpstætt sleifarlag í byggingariðnaðinum á sér rætur frá því fyrir síðustu aldamót. Eftirfarandi spurningum ætti góður rannsóknarblaðamaður að leita svara við: 

Er það hugsanlegt að umfangsmikil óreiða, slappleiki og sleifarlag varðandi byggingareftirlit hafi ríkt svo lengi, að tjónið af ónýtum en tiltölulega nýjum byggingum á borð við Orkuveituhúsið og Íslandsbankahúsið sé farið nema hundruðum milljarða króna samtals?

Er það rétt, að rannsóknardeild byggingariðnaðarins hafi verið óvirk í áraraðir vegna fjársveltis?

Er nokkkur önnur skýring til á hinum gríðarlegu skemmdum af myglu, fúa, hrörnun og raka en að það hafi liðist í stórum stíl að fylgja ekki reglugerðum og standa kolrangt að einangrun og öðrum þáttum?  

Er um að ræða álíka fyrirbæri og fjármálaóreiðuna sem olli Hruninu, en hefur bara farið hljóðlegar og þrifist í skjóli samtryggingar? 

"Auðvitað kemur að skuldadögum" er fyrirsögn tengdrar fréttar á mbl.is. 

Sem þýðir að byggingahruninu tókst að fresta í gegnum efnahagshrunið. 

En þegar kemur að skuldadögunum sem eru ígildi fjármálahrunsins, hverjir bera þá ábyrgðina?

Eða verður það kannski enginn? Verður hægt, í staðinn fyrir að segja um fjármálahrunið: "Peningarnir gufuðu upp", að yppta öxlum og segja: "Byggingarnar gufuðu upp með því að grotna niður"?


mbl.is „Auðvitað kemur að skuldadögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er flugballið rétt að byrja?

Ef of hátt verð á olíu og of lág fargjöld eru helstu ástæður sameiningar Icelandair og Wow air, vaknar spurningin um öll hin flugfélögin í flugfargjaldaskóginum. 

Spurningin er líka sú, hvort olíuverð kunni að lækka óvænt, sem hefur svosem gerst áður, þótt það hafi verið tímabundið. 

Eða, hvort verðið haldist áfram hátt svo að annað af tvennu, - eða kannski hvort tveggja, - gerist: Að fargjöldin hækki, - eða - að fleiri flugfélög en orðið er, fari á hausinn eða sameinist. 

Eftir að Primavera varð gjaldþrota og Wow air hefur verið gleypt af skæðum keppinauti, er hætt við því að ótrúlega lág heppnisfargjöld muni láta undan síga, og það flugball því að missa flugið. 

En jafnframt vaxandi líkur á því að annað og stærra flugball sé rétt að byrja í formi mikilla sviptinga og uppstokkunar á hinum líflega flugfarþegamarkaði. 


mbl.is Bless skinkusamloka, halló borgaratvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar sérkennilegt ástand.

Heiti Sjómannafélags Íslands eitt og sér ætti að nægja til þess að setja félag með svo stóru heiti á sérstakan stall þegar þess er gætt að útgerðin og sjávarútvegurinn í heild er önnur af tveimur helstu burðarstoðum gjaldeyrisöfluar í eigu Íslendinga.

Af þeim sökum vekja þau atriði athygli sem nú er tekist á um í félaginu, svo sem það einstæða mál, að valdhafar í félaginu geti með einfaldri geðþóttaákvörðun ákveðið hvort ummæli eða gagnrýni einstakra félaga teljist brottrekstrarsök og þar með komið í veg fyrir, kannski um alla framtíð, að "óæskilegt" fólk fái að taka þátt í félagsstörfum. 

Ekki lítur það heldur traustvekjandi út hvernig nú er tekist á um félagaskrána sjálfa og deilt um hvort þar þurfi að hreinsa til. 


mbl.is Líkja félaginu við skip í brotsjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband