Strax ýjað að hryðjuverkum.

Í morgun hefur mátt sjá á blogginu að eldsvoðinn í Miðhrauni geti verið hryðjuverk erlendra "glæpasamtaka." 

Hefur þetta vakið mikla athygli, flettingar og innlit sem von er. 

Er þessu haldið fram meðan varla hefur enn verið slökkt í glæðunum og lögreglan að sjálfsögðu ekki haft aðstöðu til að sanna eða afsanna neitt í þessum efnum. 

Vitnað er í frásagnir af dularfullum sprengingum á meðan á eldsvoðanum stóð og ályktað sem svo, að sprengiefni hafi verið notað til þess að fremja "hryðjuverkið." 

Einnig vitnað í umræðu um "glæpasamtökin" No Border. 

Þessi umræða er dapurleg. 

Eða hverju reiddust hryðjuverkasamtök þegar brunarnir voru í Skeifunni, Hringrás og Gúmmívinnustofunni? 


mbl.is Ekkert sem bendir til saknæms athæfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki óvissan á vinnumarkaðnum enn meiri áhættuþáttur?

Fáir hafa fylgst jafn lengi og vel með íslenskum vinnumarkaði en Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Var þegar á sjötta áratug síðustu aldar inni á gafli hjá helstu áhrifamönnum í togstreitu vinstri- og hægrafla og í verkaðlýðsmálum og hélt þeim tengslum áratugum saman sem Morgunblaðsritstjóri. 

Styrmir undrast í nýjum bloggpistli og hefur raunar áður fjallað um það, hve ráðamenn þjóðarinnar virðast hafa litlar áhyggjur af þeirri óvenju djúpu undiröldu sem þegar ríkir í atvinnu- og launamálum og af því umróti sem það kann að valda í kjaradeilum, sem gætu farið úr böndunum ef "flotið er sofandi að feigðarósi" eins og hann orðar það.

Óveðursský hafa þegar hrannast upp og birst í mestu mannaskiptum í forystu stærstu verkalýðsfélaga landsins sem dæmi eru um um langt árabil. 

Óvissa með ferðaþjónustuna er vissulega áhættuþáttur, sem vert er að nefna varðandi stjórn efnahagsmála og nýja fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar, en æpandi er sú þögn sem ríkir varðandi kjaramálin. 

Þar leynist djúp undiralda, sem til dæmis kemur vel fram í mikilli athygli sem upprifjun Láru Hönnu Einarsdóttur á facebooksíðu sinni á hörðum ummælum núverandi forsætisráðherra, sem hún viðhafði þegar hún var sjálf í stjórnarandstöðu fyrir síðustu kosningar.  


mbl.is Óvissa með ferðaþjónustu áhættuþáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband