Auðlindarenta, hugtak sem of mikil þögn hefur ríkt um.

Síðuhafi átti þess kost fyrir nokkrum árum að hlýða á merkan fyrirlestur Indriða H. Þorlákssonar um hugtakið auðlindarentu, og ekki var siðra að heyra hann svara ýmsum fyrirspurnum hans um þetta efni. 

Niðurstaða Indriða var sú, að langur vegur væri frá að greidd væri eðlileg auðlindarenta til þjóðarinnar af afnotum fyrirtækja af auðlindum landsins. 

Indriði nefndi ýmsar tölur máli sínu til stuðnings, og voru þær sláandi. 

Nýjar tillögur hans í þessu efni koma síðuhafa því ekki á óvart, en kalla á frekari kynningu á eðli auðlindarentu og nauðsyn þess að hún sé notuð á mun fleiri sviðum en verið hefur. 


mbl.is Veiðigjöld verði 75% af umframarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband