Gamalkunnug og skaðleg frysting.

Persónuafslátturinn er eitt af mikilvægustu tækjunum í skattkerfinu til þess að fá fram meiri kjarajöfnuð til handa hinum verst settu í þjóðfélaginu. 

Þegar hann stendur í stað á sama tíma og verðbólga ríkir, þýðir það einfaldlega samfellda kjararýrnun fyrir þetta fólk. 

Þegar sjónvarpsumræður fóru fram í sjónvarpi fyrir kosningar 2007, mitt í svonefndu góðæri, sem kannski hefði frekar átt að kalla gróðæri, kom fram að persónuafslátturinn hefði að mestu staðið í stað í tólf ár, frá 1995-2007, og af því hlotist mikil kjaraskerðing hjá þeim sem þetta atriði skattalaga snerti mest. 

Þetta væri nöturlegt þegar litið væri til þess að árið 1995 hefði ríkt samdráttur í nokkur ár, og því öfugsnúið að ekki væri hægt að gera neitt í þessu efni þegar aðstæður væru orðnar aðrar. 

Þáverandi forsætisráðherra og fyrrum fjármálaráðherra, Geir Haarde, sagði að ekki kæmi til greina að breyta afslættinum, því að það myndi kosta ríkissjóð tugi milljarða króna. 

Það hringir því ákveðnum bjöllum, þegar nú er sagt fullum fetum að það eigi að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár. 

Í fyrsta lagi eru það slæm tíðindi, jafnvel þótt árin verði ekki fleiri, því að spáð er aukinni verðbólgu. 

Og í öðru lagi er hættan sú, eins og svo oft áður, að þetta ástand gæti varað lengur af sömu ástæðu og gefin var upp 2007; að það væri svo dýrt að breyta afslættinum. 


mbl.is Persónuafsláttur frystur í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferill þessa máls er ekki fagur.

Í sláandi heimildamynd um Blöndulínu 3 kom glögglega fram hvernig lymskulegum aðferðum var beitt á marga lund til að þröngva henni upp á alla þá fjölmörgu, sem hefðu vaknað upp við vondan draum ef trixin hefðu tekist.  

Eitt athyglisverðasta atriðið var, þegar Landsnet vitnaði í vandaða og dýra úttekt, sem fyrirtækið hefði látið gera á kostnaðarmun á línu ofan jarðar eða neðan, og átti að sýna, að lína í jörð væri margfalt dýrari. 

Þegar andófsfólk vildi fá að kynna sér þessa úttekt, færðist Landsnet undan, og þurfti að beita upplýsingalögum til þess að krefjast þess að fá að sjá þetta dýra snilldarverk. 

Það fengu þeir síðan ekki, því að Landsnet sagði, að hún væri týnd!  

Hið viðamikla verk á kostnað almennings var týnt! 

Þessi risalína á að fylgja ferðafólki á leið þess um um Norðurland og fara meðal annars meðfram veginum eftir endilöngum Öxnadal um túnfót á bæ listaskáldsins góða að Hrauni í Öxnadal, náttúrufræðingsins og náttúrufrömuðsins Jónasar Hallgrímssonar. 

Ekki til umræðu að setja hana í jörð. 

Draumsýn þessa væri hægt að lýsa í breyttum texta ljóðs Hannesar Hafstein um Jónas:  

 

Þar sem háa hóla

háreist möstur gylla, 

lína ljótra póla

landslaginu spilla. 


mbl.is Undrast hvað liggi á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband