Verður Trump ekki helst að reka flesta nema sig?

Í sögu Bandaríkjanna hefur vafalítið aldrei sest maður í stól forseta, sem hefur jafn oft haft uppi stærstu orð um eigin yfirburði yfir aðra á jafn mörgum sviðum.

Vart verður komið tölu á fleiri setningar nokkurs mann, sem byrja á "...enginn veit betur en ég...", "...enginn hefur gert betur en ég...", "...enginn kann betur en ég..."

Þessu fylgja endalausar orð og gerðir þess efnis að það þurfi að reka fólk úr starfi, og þá ekki síst fólk, sem hann hefur ráðið sjálfur. 

Þetta fyrirbæri er rökréttur fylgifiskur hins takmarkalitla oflætis forsetans. 

Hann var vart sestur í valdastól þegar hann dæmdi dómarastétt Bandaríkjanna óhæfa vegna þess að hún dæmdi ekki í einu og öllu eftir hans skilningi. 

Fljótlega á eftir fylgdu alþjóðlegar vísindastofnanir og vísindasamfélagið allt, sem væri skipað gersamlega óhæfu fólki, sem kæmist ýmist að vitlausum niðurstöðum eða falsaði þær. 

Í stað þessa óhæfa fólks sagði Trump að þyrfti að ráða "alvöru" vísindamenn, sem kæmust að niðurstöðum, sem væru þóknanlegar honum. 

Í anda söngsins "Sumarliði fullur": "Ég veit allt. Ég skil allt." 

Í sumum tilfellum er Trump búinn að reka fólk og ráða annað, sem hann hefur síðan rekið líka. 

Núna er hann kominn í þann ham að loka ríkisstofnunum með harðri hendi, jafnvel um mjög langan tíma. Það er óbein útgáfa af því að reka úr starfi að reka þetta fólk með því að loka vinnustöðum þess. 

Ef Trump verður iðinn við þennan kola þyrfti hann að reka flesta nema sig sjálfan. 

Hins vegar er hætt við því að hin óhæfa dómarastétt muni gera það erfitt fyrir hann á meðan hann rekur ekki dómarana fyrst.  


mbl.is Trump sagður vilja reka seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband