Rætist spáin um oddaaðstöðu Viðreisnar?

Fyrr í vor var því kastað fram hér á bloggsíðunni að Viðreisn kynni að verða í oddaaðstöðu í borgarstjórnarkosningunum ef núverandi meirihluti félli. 

Fyrstu tölur í kvöld benda til þess. 

Nóttin er hinsvegar ung og þetta verður spennandi.  


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáheyrður leikur.

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er ekkert venjulegur leikur, svona álíka langt frá leik í fjölskyldumóti í útilegu og hugsast getur. 

Samt ráðast úrslit þessa stórleiks á tvennum mistökum markvarðar, sem jafnvel óreyndur markvörður í fjölskylduleik í útilegu, myndi varla gera. 

Tugir milljóna, jafnvel hundruð verða vitni að mannlegum harmleik markvarðarins, sem þarf að horfast í augu við heiminn með óbærilega skömm á bakinu. 

Síðan er það hitt atriðið í dramanu, að varamaður kemur af bekk Real Madrid, skorar glæsilegasta mark í sögu Meistaradeildarinnar og á síðan skot langt utan af velli, sem stefnir þráðbeint í hendur markvarðarins ólánsama, en skrúfast af þeim í markið. 

Mistök markvarðar Liverpool eru að því leyti verri en ella, að þau setja blett á annars einstæðan sigur og glæsilegan sigur Real Madrid þriðja árið í röð, því að þau ráða úrslitum um leikinn, sem annars hefði staðið jafn að loknum venjulegum leiktíma.  


mbl.is Gareth Bale stal stenunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "vont veður" gott kosningaveður?

Frá upphafi Íslandsbyggðar hafa úrkoma og vindur haft á sér óorð. Á sumrin er slíkt veður illa séð fyrir útisamkomur og ferðalög og hefðin er nokkuð samfelld hvað það varðar að um aldir hefur votviðri um heyannatímann verið martröð bænda. 

Með breyttum þjóðháttum er þetta ekki lengur einhlítt. Þegar vel viðrar eru margir á faraldsfæti, en vvið það fækkar hins vegar þeim sem eru á ferli nálægt heimilum sínum og þar með nálægt kjörstöðum. 

Þegar talað er um gott kosningaveður í þeirri hugsun að sól og bliða felist í því, er því hugsanlega um úrelta hugsun að ræða sem miðist við allt aðra þjóðhætti og samgöngur en nú er, - best sé að veðrið sé nógu leiðinlegt til þess að það freisti ekki fólks til að fara í ferðalög í burtu frá lögheimilum sínum. 

Spurningunni um það hvort "vont" veður sé gott kosningaveður má kannski svara þannig, að hæfilegt votviðri með súld og litlu skyggni sé kannski skásta kosningaveðrið. 

 


mbl.is Úrkoman mest í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynileg kosning. Enginn kjósandi getur sannað, hvað hann hefur kosið.

Enginn kjósandi getur sannað hvað hann hefur kosið, ekki heldur með yfirlýsingum þar um.

Þegar talningafólk skoðar kjörseðilinn, telst hann ógildur ef eitthvað annað er ritað á hann en kross við listabókstaf eða útstrikanir eða breytt númeraröð við listann, sem krossað er við.

Raunar er bannað að hafa uppi áróður á kjörstað og ef af hlýst einhver rekistefna, en ansi margt sem flokkast gæti sem áróður. 

Kosningarnar í Reykjavík í dag eru spennandi vegna óvíssunnar um það hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Tvær síðustu skoðanakannanirnar voru voru misvísindi og það eykur á óvissuna, en eyðir henni ekki.  


mbl.is Sanna Magdalena segist bjartsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband