Ný tækni í bílum, sem gæti nýst vel á margan hátt.

Í tengdri frétt á mbl.is er greint frá ýmsum tækninýjungum í bílum, sem snerta öryggi, og benda til þess að hægt sé að vonast til að geti nýst við gagngera endurskipulagningu á notkun bíla í framtíðinni.

Sérstaka athygli vekur svonefndur "svartur kassi" sem skráir alla notkun bílsins í smáatriðum, líkt og er í farþegaflugvélum.  

Svona mælingakerfi getur hjálpað til við að hver fjölskylda geti notað einkabíla, sem falla betur að kröfum framtíðarinnar um umhverfisvæna umferð. 

Til dæmis svona:   

Númer 1 - 2. 

Lítill, ódýr rafbíll, 2ja - 5 sæta eftir atvikum. Jafnvel tveir litlir rafsmábílar. 

Númer 2.  

Nógu stór bíll fyrir bæði langferðir og styttri ferðir. Búinn "svörtum kassa" svo að hægt sé að láta opinber gjöld og tryggingar geti tekið mið af eknum kílómetrum. 

Númer 3. 

Rafknúið léttbifhjól til einkaferða, jafnvel um allt land ef komið verður á skiptikassakerfi fyrir slík hjól eins og komið er á Tævan.  

 


mbl.is Nýjar kröfur til nýrra bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nei, nei, Grænlandsjökull og hinir jöklarnir hækka og stækka."

Líklega eru liðin ein sex eða sjö ár síðan ágætlega menntaður og gegn maður, bað síðuhafa að koma afsíðis með mér til þess að sjá með eigin augum rétt, óyggjandi og hrollvekjandi vísindaleg gögn með mælingum og myndum, sem sýndu hraðan vöxt hafíssins í Íshafinu. 

Fylgdi sögunni og kom síðar fram í umræðum á netinu, að "veðurfar færi hratt kólnandi."

Síðan eru liðin sjö ár og enn ríkir það hlýindaskeið, sem hófst rétt fyrir síðustu aldamót eins og sjá má af tengdri frétt á mbl.is.  

Í fyrra var stór hluti umræðu af þessu tagi á því stigi, að fullyrt var, að myndir, mælingar og óyggjandi gögn sýndu, að Grænlandsjökull og aðrir jöklar væru ekki að minnka, heldur hækka og stækka. 

Með þessum fullyrðingum voru meðal annars sýnd kort af skriðjökli, sem fyrir rúmlega öld lá eina 40 kílómetra til vesturs út úr Grænlandsjökli yfir austan Jakobshavn, og fullyrt, að myndin sýndi hvorki meira né minna en 45 kílómetra framskrið íss og jökuls þarna á síðustu 140 árum.

En þegar kort af þessu var skoðað nánar kom í ljós að hið gagnstæða hafði gerst; jökullinn hafði hopað alla þessa vegalengd. 

En þetta var eins og skvetta vatni á gæs, því að nú var því bætt við, að myndir og mælingar af minnkun og hopi jökla væru falsaðar, þannig að jafnvel hefði verið víxlað myndum og þær myndir, sem ættu að sýna jöklana fyrir til dæmis nokkrum áratugum, væru í raun af þeim, eins og þeir væru í dag, - og öfugt.  

Og einn kuldatrúarmanna tók sig meira að segja til í fyrra og mældi islensku jöklana sjálfur og komst að því að þeir hefðu alls ekki minnkað neitt. 

Nú segja sumir, að ekki eigi að vera eyða orðum á afneitunar "gögn" af þessu tagi. 

En slíkar fullyrðingar hafa þau áhrif, að vegna þess hve einbeittur vilji liggur að baki röksemdafærslu  og "gögnum" kuldatrúarmanna, stendur hinn almenni notandi samfélagsmiðlanna ringlaður frammi fyrir frétta- og pistlaflæði af þessum málum, og margir gefast upp með því að segja sem svo, að það sé engum að treysta og best að taka ekki mark á neinu. 

Slíkt ástand hentar hins vegar almennt best þeim, sem bera út falsfréttir á borð við þá, sem fékk flug hér á dögunum, að hver strætisvagn mengi á við 7500 bíla. 

Mengun fer, að öðru jöfnu, mest eftir þyngd bíla, og samkvæmt þessari frétt vegur hver strætisvagn minnst 5000 tonn og er nokkrir kílómetrar á lengd! 

En ein ljósvakafréttastofan sá sig knúða til að leita hins rétta hjá Strætó, vegna þess hve margir gleyptu við þessum andróðri gegn almenningssamgöngum. 

Þegar flæðið af umræðu af þessum toga fer yfir viss mörk, svo að hinn almenni kjósandi veit ekki sitt rjúkandi ráð, er vegið að lýðræðinu.  


mbl.is Íshellan á Grænlandi bráðnar sjö sinnum hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í annað 787 fyrirbæri?

Boeing byrjaði 21. öldina ekkert sérlega vel. Kynnt var til sögunnar ný glæsilþota, Boeng 787 Dreamliner, sem mörg flugfélög, þeirra á meðal Icelandair, voru spennt fyrir. 

En þegar afhenda skyldi vélina fór að koma babb í bátinn; frestun, sem síðar varð að fleiri frestunum, og stóð slíkt ástand í alls tæplega þrjú ár. 

Icelandair var meðal þeirra flugfélaga sem hættu fljótlega við. 

Nýjar og nýjar frestanir á Boeing 737 Max núna, vekja eðlilega ugg og kalla á fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu Icelandair, því miður. 

Í fróðlegum fréttaskýringaþætti Al Jazzeera var upplýst, að illu heilli hefði yfirstjórn Boeing gefið á það grænt ljós í stefnumörkun 1998, að til greina kæmi í bráðnauðsynlegum tilvikum að víkja í undartekningartilfellum frá því ófrávíkjanlega skilyrði í rekstri verksmiðjanna að öryggi væri allra efst í stefnu félagsins, sem bráðnauðsynlegt sýndist að setja markaðsaðstæður tímabundið ofar. 

Max-málið og Dreamliner-málið á sínum tíma lykta þvi miður af þessu. Þess vegna eru hugsanlegar ráðstafanir Icelandair skynssamlegar og skiljanlegar í máli, sem getur orðið hið stærsta sinnar tegundar í flugsögunni, því að um er að ræða lang stærsta markaðsmál flugsögunnar; fimm þúsund pantaðar vélar, sem er algert met. 


mbl.is Icelandair býr sig undir lengri kyrrsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband