Óvenjulegur skjálfti?

Leikmanni hnykkir við þegar sagt er frá því að sá harðasti af nokkrum jarðskjálftumm við Bárðarbungu í morgun, 4 stig, hafi verið á 0,1 kílómetra dýpi; aðeins 100 metrum undir yfirborðinu.  

Ekki fylgir sögunni hvort þrír stærstu skjálftarnir urðu undir sikötlunum tveimur, sem eru við suðausturjaðar öskjunnar, en varla hefur íshrun valdið þeim. 

Og þá vaknar spurningin um hvort hið meinta dýpi, 01 kílómetri, sé virkilega rétt. 

Bárðarbunga var löngum lítið í fréttunum, enda mælar fáir miðað við það sem síðar varð, en með gosinu í Holuhrauni stimplaði hún sig rækilega inn sem hálfgerður mafíósi í miðju hins íslenska eldvirka svæðis, sem liggur ofan á öðrum af tveimur stærstu möttulstrókum jarðar; enn hinn er undir Hawai-eyjum. 


mbl.is Skelfur við Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband