Hvað segja gagnrýnendur Gylfa Þórs nú?

Mjög stutt er síðan nöldrarar á facebook úthúðuðu Gylfa Þór Sigurðssyni grimmilega og miskunnarlaust og kröfðust þess hástöfum að hann að hann fengi aldrei framar að leika með Everton. Var honum bókstaflega fundið allt til foráttu til að "rökstyðja" þetta tal; hann gerði bókstaflega ekki neitt af viti vikum og mánuðum saman.  

Því miður er slíkt tal dæmi um, hvernig svona skrif geta grasserað á samfélagsmiðlunum og skemmt fyrir þeim góðu notum, sem annars er að hafa af þeirri samsskiptabyltingu, sem samfélagsmiðlar eins og facebook hafa innleitt.

Sumir á miðlunum virðast nærast á þvi lon og don rakka fólk niður, en sem betur fer eru jákvæð og uppbyggjandi not miðlanna miklu algengari og nú getur Gylfi svarað fyrir sig án þess að fara niður á það plan, sem svona skrif eru á; einfaldlega með því að láta fætur, hendur og höfuð svara umtalinu orðalaust á knattspyrnuvellinum.  


mbl.is Gylfi maður leiksins í Íslendingaslag (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan eykst meðal litlu rafbílanna.

Ein algengasta mótbáran gegn því að kaupa rafbíl hefur verið sú, að þeir séu of dýrir. Opel Corsa-e (1)

"Litli maðurinn" hefur ekki efni á því að kaupa fimm milljón króna bíl, en nýr Opel Corsa-e gæti orðið einn af þeim nýju bílum, sem ættu þátt í að breyta því. 

Minnstu rafbílarnir hafa haft þann galla, til dæmis Volkswagen e-up!, Mitsubishi Mi-EV og Smart, að drægnin, með í kringum 20 kílóvattstunda rafhlöður, hefur verið i slakasta lagi, í íslenskum raunveruleika aðeins um 90 kílómetrar. Tazzari á hleðslustöð

Ef takmörkun er á því hve hratt er hægt að hlaða slíkan bíl, verður til dæmis tímafrekt að fara austur á Selfoss eða í Borgarnes og til baka. 

Tveggja sæta afbíll síðuhafa kostaði aðeins tvær milljónir nýr og er með aðeins 13 kílóvattstunda rafhlöðu, en vegna þess að hann er aðeins 760 kíló og meira en tvöfalt léttari en flestir aðrir rafbílar, er drægnin að meðaltali 90 kílómetrar að sumarlagi og niður í 80 á veturna og hámarkshraðinn getur farið yfir 90 km/klst. 

Aðeins tveir bílar af þessari gerð, Tazzari Zero, hafa verið fluttir til landsins.  VW e-Up! Hleðslustöð

Þegar erlendir bílasérfræðingar velja þann bíl, sem þeir telja bestu bílkaupin, verður að taka tillit til kaupverðsins og niðurstaðan getur orðið spennandi fyrir fjölda fólks. 

Opel Ampera-e hefur verið vel það vel heppnaður að það verður verulega spennandi að sjá, hverju minni rafbíll, Opel Corsa-e, lumar á. 

Hann verður ódýrari en Ampera´-e, er um 200 kílóum léttari, en samt með 48 kílóvattstunda rafhlöðu, sem gefur líklega meira en 300 kílómetra drægi á islensku sumri. 

Í vor er von á Volkswagen e-up! með 36 kílóvattstunda rafhlöðu á verði um þrjár milljónir, og i ljósi kosta fyrri e-up! bíla verður það líka spennandi kostur. 


mbl.is Opel Corsa útnefnd bestu kaupin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pele spáði að Neymar yrði sá besti.

Brasilíska goðsögnin Pele spáði því, þegar Neymar kom kornungur fyrst fram á sjónarsviðið, að hann ætti möguleika á að verða besti og tekjuhæsti knattspyrnumaður heims. 

Svona spádómar get oft verið tvíbentir þegar það er tekið með í reikninginn, hvað meiðsli og alls kyns uppákomur geta oft sett strik í reikninginn hjá knattspyrnumönnum, vegna þess hve íþróttin getur oft verið hörð og miskunnarlaus. 

Einstaka sinnum hefur Neymar sýnt takta, sem hafa lofað góðu, og það var til dæmis athyglisvert að fylgjast með þætti hans í spili brasilíska landsliðsins þar sem hann var potturinn og pannan í öllu beittasta spilinu. 

Gallinn við það var hins vegar sá, að það vantaði meiri fjölbreytni í sóknarleikinn, og andstæðingarnir voru fljótir að finna, hvernig best yrði hægt að bregðast við þessu á þann hátt að einbeita sér að því að láta alla, sem það gátu, hjóla í Neymar og gera honum lífið leitt. 

En nú gengur Neymar sem sagt í gegnum erfitt tímabil þar sem atburðarásin er lævi blandin og óvissan virðist geta orðið nagandi. 

Spádómur Pele hefur ekki ræst enn, hvað sem síðar verður. 


mbl.is Hafa ekki gefist upp á Neymar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband